Úrsúla Jünemann

.

  • Sæti í umhverfisnefnd.

  • Varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.

  • Varamaður í stjórn Í.H. frá 2015.

Ég hef verið búsett í Mosfellsbænum frá 1983, allan tímann í litlu raðhúsi við Arnartanga. Ég er gift Guðjóni Jenssyni og eigum við 2 uppkomna syni. Í yfir 20 ár hef ég starfað sem kennari í Varmárskóla og einnig sem leiðsögumaður.
Fræðslu- og menningarmál tel ég vera mjög mikilvæg. Mestan áhuga hef ég þó á umhverfis- og náttúruverndarmálum og er ég sannfærð um að þau skipta mestu máli fyrir mannkynið í framtíðinni. Þess vegna tók ég sæti í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Íbúahreyfinguna. Ég hef tekið virkan þátt í íþróttastarfi, bæði sem keppandi og þjálfari og tók því líka að mér að vera varamaður Íbúahreyfingarinnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Ég ákvað að ganga til liðs við Íbúahreyfingin vegna þess að ég vil gjarnan hafa áhrif á hvernig lífið í Mosfellsbænum þróast. Mér finnst vanta gegnsæi í pólitíkina og tel að bærinn ætti að auðvelda íbúum að kynna sér ýmis mál og hafa áhrif. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo verði. Þess vegna er ég í pólitík.

Úrsúla er 63 ára kennari og leiðsögumaður. Hún er íþrótta- og myndlistakennari frá kennarafagskóla í Þýskalandi. Hún varð í leiðsögumannaskólanum veturinn 1986 og stundar nú nám í umhverfis- og náttúrufræði í LBHI á Hvanneyri.
Reynsla: Úrsúla hefur alltaf verið mjög pólitísk og fylgst vel með því sem er að gerast í þjóðfélaginu en hefur ekki tekið beinan þátt í pólitísku starfi áður.
Fjölskylduhagi: Gift Guðjóni Jenssyni. Þau eiga tvo uppkomna syni: Jens Bernward Guðjónsson, verkfræðingu rog Páll Helmut, rafvirkja.
Félagsstörf: Hefur þjálfað börn í blaki og þjálfar nú öldungalið í blaki.
Stefna og áherslur: Sem kennari eru skólamálin Úrsúlu mjög mikilvæg og allt verður að gera til þess að æskan fái gott veganesti út í lífið. Náttúruverndarmálin eru í dag mikilvægustu mál með framtíð mannkynsins í huga.
Íþrótta- og tómstundamál þurfa að þróast þannig að ekki einungis þeir fjárhagslega best settu geti leyft börnunum sínum að stunda sín áhugamál og þróa sína hæfileika.

Pin It on Pinterest

Share This