Samningur um Blikastaðaland – Rauð viðvörun

RISAVAXINN SAMNINGUR GERÐUR VIÐ EINKAFYRIRTÆKI KORTERI FYRIR KOSNINGAR - RAUÐ VIÐVÖRUN IÍ þessu máli vekur athygli að ekki virðist hafa verið efnt til samkeppni meðal arkitekta um hönnun skipulags í Blikastaðalandi.Líka virðist íbúasamráð hafa farið forgörðum. Snemma...

Þjónustuíbúðir Bjarkarholti – Endanleg umsögn

Sent Mosfellsbæ, 26. apríl 2021 Efni: Umsögn um auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar og skort á forsendum slíkra breytinga, þ.e. sjálfu deiliskipulagi miðbæjarins. Í dag [26. april] rann út frestur til að skila...

Hvað gerðist í miðbæ Mosfellsbæjar?

Nýverið vatt sér að mér kona í miðbæ Mosfellsbæjar og spurði mig augljóslega reið og vonsvikin: Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Mér varð svara fátt en vissi um leið hvað hún átti við. Ég spyr mig sjálfa að því sama. Já, hvernig gat þetta gerst? Á undanförnum árum...

Leiruvogur – Útivistarperla í Mosfellsbænum

Við sem búum í Mosfellsbænum erum stolt af náttúrunni allt í kringum okkur. Hér getur hver og einn stundað útivist við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt á þessum erfiðu tímum þar sem COVID setur okkur svo þröngar skorður. Fjöllin í kringum okkar laða að alveg eins...

Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við

Lítið hefur farið fyrir umræðu um þau nátt­úru­verð­mæti og úti­vist­ar­svæði sem í húfi eru í tengslum við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Sam­kvæmt þeim til­lögum sem haldið hefur verið á lofti á í sparn­að­ar­skyni að leggja hrað­braut­ina á land­fyll­ingum með lít­illi...

Mosfellsbær svarar ekki fyrirspurn um heimilisofbeldi

Í ljósi frétta um alvarlegt og aukið ofbeldi á heimilum vegna Covid 19 er vakin athygli á því að engar upplýsingar er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar um þjónustu sveitarfélagsins vegna heimilisofbeldis og þátttöku þess í verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu...

Tenging vélaverkstæðis í Hafnarfirði við lóðakaup hér

Hvernig tengist Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) í Hafnarfirði fasteignaverkefnum í Mosfellsbæ? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Gunnar Ármannsson er lögfræðingur VHE. Hann fór fyrir Primacare-verkefninu í Mosfellsbæ 2009, auk þess að fá leyfi bæjarráðs...

Raunverulegir eigendur enn á huldu í Mosfellsbæ

Nú eru lög um skráningu á raunverulegum eigendum komin til framkvæmda sem er vel. Eitthvað virðist þó undarlega að lagasetningunni staðið. Á meðan félögum, eins og foreldrafélögum sem eiga lítið undir sér, er gert skylt að gera grein fyrir raunverulegum eigendum eru...

Frístundastyrkur mismunandi eftir sveitarfélögum

ASÍ heldur sem fyrr áfram að bera saman þau lífsgæði sem sveitarfélögin skapa íbúum sínum. Nú er verkefnið frístundaávísunin en hún leggur grunn að því ómetanlega starfi sem fram fer í íþróttafélögum og listaskólum vítt og breitt um landið.  Eða hélt kannski einhver...

Rjúfum kyrrstöðu í Mosfellsbæ!

Við fáum tækifæri til þess að kjósa og nýta lýðræðislegan rétt okkar á laugardag 26. maí. Í Mosfellsbæ eru átta listar í framboði og því mikilvægt að kjósendur kynni sér vel fyrir hvað þeir standa og hverju þeir eru líklegir til að áorka. Við í...

Heilsueflandi samfélag fyrir alla

Íbúar í Mosfellsbæ eru stoltir af því að tilheyra heilsueflandi samfélagi þar sem lögð er á- hersla á að heilsa og líðan allra bæjarbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun. Heild- ræn nálgun er lykillinn að árangri en umhverfið getur haft jákvæð...

Vaxtarverkir í skólamálum

Fátt er okkur mikilvægara en að börnin okkar njóti góðrar menntunar og að þeim líði vel í skólanum en skólar í Mosfellsbæ njóta almennt virðingar. Leikskólarnir eru orðnir sjö, grunnskólarnir eru þrír og sá fjórði í byggingu í Helgafellslandi. Ör og...

Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúahreyfingin og Píratar í Mosfellsbæ bjóða alla velkomna á opinn íbúafund í Hlégarði fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00-22:00. Við fáum góða gesti til að halda erindi á fundinum og Sigrún H. Pálsdóttir oddviti Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata...

Náttúruvernd er okkar hjartans mál

Náttúruvernd er eitt mikilvægasta málefni mannkynsins nú og í framtíðinni. Okkur ber að hlúa að vistkerfum jarðar og sjá til þess að þau virki áfram okkur í hag. Án heilbrigðra vistkerfa þrífst ekkert líf á jörðinni. Til að vernda náttúrugæði er...

Í-listinn vinnur fyrir íbúa!

Íbúahreyfingin býður nú fram í þriðja sinn í Mosfellsbæ, að þessu sinni með liðsstyrk Pírata undir listabókstafnum Í.  Fyrir kosningarnar 2014 gekk Sigrún H. Pálsdóttir til liðs við Íbúahreyfinguna og hefur hún staðið í ströngu á kjörtímabilinu,...

Umhverfið, náttúran og skógrækt

Umhverfisvernd og náttúruvernd eru ekki sama hugtakið. Umhverfið er allt það sem er umhverfis okkur, bæði manngert og náttúrulegt. Náttúran hins vegar hefur sín eigin lögmál, óháð mönnum. Þannig að þegar við tölum um náttúruvernd þá þýðir það að vernda svæði sem eru...

Framtíðin er í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er fallegt samfélag með vinalegu fólki. Við konan mín fluttum í bæinn fyrir áramót með börnin okkar, Eric  þriggja ára og Leiu fimm ára. Leikskólinn sem þau eru á er einn sá besti sem við höfum kynnst og grunnskólinn sem þau munu sækja virkar mjög...

Geta allir búið í Mosfellsbæ?

Eitt af verkefnunum framundan er að takast á við húsnæðisvanda tekjulægri hópa í Mosfellsbæ. Á undanförnum árum hefur íbúðaverð og leiga hækkað langt umfram launahækkanir og neyðarástand skapast sem bitnar hvað harðast á þeim sem hafa minnstar og lágar meðaltekjur....

Styrkjum beint lýðræði í Mosfellsbæ

Lýðræði byggir á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Í lýðræðissamfélagi á valdið sér uppsprettu hjá fólkinu. Í menntastefnu fyrir öll skólastig frá 2011 er lögð áhersla á að borgarar taki lýðræðislega afstöðu til álitaefna, frá siðferðislegum áherslum...

Íbúafundur um íþróttamál í Mosfellsbæ

Íbúahreyfingin og Píratar lýsa yfir óánægju með að hafa ekki fengið fyrirliggjandi upplýsingar um ástand mannvirkja í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Á íbúafundi Aftureldingar í Hlégarði í gær var dregin upp dökk mynd af ástandi mannvirkja félagsins og aðstöðu og...

Kosningaáróður á Kjarnanum

Erindi Íbúahreyfingarinnar um kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins á bæjarskrifstofum var tekið fyrir í bæjarráði föstudaginn 11. maí sem tillaga 7. 201802082 –  Sveitarstjórnarkosningar 2018. Fyrir hönd Íbúahreyfingarinnar óskaði Sigrún Pálsdóttir eftir umfjöllun um...

Sameiginlegt framboð Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúahreyfingin og Píratar bjóða fram sameiginlegan lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ, undir listabókstafnum Í. Stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga margt sameiginlegt en báðar leggja áherslu á opna, gagnsæja og heilbrigða stjórnmálamenningu til að...

Til hamingju með daginn Mosfellingar!

Í dag fjölgar íbúum í Mosfellsbæ um tíu. Nýju íbúarnir eru flóttamenn og koma þeir frá Kenía þar sem þeir hafa lifað sem flóttamenn frá Úganda við erfiðar aðstæður í þrjú ár. Það voru fulltrúar Rauða krossins og starfsmenn Mosfellsbæjar sem tóku á móti þeim í Keflavík...

Íbúahreyfingin vill fjölga bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ

Tillaga um fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11 var á dagskrá bæjarráðs á fimmtudag 15. mars. Á síðasta ári fjölgaði íbúum í Mosfellsbæ um ein 8% og nálgast íbúafjöldinn nú ellefu þúsund. Lög gera ráð fyrir að í bæjarfélögum með yfir tíuþúsund íbúa sé fjöldi bæjarfulltrúa...

Vald er vandmeðfarin auðlind

Nýlega fékk undirrituð tölvupóst frá undirmanni bæjarstjóra Mosfellsbæjar með ýmsum ávirðingum sem ýmist voru órökstuddar eða beinlínis rangar. Mátti skilja á póstinum að starfsfólk hefði óljósar hugmyndir um hvort því bæri yfirhöfuð skylda til að aðstoða kjörna...

Laun bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Mosfellsbæ – Fyrirspurn

Það er tímans tákn að upplýsingar um greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera aðgengilegar almenningi. Launakjör stjórnmálamanna og stjórnsýslu eru þar á meðal. Mikið er rætt um nauðsyn þess að efla trú almennings á stjórnmálum og stofnunum þessa lands. Væri ekki...

Framtíð Hlégarðs í Mosfellsbæ – Hugleiðingar

Málefni Hlégarðs eru nú til umræðu í menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Framtíð hússins er óviss en niðurstaða mikilvæg því hún hefur þýðingu fyrir svarið við þeirri spurningu hvort Mosfellsbær er úthverfi frá Reykjavík í félagslegu og menningarlegu tilliti eða...

Bætum aðstöðu til tónlistarnáms í Mosfellsbæ

Tónlistarlíf hefur lengi verið blómlegt í Mosfellsbæ, öflugur tónlistarskólli, lúðrasveit, hljómsveitir og kórar. Við vitum að tónlistarnám er gefandi veganesti út í lífið og tónlist það mikilvægur þáttur í daglega lífi og menningarstarfi að passa þarf upp á að hlúa...

Stemning fyrir bestu leiðinni í Mosfellsbæ

Nú eru ný hverfi óðum að rísa í Mosfellsbæ og íbúum að fjölga samhliða því. Skuggi fellur þó á gleðina því engir strætisvagnar eru á næsta leiti í hverfinu undir Helgafelli, í Leirvogstungu og víðar. Þótt uppbygging hverfanna sé vel á veg komin hafa enn engar áætlanir...

Er við einhvern að sakast vegna fiskadauða í Varmá?

Fiskadauði í Varmá verður á dagskrá fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar á morgun 20. júlí. Það er því ekki úr vegi að gefa lesendum smá innsýn í það sem málshefjandi og bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir ráð fyrir að ræða  á fundinum 🙂 : Eins og fram kom í máli...

Efnistaka í Seljadal á dagskrá í Mosfellsbæ enn á ný

Seljadalsnáma var einu sinni sem oftar til umræðu á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í vikunni. Að þessu sinni var erindið að fá samþykki fyrir því að láta umhverfismeta námuna og svæðið þar í kring í þeim tilgangi að kanna fýsileika áframhaldandi efnistöku en hún...

Vegir ójöfnuðar eru margvíslegir

Fjöldi leiguíbúða á vegum sveitarfélaga er hvergi minni en í Mosfellsbæ að Garðabæ frátöldum. Varasjóður húsnæðismála og Velferðarráðuneytið hefur gefið út skýrslu um ástandið. Þar kemur fram að Mosfellsbær leigir út 0,31 íbúð á 100 íbúa. Til samanburðar eru íbúðirnar...

Bæjarstjóri svarar gagnrýni með breyttum úthlutunarreglum

Í morgun samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar erindi bæjarstjóra þess efnis að breyta reglum um úthlutun leigulóða. Það vekur athygli að ákvæði sem fjallar um að umsækjandi um lóð skuli sýna fram á að geta staðið undir áætlaðri fjárfestingu hefur verið breytt á þann veg...

Landsnet fundar um styrkingu Brennimelslínu í Mosfellsbæ

Hér á eftir fer gróf lýsing á því sem fram kom á fundi bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ með Landsneti 18. janúar sl. Landsnet hyggst auka flutningsgetu Brennimelslínu 1 og hafa fulltrúar fyrirtækisins nú kynnt hugmyndir sínar fyrir bæjaryfirvöldum. Fundurinn var liður í...

Opinn fundur um Þingvallaveg – gróf samantekt

Umferðarhraði á Þingvallavegi í Mosfellsdal hefur lengi verið til umræðu í Mosfellsbæ. Íbúar í dalnum hafa verið uggandi og heitar umræður verið um hvernig draga megi úr umferðarhraða. Í dag, mánudaginn 16. janúar, hélt Mosfellsbær, opinn fund með íbúum um...

Heiti mála ekki lýsandi fyrir efni funda í Mosfellsbæ

Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði heiti máls í fundarboði að umræðuefni á fundi bæjarstjórnar í dag, 21. desember en nafn erindis skiptir miklu þegar  kemur að því að rekja mál og kynna sér í fundargerðum Mosfellsbæjar. Ef ekki er valið rétt heiti er nær ógerningur...

SSH samþykkja ákvæði um áheyrnarfulltrúa

Tillaga íbúahreyfingarinnar um að framvegis verði framboðum í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu heimilt að tilnefnda áheyrnarfulltrúa í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var samþykkt á aðalfundi SSH í gær. Mikið pólitískt starf fer fram í...

Vöndum til verka í Sunnukrika og höfum íbúa með í ráðum

Beiðni verktakafyrirtækis um “Samstarf um þróun og uppbyggingu lóða við Sunnukrika 3-9” var á dagskrá fundar bæjarráðs 8. september sl. Afgreiðslunni var frestað þar sem fleiri hafa sýnt lóðunum áhuga. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar kynnti samt afstöðu sína til málsins...

Sjúkrahúsmál aftur á dagskrá bæjarráðs

Einkasjúkrahús var aftur til umræðu á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í dag. Á fundi bæjarstjórnar 17. ágúst sl. hafði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gagnrýnt ákvörðun fulltrúa D- og S-lista í bæjarráði um að úthluta huldumönnum lóð undir sjúkrahúsið án þess að afla...

Úthlutun lóðar undir einkasjúkrahús – ræða í bæjarstjórn

-  bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn 17. ágúst 2016 Í dag kemur bæjarstjórn í fyrsta sinn saman eftir viðburðaríkt sumarfrí en á meðan á því stóð tóku fulltrúar D- og S-lista í bæjarráði þá ákvörðun að úthluta mönnum sem skv. fréttum virðast ekki eiga...

Íbúahreyfingin um einkasjúkrahús – bókun í bæjarstjórn

Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar átelur þau vinnubrögð fulltrúa D- og S-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar harðlega að hafa í sumarfríi bæjarstjórnar úthlutað óþekktum aðilum í trássi við eðlilega verkferla samtals hundrað og tuttugu þúsund m2 af landi Mosfellsbæjar til...

Nýr formaður

Hildur Margrétardóttir var kosin formaður stjórnar Íbúahreyfingarinnar á aðalfundi 26. janúar. Aðrir í stjórn eru Jón Sævar Jónsson gjaldkeri, Hjördís Arnardóttir Bjartmars ritari, Kristín I Pálsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Í varastjórn eru...

Aðalfundur

Stjórn Íbúahreyfingarinnar mun halda aðalfund í Fiskabúrinu í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 26. janúar kl. 16.00-18.00. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn í síðasta lagi 18. janúar. Sjá...

Fjárhagsáætlun – 2. umræða

Mig langar að byrja á því að þakka bæjarstjóra yfirferðina og starfsmönnum bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig við undirbúning fjárhagsáætlunar. Það er ljóst að fjöldi sveitarfélaga á við fjárhagsvanda að etja. Haraldur Sverrisson ætlar þó að skila...

Ákvæði um áheyrnarfulltrúa

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fór fram í Félagsgarði í Kjós í gær föstudag 20. nóvember. Á fundinum gerði Íbúahreyfingin grein fyrir tillögu um að samtökin innleiddu ákvæði um áheyrnarfulltrúa í samþykktir sínar sem tæki mið af 50. gr....

Vatnsvernd í landi Selholts

Ræða um vatnsvernd í landi Selholts á Mosfellsheiði í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 18. nóvember 2015. Þarna er verið breyta aðal- og deiliskipulagi og hluti af því svæði er vatnsverndarsvæði upp á Mosfellsheiði við Leirtjörn. Það er fyrirtækið Stórsaga sem á að fá þar...

Fjárhagsáætlun 2016 til 2019

Nú er 1. umræðu um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 lokið. Íbúahreyfingin hafði þetta fram að færa að því tilefni: Forseti, ágætu bæjarfulltrúar og aðrir fundargestir Mig langar að byrja á því að þakka Aldísi Stefánsdóttur sem er staðgengill bæjarstjóra fyrir...

Yfirlýsing frá Íbúahreyfingunni

Að gefnu tilefni vill Íbúahreyfingin koma því á framfæri að þann 13. maí 2014, þ.e. stuttu áður en kjósendur gengu að kjörborði í sveitarstjórnarkosningum,  sagði Jón Jósef Bjarnason, annar maður á lista framboðsins, sig frá öllu samstarfi við Íbúahreyfinguna í pósti...

Ný stjórn Íbúahreyfingarinnar

Á aðalfundi 26. maí kaus Íbúahreyfingin sér nýja stjórn og er hún skipuð eftirtöldum félögum: Formaður: Birta Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Jón Sævar Jónsson Meðstjórnandi: Hildur Margrétardóttir Meðstjórnandi: Hjördís Bjartmars Meðstjórnandi: Sigrún Guðmundsdóttir...

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar verður haldinn í glerbúri Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna þriðjudaginn 26. maí kl. 16.30 til 17.50. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Mér þykir vænt um þennan skóla

Fyrir meira en 30 árum fluttum við hjónin í Mosfellssveit eins og sveitarfélagið hét þá. Á þeim tíma gat maður fest kaup á húsnæði sem var talsvert ódýrara en í Reykjavík. Okkar börn ólust upp hér í bænum og fengu sína grunnskólamenntun í Varmárskóla. Þá var þetta...

Um birtingu fundargagna á vef Mosfellsbæjar

Nýverið tók bæjarráð Mosfellsbæjar aðra umræðu um birtingu gagna með fundargerðum á vef. Eins og áður hefur komið fram er gleðiefni að rafræn birting fundargagna skuli vera komin á framkvæmdastig því henni fylgir mikið hagræði fyrir almenning sem getur framvegis sótt...

Meira lýðræði í stjórnmálastarfi

Þátttakendum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga​ gæti fjölgað um 55 ef sú tillaga Íbúahreyfingarinnar nær fram að ganga á þinginu nú í apríl að öll framboð sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn öðlist rétt til að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til setu á...

Er lýðræði bara tómt vesen?

Lýðræðisást er örugglega ekki eitt af þeim hugtökum sem hægt er að nota til að lýsa þankagangi fulltrúa D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar en á fundi ráðsins í morgun var fjallað um að halda áfram vinnu starfshóps um fjölnota íþróttahús. Til hópsins var stofnað í...

Upplýsa þarf Mosfellinga um skólpmengun

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 25. mars var ársskýrsla umhverfissviðs til umfjöllunar og lagði  Íbúahreyfingin til breytingar á efnistökum í kaflanum um fráveitu. Í orðaskaki á fundinum lét bæjarstjóri í veðri vaka að Íbúahreyfingin væri að níða niður skóinn af...

Styrkir hækki til Stígamóta

Íbúahreyfingin hafði sitthvað að segja um styrkveitingar Mosfellsbæjar til Stígamóta í vikunni, fyrst í fjölskyldunefnd og síðan í bæjarstjórn. Styrki þarf að hækka. Um Stígamót gilda sömu rök og um Kvennaathvarfið. Þangað sækir fjöldi kvenna og karla úr Mosfellsbæ ár...

Íbúahreyfingin vill hækka styrki til Kvennaathvarfsins

Á síðasta fundi fjölskyldunefndar var ákveðið að hækka árlegan styrk Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins úr 60 þúsund kr. í 100 þúsund. Hækkunin lét vel í eyrum þangað til að Íbúahreyfingin fór að grafast nánar fyrir um styrkveitingar sveitarfélaga í nágrenninu. Í...

Tillaga um hækkun styrkja til fjölskylduþjónustu

Íbúahreyfingin stóð í stórræðum í bæjarstjórn í vikunni eftir að ljóst varð hvað Mosfellsbær lætur árlega lítið af hendi rakna til fjölskylduþjónustunnar í formi styrkja. Á fundi bæjarstjórnar hafði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þetta um málið að segja: "Séu...

Lítill vilji til að draga úr áhrifum verksfalls tónlistarkennara

Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað áðan að bæta ekki nemendum í Listaskólanum kennslufallið fyrr í vetur nema að litlum hluta, þ.e. þeir sem þurfa að fara í mið- eða grunnpróf geta fengið aukatíma sem þeir greiða fyrir sjálfir. Íbúahreyfingin andmælti ákvörðuninni með...

Kallað eftir jafnræði á vettvangi sveitarstjórnarmála

Íbúahreyfingin sendi nýverið stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem þess er óskað að SSH endurskoði samþykktir sínar með tilliti til 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem þeim framboðum sem náð hafa inn manni í sveitarstjórn er gert...

Skrafað og skeggrætt á fundi um Þingvallaveg

Hér má lesa lauslega samantekt á umræðum á íbúafundi í Reykjadal um deiliskipulag Þingvallavegar í Mosfellsdal 15. janúar sl. Fundurinn var haldinn af skipulagsyfirvöldum í Mosfellsbæ að ósk íbúa í þeim tilgangi að skýra ferlið og helstu óvissuþætti verkefnisins....

Tónlistarskólanemendur gætu átt von á uppbót

Mosfellsbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem ætla að kanna hvort hægt sé að bæta tónlistarskólanemendum upp þá kennslu sem þeir urðu af vegna fimm vikna verkfalls kennara fyrr í vetur. Fyrsta skrefið í þá veru verður að óska eftir áliti Listaskóla...

2015 innan seilingar

Við óskum Mosfellingum öllum gleði og gæfu á nýju ári og þökkum ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða. Áramótaheit Íbúahreyfingarinnar er nokkuð augljóst, þ.e. að halda ótrauð áfram að vinna í þágu íbúa á vettvangi bæjarmála á árinu 2015....

Innviðina fyrst, áhugamálin svo!

Í byrjun desember samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar fjárhagsáætlun næsta árs. Ljóst er að fjárhagurinn er knappur og skuldir sveitarfélagins yfir 120% af heildartekjum og því ekki úr miklu að moða en samt. Þegar staðan er erfið skiptir öllu að...

Ræða í tilefni fjárhagsáætlunar 2015

 Íbúahreyfingin lagði fram breytingatillögu við fjárhagsáætlun 2015 - 2018 í bæjarráði 30. október sl. Við tókum í upphafi þann pól í hæðina að taka mið af því sem við yrðum áskynja í heimsóknum bæjarráðs í stofnanir og fyrirtæki Mosfellsbæjar nú um miðjan nóvember....

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ verður haldin 30. des kl 20:00 n.k í Reykjadal, Mosfellsdal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Uppfært 29. desember 2014. Aðalfundinum hefur verið frestað, nýtt fundarboð verður sent fljótlega.

Verkefnin framundan í Mosfellsbæ

Tillögur Íbúahreyfingarinnar í tengslum við fjárhagsáætlun 2015-2018. Íbúahreyfingin hefur nú lagt fram tillögur í bæjarráði að verkefnum sem hreyfingin telur brýnt að ráðast í eða hefja undirbúning að á næsta fjárhagsári 2015. Af nægu er að taka en að þessu sinni...

Af því bara ekki reglur um styrki

Skv. upplýsingum sem Íbúahreyfingin óskaði eftir á síðasta bæjarráðsfundi eru reglur um úthlutun styrkja af skornum skammti í Mosfellsbæ. Engar almennar reglur eru í gildi og aðeins 2 fagnefndir hafa samið sér reglur og viðmið um styrkveitingar. Nú er það svo að...

Á kjördegi 2014

Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Munið efitr að hafa með ykkur skilríki. Ef þig vantar akstur á kjörstað hringdu í síma 866-9376....

Kosning utan kjörstaðar í fullum gangi

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú kosið utan kjörstaðar í Laugardagshöllinni ALLA daga kl. 10.00-22.00. Íbúahreyfingin hvetur þá sem ekki verða heima á kjördag til að nýta tækifærið og kjósa í Laugardalshöllinni. Hvert atkvæði telur og stundum getur munað 1 atkvæði á...

Athugasemd við frétt

Í hádegisfréttum RÚV þann 20. maí var sagt frá brotthvarfi Jóns Jósefs Bjarnasonar af lista Íbúahreyfingarinnar. Við sendum eftirfarandi athugasemd við fréttina: Ágæta fréttastofa. Í hádegisfréttum RÚV í dag var sagt frá því að óskum fyrrum frambjóðanda...

Blað Íbúahreyfingarinnar

Á morgun verður byrjað að bera blað Íbúahreyfingarinnar í hús. Hér má nálgast blaðið á PDF-formi. Blað Íbúahreyfingarinnar. Í blaðinu eru greinar eftir frambjóðendur og upplýsingar um áherslur Íbúahreyfingarinnar fyrir kosningar.

Hello world!

Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start blogging!

Framboðslisti Íbúahreyfingarinnar 2014

Sigrún H. Pálsdóttir leiðir lista Íbúahreyfingarinnar Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ býður fram öðru sinni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sigrún H. Pálsdóttir verkefnisstjóri leiðir listann og tekur hún við keflinu af Jóni Jósef Bjarnasyni upplýsingatækniráðgjafa...

Taktu við keflinu!

Langar þig að hafa áhrif á samfélagið án þess að skrá þig í hefðbundinn stjórnmálaflokk? Íbúahreyfingin er óháð íbúaframboð sem bauð fyrst fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum og varð upp úr því, annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason hefur...

Bókun vegna álits innanríkisráðuneytis

Á 597. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar var lagt fram álit innanríkisráðuneytisins þar sem fram kemur að ákvæði sveitarstjórnarlaga séu fortakslaus að því er varðar sjálfskuldarábyrgðir sveitarfélaga á skuldum einkaaðila. Svo virðist sem meirihluti bæjarstjórnar ætli...

Stuðningur við stjórnarskrármálið – Fréttatilkynning

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ lýsir fullum stuðningi við aðgerðir Dögunar, IMMI, Pírata, Radda fólksins, SaNS og Stjórnarskrárfélagsins í stjórnarskrármálinu: „Við heitum á meiri hluta Alþingis að virða afdráttarlausan vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu, eins og hann...

Fréttatilkynning frá Íbúahreyfingunni í Mosfellsbæ

Ágæti viðtakandi. Nokkrum dögum fyrir jól komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun Mosfellsbæjar að gangast í ábyrgð vegna skulda Helgafellsbygginga hf. hafi ekki verið í samræmi við lög. Þetta kemur fram í meðfylgjandi áliti sem ráðuneytið hefur...

Svör Mosfellsbæjar um villidýrasafn

Þann 4. október sendu fulltrúar Íbúahreyfingarinnar spurningar varðandi villidýrasafn til bæjarráðs Mosfellsbæjar. Í dag bárust eftirfarandi svör: 1. Hvaða skuldbindingu hefur undirritun viljayfirlýsingarinnar í för með sér fyrir Mosfellsbæ? Engar aðrar en fram koma í...

Íbúahreyfingin krefst afsagnar stjórnar Eirar

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast. Í...

Ung vinstri græn álykta um píkusafn

Ung vinstri græn sem héldu landsfund um helgina ályktuðu með hugmynd Íbúahreyfingarinnar um píkusafn. Við þökkum stuðninginn! „vi. Píkusafn í Mosfellsbæ! Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Borgarfirði 5. - 7. október 2012, tekur undir hugmynd...

Erindi til bæjarráðs Mosfellsbæjar varðandi villidýrasafn

Mosfellsbæ 4. Október 2012 Erindi til bæjarráðs Mosfellsbæjar. Einnig sent á aðila sem eru í eða sitja fundi fræðslunefndar, menningarmálanefndar og þróunar- og ferðamálanefndar til upplýsingar. Á hátíðarbæjarstjórnarfundi hinn 9. ágúst 2012 var samþykkt að...

Píkusafn í Mosfellsbæ – Ályktun aðalfundar

Íbúahreyfingin hélt aðalfund sinn í kvöld, 25. september og var eftirfarandi ályktun samþykkt af þorra fundarmanna: Íbúahreyfingin hefur ákveðið að beita sér fyrir opnun Píkusafns – Vulva Museum - í Mosfellsbæ. Á sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar, í tilefni 25 ára...

Hver ber ábyrgð á einelti?

Ýma tröllastelpa er aðalpersónan í bók sem fjallar um einelti og er samin í því skyni að berjast gegn því. Bókinni hefur verið dreift í skóla landsins í 10 ár og Olweusar-verkefnið og Regnbogabörn, sem bæði berjast gegn einelti, hafa tekið þátt í dreifingu og notkun...

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar verður haldinn í Brekkunni, Álafossvegi 27, þriðjudaginn 25. september kl. 17.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir á aðalfundinn!

Bókun vegna ársreiknings Mosfellsbæjar 2011

Íbúahreyfingin lagði fram eftirfarandi bókun við ársreikning Mosfellsbæjar 2011 á fundi bæjarstjórnar hinn 11. apríl. Fundargerðina má sjá hér: http://mos.is/Stjornsysla/Lydraedi/Fundargerdir/ „Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar bókað: Mosfellsbær gefur út eina...

TÍMABIL

  • 2022
  • 2021
  • 2020
  • 2018
  • 2017
  • 2016
  • 2015
  • 2014
  • 2013
  • 2012
  • 2011
  • 2010

Pin It on Pinterest

Share This