Sigrún H. Pálsdóttir
.
- Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar
-
Fulltrúi i bæjarstjórn og bæjarráði,
-
Varamaður í fræðslunefnd Mosfellsbæjar.
Sigrún H. Pálsdóttir er 56 ára og sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri. Hún vinnur nú að því að stofna eigið fyrirtæki á sviði vistvænna starfshátta og umhverfisfræðslu og hlaut hún nýverið til þess styrk úr Atvinnumálasjóði kvenna.
Sigrún er með B.A. próf í heimspeki sem hún stundaði á Íslandi og í Belgíu. Hún lærði áður trúarbragðafræði, listasögu og fjölmiðlafræði í Þýskalandi þar sem hún bjó og starfaði í nær 10 ár. Hún er einnig menntaður leiðsögumaður og markþjálfi.
Sigrún starfaði þar til fyrir skömmu sem verkefnisstjóri hjá Landvernd. Störfin í gegnum tíðina hafa verið af margvíslegum toga allt frá verkefnisstjórn og vefstjórn til kynningar- og útgáfumála, ráðstefnu- og sýningahalds, menningar- og safnamála. Hún hefur einnig skipulagt ferðir um landið og leiðsagt erlendum ferðamönnum um perlur íslenskrar náttúru.
Sigrún hefur átt sæti í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar frá árinu 2010. Hún hefur einnig átt sæti í stjórnum hinna ýmsu samtaka s.s. Almannaheilla, Græna netsins, Varmársamtakanna og Íslendingafélagsins í Brüssel.
Helstu áhugamál Sigrúnar eru náttúruvernd, útivist og stjórnmál. Í gegnum tíðina hefur hún aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á náttúru og sögu Íslands, auk þess að setja sig inn í verkefni samtímans á sviði sjálfbærrar þróunar, skipulags- og umhverfismála, bæði í heimabyggð og á heimsvísu. Lýðræði og siðfræði hafa auk þess lengi verið Sigrúnu hugleikið.
Sigrún hefur búið í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin tíu ár. Hún ólst upp á Egilsstöðum og í Reykjavík og bjó einnig um árabil í Þýskalandi og Belgíu.
Sigrún er gift Eggerti Bjarna Ólafssyni lögmanni og eiga þau saman tvö börn, Margréti Þórhildi 14 ára og Pál Ragnar 17 ára.