Jóhannes B. Eðvarðsson

.

  • Sæti í fjölskyldunefnd.

  • Sæti í íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.

Jóhannes er 48 ára húsasmíðameistari. Hann er með iðn og meistaranám í húsasmiði frá Tækniskóla Íslands og hefur verið sjálfstætt starfandi húsasmiður í 21 ár.
Fjölskylduhagir: Giftur tveggja barna faðir.

Síðustu fjögur ár hefur hann setið í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Jóhannes er mikill áhugamaður um tónleikahald á Álafossi og er forsprakki Músmos tónlistarhátíðarinnar sem þar er haldin ár hvert.
Jóhannes hefur sérstakan áhuga á því að bæjaryfirvöld fari eftir eigin samþykktum, eins og til dæmis aðalskipulagi, deiliskipulögum og Staðardagskrá 21. Oft eru góð áform viðruð á tyllidögum en minna verður um efndir.Jóhannes bendir á að nauðsynlegt sé að klára hin ýmsu smáverkefni sem eru ókláruð um allan bæ. Þar er um að ræða leikvelli, göngustíga og fleira. Hann hefur litla trú á stórum kosningaloforðum en vill að íbúakosningar verði notaðar í meira mæli þegar teknar eru ákvarðanir í Mosfellsbæ. Þá ætti bærinn að hvetja og aðstoða við stofnun íbúasamtaka í öllum hverfum bæjarins.

Pin It on Pinterest

Share This