Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar er haldinn laugardaginn 14. janúar kl. 16.00 í Brekkunni, Álafossvegi 27. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir!

Lýðræði í kreppu – birtingarmyndir í Mosfellsbæ

Í Kastljósi í liðinni viku var umfjöllun sem kallaðist „Lýðræði í kreppu“. Þar kom fram hvernig traust á stjórnmálamönnum hrundi með fjármálaloftköstulunum árið 2008. Í þættinum voru birtar myndir af kynningarfundi lýðræðisnefndar Mosfellsbæjar sem haldinn var á...

Eru fyrirtæki persónur?

Í mars 2011 tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvörðun um afskrift viðskiptakrafna í samræmi við tillögu fjármálastjóra. Við afgreiðslu málsins lagði Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, til að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir lögaðila yrðu...

Af hverju nennir fólk ekki að mæta á fundi?

Ég var að koma af opnum fundi um drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Þar sem ég komst ekki á mælendaskrá á fundinum ætla ég að senda lýðræðisnefndinni bréf með nokkrum hugmyndum um lýðræðisvæðingu og deila því með ykkur þar sem lýðræðið varðar okkur öll. Í fyrsta...

Fjöldi bæjarfulltrúa

Ein leið til að efla lýðræði á sveitarstjórnarstigi er að fjölga bæjarfulltrúum. Við það eykst þátttaka íbúa í mótun nærumhverfisins og starf nefnda bæjarfélagsins styrkist. Á Íslandi hafa sveitarstjórnir lengi verið fámennar þar sem meðalfjöldi bæjarfulltrúa er 6,6....

Blað og könnun um lýðræðisstefnu

Í dag, fimmtudaginn 15. september, og á morgun verður fyrsta blaði Íbúahreyfingarinnar dreift á öll heimili í Mosfellsbæ. Tilefni útgáfunnar er sú að nú liggja fyrir drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og Íbúahreyfingin vill hvetja Mosfellinga til að kynna sér drögin...

Af starfsemi Íbúahreyfingarinnar

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ hefur ekki setið með hendur í skauti fyrsta ár kjörtímabilsins, hún hefur beitt sér í nær öllum málum. Fljótlega eftir kosningar þurfum við að beita okkur vegna misbeitingar valds. Sjálfstæðisflokkur og VG höfðu sent út pólitískan áróður í...

Meginmál gagnsæisyfirlýsingar Íbúahreyfingarinnar

Öll gögn í umsjón sveitarfélagsins, stofnanna þess, og fyrirtækja í eigu þess, að hluta eða öllu leiti skulu vera opin og aðgengileg almenningi án hindrana, nema brýnar ástæður séu til annars. Skilgreindar verða skýrar viðmiðunarreglur um hvað teljast gildar ástæður...

Opinn fundur um lýðræði og gagnsæi

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ boðar til opins fundar um gagnsæi og lýðræði í Listasalnum, Kjarna, Þverholti 2, miðvikudaginn 25. maí kl. 20.00 - 22.00 Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Leiðir til að styrkja og auka lýðræði í sveitarfélögum Kristinn Már Ársælsson,...

Bókanir Íbúahreyfingarinnar varðandi sjálfskuldarábyrgð

Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi, bókaði eftirfarandi á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 16. febrúar 2011 vegna umfjöllunar um sjálfskuldarábyrgðar bæjarins á láni til einkaaðila: Bókun 1 Í námskeiðsefni Sambands Ísl. sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð...

Fundaskrá Íbúarhreyfingar í haust

Málefnafundir Íbúahreyfingarinnar eru öllum opnir og eru þeir haldnir í Brekkunni, Álafossvegi 27. Við erum búin að gera áætlun um fundi fram að jólum, með fyrirvara um breytingar. Mánud. 1. nóv. kl. 18.00     Málefnafundur Laugard. 13. nóv. 10-17     Vinnudagur...

Íbúahreyfingin skipar í nefndir

Í megin áherslum Íbúahreyfingarinnar fyrir kosningar kemur fram að ráða eigi fólk í nefndir á faglegum forsendum. Í samræmi við það auglýsti Íbúahreyfingin eftir fagfólki í nefndarstörf og óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.

Golfklúbburinn Kjölur býður til bæjarstjórnargolfs

Fulltrúum Íbúahreyfingarinnar barst svohlóðandi tölvupóstur frá Golfklúbbinum Kili í Mosfellsbæ: ,,From: Golfklúbburinn Kjölur [mailto:gkj@gkj.is] Sent: 31. ágúst 2010 09:33 To: undisclosed-recipients: Subject: Bæjarstjórnargolf á föstudaginn 3. sept. kl. 16:30...

Íbúahreyfingin auglýsir eftir fulltrúum í nefndir

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ leggur áherslu á að skipað verði í nefndir á faglegum forsendum. Því auglýsir Íbúahreyfingin eftir aðal-, vara- og áheyrnarfulltrúum í eftirtaldar nefndir:
Fjölskyldunefnd
Fræðslunefnd
Íþrótta- og tómstundanefnd
Menningarmálanefnd
Skipulags- og byggingarnefnd
Umhverfisnefnd og
Þróunar- og ferðamálanefnd

Hljóðupptökur bannaðar í Mosfellsbæ! – Fréttatilkynning

Á fundi 539. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 30.06.2010 bannaði forseti bæjarstjórnar og oddviti VG áheyranda á vegum Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ að hljóðrita fundinn.  Forsetinn sagðist ekki þurfa að rökstyðja þá ákvörðun sína en hljóðritun var leyfð á 538....

Ráðning bæjarstjóra – Fréttatilkynning

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ, sem nú er næst stærsta stjórnmálaaflið í bænum, gerðu að tillögu sinni að fylgt yrði mannauðsstefnu Mosfellsbæjar við ráðningu bæjarstjóra og að starfskjör hans yrðu einnig endurskoðuð. Þessi tillaga var felld af meirihluta Sjálfstæðismanna og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs sem lögðu til að Haraldur Sverrisson yrði ráðinn bæjarstjóri.

Auglýst eftir fulltrúum í nefndir

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ leggur áherslu á að skipað verði í nefndir á faglegum forsendum. Því auglýsir Íbúahreyfingin eftir aðal- og varafulltrúum í nefndir.

Bókun M lista um ráðningu bæjarstjóra

Bókun fulltrúa M lista varðandi ráðningu bæjarstjóra Mosfellsbæjar á fundi bæjarstjórnar þann 16. júní 2010.
Með vísan til mannauðsstefnu Mosfellsbæjar var lögð fram tillaga á fundi bæjarstjórnar um að staða bæjarstjóra yrði auglýst og starfskjör endurskoðuð. Því miður fór svo fyrir tillögunni að henni var hafnað af sitjandi meirihluta.

Íbúafundur

Boðað til fyrsta íbúafundar Íbúahreyfingarinnar á mánudagskvöld, annað kvöld, kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn og efni fundarins er næsti bæjarstjórnarfundur.

Takk fyrir stuðninginn!

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ þakkar stuðninginn sem framboðið fékk í sveitarstjórnarkosningum. Einn fulltrúi er nú í bæjarstjórn og Íbúahreyfingin er annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ, aðeins um mánuði eftir að stofnað var til framboðsins. Það er athyglisvert...

Mannauður í Mosfellsbæ

Ég starfa við endurhæfingu, heilsueflingu og endurreisn, því er lýðheilsa mér hugleikin. Jákvæð líðan er uppbyggjandi afl, bæði andlega og líkamlega. Samfélag þar sem íbúar eru virkjaðir til samráðs og þátttöku á lýðræðisleg um vettvangi eflir áþreifanlega jákvæðni,...

(Ó)gagnsæi í Mosfellsbæ

Það er áberandi nú fyrir kosningar í Mosfellsbæ að mikill áhugi hefur gripið um sig hjá öllum stjórnmálaflokkunum um að auka íbúalýðræðivog gagnsæi. En hvað er átt við með gagnsæi? Samkvæmt skilningi okkar fellst gagnsæi í því að gögn sem liggja á bak við ákvarðanir í...

Ræða Þórðar Björns Sigurðssonar í Hlégarði í kvöld

Fundarstjóri, ágætir íbúar. Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ býður nú fram í fyrsta sinn.  Þó að saga Íbúahreyfingarinnar sé ekki löng má segja að aðdragandinn að stofnun hennar eigi sér djúpar rætur. Þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu mynduðust ekki á einni nóttu. ...

Íbúalýðræði hafnað í Mosfellsbæ

Í kvöld var haldinn framboðsfundur í Hlégarði í Mosfellsbæ.  Til stóð að halda fundinn með nokkuð nýstárlegu fundarfyrikomulagi, það er að loknum framsöguræðum gæfist bæjarbúum tækifæri til spurninga og viðræðna við frambjóðendur við borð framboðanna í sölum Hlégarðs....

Framboðsfundur í Mosfellsbæ

Framboðin til bæjarstjórnarkosninganna í Mosfellsbæ boða til sameiginlegs framboðsfundar með íbúum bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 20:00. Að loknum framsöguræðum gefst bæjarbúum tækifæri til spurninga og viðræðna við...

Hagsmunaskráning frambjóðenda Íbúahreyfingarinnar

Í grein Kristínar I. Pálsdóttur, ,,Áskorun til sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ" sem birt var á Smugunni þann 24.5.2010 segir m.a.: ,,Ein af niðurstöðum Rannsóknarskýrslu Alþingis er að spilling sé mun víðtækari en áður hefur verið viðurkennt á Íslandi....

Breytt dagsetning og staðsetning á framboðsfundi

Ekki verður af framboðsfundi sem Íbúahreyfingin hefur boðað til í Listasalnum í Kjarna, miðvikudagskvöldið 26. maí nk. Fyrirhugaður er sameiginlegur framboðsfundur í Hlégarði fimmtudagskvöldið 27. maí nk.

Íbúafundur

Íbúahreyfingin boðar til framboðsfundar miðvikudagskvöldið 26. maí kl. 20.00 – 22.00.  Fundurinn verður haldinn í Listasalnum í Kjarna. Gert er ráð fyrir framsögu frá hverju framboði.  5 mínútur hámark.  Í framhaldi fari fram umræður og opnað fyrir spurningar frá...

Skilaboð frá oddvita

Kæru íbúar. Öll höfum við fylgst með því sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu undanfarið með undrun og óbragð í munninum. Var þetta virkilega svona og er þetta virkilega svona enn? Hvað getum við gert til þess að breyta þessu? Fyrir mér er ein af megin ástæðunum...

Áherslur Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ er ákjósanlegur valkostur fyrir Mosfellinga í komandi kosningum.  Íbúahreyfingin mun beita sér fyrir auknu íbúalýðræði og umræðu um málefni bæjarins.  Til að mynda viljum við að tiltekinn hluti íbúa geti kallað fram íbúakosningu um einstök...

Okkar megin áherslur eru:

Aukið íbúalýðræði Íbúakosning fari fram um einstök málefni óski 10% kosningabærra íbúa eftir því eða tveir fulltrúar í bæjarstjórn Verði máli vísað í íbúakosningu fari fram hlutlaus og fagleg kynning á því máli sem um ræðir Aukin umræða um málefni bæjarins og hlustað...

TÍMABIL

  • 2022
  • 2021
  • 2020
  • 2018
  • 2017
  • 2016
  • 2015
  • 2014
  • 2013
  • 2012
  • 2011
  • 2010

Pin It on Pinterest

Share This