Jón Jóhannsson

.

  • Sæti í þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar

Jón er 59 ára glerlistamaður og garðyrkjubóndi. Hann stundaði nám í glerlist í California College of the Arts í San Fransisco og í West Surrey College of Art and Craft í Englandi á níunda áratugnum. Lengi bjó Jón í Nantes Frakklandi á vetrum þar sem hann stundaði glerlist og á Íslandi á sumrum þar sem hann byggði upp trjáræktarstöð sína að Mosskógum í Mosfellsdal. Jón er upphafsmaður bændamarkaðar að Mosskógum, sem fyrst var haldinn árið 1998, og rekinn er að sumri. Einnig hefur Jón byggt upp tjaldstæði að Mosskógum.
Fjölskylduhagir: Tvö uppkomin börn, Esja og Jóhann. Unnusta Jóns er Vala Ólafsdóttir.
Félagsstörf: Jón er félagi í taflfélaginu Stattu þig kóngur, situr í stjórn Víghóls félags dalbúa í Mosfellsdal og er stofnfélagi í knattspyrnufélaginu taðkvörn.
Helstu baráttumál. Jón hefur áhuga á umhverfis- og skipulagsmálum og vill beita sér fyrir auknu gagnsæi í stjórnsýslunni.
Á vefnum: http://mosskogar.is/ og https://www.facebook.com/mosskogar.johannsson.

Pin It on Pinterest

Share This