-
Samþykktir Íbúahreyfingarinnar
1. gr.
Félagið heitir Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Mosfellsbæ
3. gr
Tilgangur félagsins er gagnsæ og lýðræðisleg stjórnsýsla í Mosfellsbæ.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að bjóða fram lista til sveitastjórnar í Mosfellsbæ.
5. gr.
Allir íbúar Mosfellsbæjar hafa rétt til þess að ganga í félagið.
6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 aðalmönnum og 2 til vara úr röðum félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum að á fyrsta fundi eftir aðalfund. Stjórnin er kosin beinni kosningu til eins árs í senn á aðalfundi.
Til að öðlast atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi skal viðkomandi skrá sig í Íbúahreyfinguna eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fundinn.
Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast gjaldkeri.
Bókhald félagsins skal vera opið öllum félagsmönnum.
Firmaritun félagsins er í höndum allrar stjórnar sameiginlega.
7. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
8. gr.
Ársfundur ákveður árgjald félagsins.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.
10. gr.
Ákvörðun um slit félags má taka á aðalfundi með 2/3 meirihluta og renna eignir þess til samfélagsverkefna í Mosfellsbæ.
11.gr.
Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.Tillögur að breytingum berist stjórn 2 vikum fyrir aðalfund og sendist félögum viku fyrir fundinn.
Samþykktir þessar voru samþykktar á stofnfundi félagsins 5. maí 2010 og var þeim síðast breytt á aðalfundi 26. janúar 2016.