Gunnlaugur Johnson

.

  • Sæti í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
  • Til vara í stjórn Íbúahreyfingarinnar frá 2015.

Ég heiti Gunnlaugur Johnson og sit í skipulagsnefnd fyrir Íbúahreyfinguna.  Ég er arkitekt og hef því mikinn áhuga á að náttúrulegt og manngert umhverfi okkar sé fagmannlega leyst til hagsbóta og ánægju fyrir alla. Mikil uppbygging á sér stað í Mosfellsbæ og margir freistast til að slá af eðlilegum kröfum um gæði hönnunar í hita leiksins. Ég tel mitt hlutverk í skipulagsnefndinni vera að nýta þekkingu mína og reynslu til að leiðbeina mönnum þegar að kappið er meira en forsjáin. Það kostar álíka mikið að byggja gott hús og vont og því ætti að hvetja menn til þess að vinna með hæfum og vandvirkum ráðgjöfum og hönnuðum fremur en fúskurum. Í upphafi skyldi endinn skoða.

Pin It on Pinterest

Share This