Úrsúla Jünemann skipar 7. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar.

Úrsúla Jünemann skipar 7. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar.

Hildur Margrétardóttir skipar 3. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar.

Hildur Margrétardóttir skipar 3. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar.

Mosfellsbær er fallegur bær í örum vexti. Meðalaldur íbúa er frekar lágur og barnafjölskyldur virðast sækja hingað. Hér er gott og fjölbreytt umhverfi, þokkaleg þjónusta og öflug félags- og tómstundastarfsemi.
Nú er stutt í kosningar. Þeim flokkum sem bjóða fram hættir að lofa upp í ermina á sér. Svo mun koma tómarúm á eftir og enginn kannast við að hafa verið með fagurgala og fegrunartal í aðdraganda kosninganna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið allsráðandi í þrjú kjörtímabil. Á þeim tíma hefur margt gerst og hrunið hefur sjálfsagt sett strik í reikninginn á mörgum sviðum. Þrjú nýbyggingahverfi voru skipulögð á sínum tíma en kapp var meira en forsjá og stórhugurinn allsráðandi. Menn vildu helst – og vilja enn – selja dýrar lóðir undir stór einbýlishús sem fáir hafa efni á. Hvar eru litlu íbúðirnar á viðráðanlegu verði? Hvar er gott framboð á leiguhúsnæði í Mosfellsbænum?
Með ört vaxandi íbúafjölda hafa grunnskólarnir stækkað um of og eru orðnir að hálfgerðum „skrímslum“. Kennt og leiðbeint er í öllum skúmaskotum, á göngunum og í myglusæknum kjöllurum. Mötuneytisaðstæðurnar eru ófullnægjandi, þar er hvorki friður né næði til að borða og hávaðinn þannig að starfsmenn eru sumir með heyrnarhlífar. Heilsueflandi samfélag?
Með þeirri stefnu að hafa skóla án aðgreiningar fáum við nemendur í grunnskólana sem hafa mjög mismunandi getu og þarfir. Eitt barn með hegðunarörðugleika getur sett alla kennslu í fullskipuðum bekk í uppnám. Til þess að hvert barn fái kennslu við sitt hæfi þarf að vera tækifæri til að kenna í ólíkum og misstórum hópum. Þetta krefst meira rýmis, aukins mannskaps og fleiri sérfræðinga í skólana. Og þetta kostar!
Grunnskólamálin í Mosfellsbænum eru svona 10 árum á eftir í þróun. Fyrir löngu hefði átt að byrja á byggingu nýs grunnskóla en yfirvöld hafa sofið á verðinum. Skólamálin þurfa að vera í fyrsta sæti þegar kemur að fjárhagsáætlun, allt of lengi hefur verið sparað í þeim flokki. Allt hjal um gæluverkefni þarf að setja til hliðar. Það þarf að forgangsraða rétt. Hugmyndin um fjölnota íþróttahús sem nú er talað um í aðdraganda kosninganna er góð og gild og spennandi. En á meðan skólamálunum er ekki betur sinnt verða svona framkvæmdir að bíða.

Greinin birtist í blaði Íbúahreyfingarinnar 21. maí 2014

Pin It on Pinterest

Share This