Rjúfum kyrrstöðu í Mosfellsbæ!

Rjúfum kyrrstöðu í Mosfellsbæ!

Við fáum tækifæri til þess að kjósa og nýta lýðræðislegan rétt okkar á laugardag 26. maí. Í Mosfellsbæ eru átta listar í framboði og því mikilvægt að kjósendur kynni sér vel fyrir hvað þeir standa og hverju þeir eru líklegir til að áorka. Við í Íbúahreyfingunni og Pírötum teljum að það sé kominn tími á meiriháttar breytingar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Á kjörtímabilinu féll það í hlut Íbúahreyfingarinnar að veita meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna öflugt aðhald. Það gerðum við með vönduðu málefnastarfi og með því að beina sjónum að málaflokkum sem hafa verið aftast í forgangsröðinni frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í Mosfellsbæ 2002. Íbúahreyfingin hefur stutt öll góð málefni, án tillits til þess hvaðan þau komu. Við höfum sýnt festu og gert það sem við gátum til að opna umræðu um bæjarmál, oft í óþökk sitjandi meirihluta. Á kjörtímabilinu lét Samfylkingin lítið fyrir sér fara í bæjarstjórn, fylgdi meirihlutanum oft að málum eða sat hjá.

Frá árinu 2006 hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið einn á báti. Vinstri græn hafa treyst valdastöðu hans síðastliðin 12 ár, jafnvel þótt þess hafi ekki gerst þörf. Árið 2014 fékk Sjálfstæðisflokkur til dæmis hreinan meirihluta. Í stað þess að freista þess að mynda öfluga stjórnarandstöðu í þágu jafnræðishugsunar og velferðar ákváðu Vinstri græn að treysta völd Sjálfstæðisflokksins með auknum meirihluta.

Fyrir síðustu kosningar tjáðu fulltrúar Vinstri grænna kjósendum að þeir gengju óbundnir til kosninga. Önnur varð raunin. Þau segjast nú ganga óbundin til kosninga aftur. En sporin hræða. Sömu aðilar skipa efstu sæti á lista og erfitt að trúa öðru en að atkvæði greidd Vinstri grænum skili sér beint í stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur einkennt samstarf þessara flokka að Vinstri græn hafa gefið stefnumál sín eftir. Trúverðugleiki framboðsins er því nánast enginn.

Íbúahreyfingin vill rjúfa kyrrstöðuna sem einkennt hefur stjórnmál í Mosfellsbæ síðastliðin 16 ár. Það er lýðræðinu ekki hollt að sömu stjórnmálaöfl séu áratugum saman við stjórnvölinn. Þegar flokkar verða svo heimakærir að þeir aðgreini ekki lengur eigin hagsmuni frá hagmunum heildarinnar er komin þörf fyrir endurnýjun.

Við óskum eftir umboði ykkar á kjördag til að halda áfram að standa vörð um velferð og hagsmuni bæjarbúa. Kæru Mosfellingar setjið X við Í.

Heilsueflandi samfélag fyrir alla

Heilsueflandi samfélag fyrir alla

Íbúar í Mosfellsbæ eru stoltir af því að tilheyra heilsueflandi samfélagi þar sem lögð er á- hersla á að heilsa og líðan allra bæjarbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun. Heild- ræn nálgun er lykillinn að árangri en umhverfið getur haft jákvæð áhrif og stuðlað að heilsueflandi lífstíl. Að stuðla að betri heilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa er leiðarljós Mosfellsbæjar.

Aðbúnaður Aftureldingar

Regluleg hreyfing er lykilatriði til að viðhalda heilsu og hreysti. Í Mosfellsbæ eru margar leiðir til þess í gegnum íþróttafélögin Aftureldingu, hestamannafélagið, golfklúbbinn o.fl. Ungmennafélagið Afturelding er stærsti félagslegi vettvangur barna- og foreldrastarfs í Mosfellsbæ. Félagið býður upp á óvenju fjölbreytt úrval íþróttagreina fyrir börn og unglinga og ættu styrkir bæjarfélagsins til Aftureldingar að endurspegla það. Aðstöðuleysi hefur háð félaginu lengi og íþróttafólk orðið fyrir meiðslum sem má m.a. rekja til úreltra gólfefna sem ekki standast kröfur samtímans um aðbúnað barna og ungmenna í íþróttastarfi. Búningsklefarnir eru auk þess of fáir og hreinlætisaðstaðan ekki góð. Íþróttamiðstöðina hefur lengi sárlega vantað félagsaðstöðu þar sem iðkendur geta hist og haft samskipti. Ný og betri félagsaðstaða mun styrkja hjartað í Aftureldingu sem hef- ur veikst. Bygging hennar er löngu tímabær.

Íþróttir fyrir alla

Bæjarfélagið þarf að sinna betur stefnunni „íþróttir fyrir alla”. Alltof mörg ungmenni flosna upp úr starfi íþróttafélaga vegna þess að þau eiga ekki von á að komast í keppn- islið af því að þau eru „ekki nógu góð”. Afreksíþróttir geta einungis blómstrað á breið- um grunni með mörgum iðkendum. Börn sem byrja að stunda íþróttir horfa gjarnan upp til fyrirmynda sem eru komnar lengra. Þannig að almenn iðkun og keppnisíþróttir hald- ast í hendur. Þeir sem finna sig ekki í keppnisíþróttum eða þrekþjálfun þurfa að fá hvatningu til að stunda reglulega hreyfingu og útivist, óháð aldri. Það þarf að vera gaman að iðka íþróttir, bæði fyrir keppnisfólk og þá sem stunda þær til að njóta félagsskap- arins eða bæta heilsuna.

Íbúahreyfingin og Píratar leggja áherslu á að í yngri flokkum starfi vel menntaðir þjálf- arar sem eru vakandi fyrir einelti. Við viljum fá tíma í íþróttasölunum þar sem fólk á öllum aldri fær tækifæri til að leika sér og gjarnan foreldrar með börnum sínum. Það vant- ar einnig útileikvelli til að iðka blak, körfubolta, hjólabretti, botsía og alls konar aðrar þrautir. Ekki má gleyma eldra fólkinu sem fær sína

hreyfingu með daglegum gönguferðum. Þess vegna þarf að viðhalda útivistarstígum bæjarfélagins. Víða í bænum þarf að setja upp bekki til þess að unnt sé hvíla sig eftir þörfum hvers og eins. Á veturnar væri gott fyrir þann hóp að hafa aðgang að aðstöðu til hreyfingar innanhúss í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Í-listinn mun vinna að því að auka og bæta íþróttaaðstöðu bæjarfélagsins fyrir alla.

Vaxtarverkir í skólamálum

Vaxtarverkir í skólamálum

Fátt er okkur mikilvægara en að börnin okkar njóti góðrar menntunar og að þeim líði vel í skólanum en skólar í Mosfellsbæ njóta almennt virðingar. Leikskólarnir eru orðnir sjö, grunnskólarnir eru þrír og sá fjórði í byggingu í Helgafellslandi. Ör og óreglulegur vöxtur sveitarfélagsins hefur gert það að verkum að erfitt hefur reynst að áætla fjölda nemenda fyrirfram.

Varmárskóli er sá skóli sem liggur landfræðilega næst hverfunum sem eru í uppbyggingu. Fyrir vikið er Varmárskóli nú einn fjölmennasti grunnskóli landsins og stefnir fjöldinn hraðbyr í yfir níuhundruð nemendur. Mjög hefur þrengt að skólastarfinu og hafa foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum og kallað eftir fundum með skólastjórnendum og bæjaryfirvöldum.

Fyrir utan fjölda nemenda eru aðrir þættir sem þarf að taka á. Skólinn hef- ur mælst undir landsmeðaltali í samræmdum prófum í stöku greinum og aldurshópum og kvartað hefur verið undan agaleysi og einelti. Skortur er einnig á sérfræðiaðstoð og stoðkennslu fyrir börn með sérþarfir. Þessi atriði þarf að taka föstum tökum. Húsnæði skólans er komið til ára sinna og hefur heyrst að úttekt verkfræðistofu, sem ekki hefur skilað sér til fræðslu- nefndar, bendi til þess að mögulega þurfi að gera umfangsmiklar viðgerðir á skólabyggingum. Frekari skoðunar er þörf á aðbúnaði í Varmárskóla og býður það verkefni nýrrar bæjarstjórnar.

Fleira hefur sett svip sinn á skólastarf í Mosfellsbæ. Borið hefur á því að líðan barna og ungmenna fari versnandi í grunnskólum. Skólar í Mosfellsbæ hafa einnig komið misjafnlega vel út í könnunum PISA. Stærri sveitarfélög eins og Reykjavík hafa leitað eftir aðstoð erlendra sérfræðinga og mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands í þeim tilgangi að kryfja orsakir versnandi gengis grunnskóla á Íslandi í PISA og móta nýja menntastefnu. En ekkert verður gert án kennara! Óánægja grunnskólakennara með kjarasamninga, sem nú eru aftur opnir, leiddi til þess að skólar á landsvísu ákváðu að gera könnun á starfsumhverfi kennara, ásamt aðgerðaráætlun, svokallaðan Vegvísi. Sú vinna er ennþá í fullum gangi og mikið í húfi að vel takist til því atgervisflótti er í kennarastétt og lítil nýliðun í kennaranámi.

Í Mosfellsbæ er nauðsynlegt að endurskoða skólastefnu og gera áætlanir um uppbyggingu og viðhald skólamannvirkja og takast á við við þau vandamál sem nú eru til staðar. Okkur er ekki til setunnar boðið. Íbúahreyfingin og Píratar munu beita sér fyrir endurbótum á nýju kjörtímabili fái framboðið umboð kjósenda til að sitja áfram í bæjarstjórn.

Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúahreyfingin og Píratar í Mosfellsbæ bjóða alla velkomna á opinn íbúafund í Hlégarði fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00-22:00.

Við fáum góða gesti til að halda erindi á fundinum og Sigrún H. Pálsdóttir oddviti Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata fer yfir stöðu mála í Mosfellsbæ að þeim loknum.

Fundarstjóri er Benedikt Erlingsson, leikstjóri, sem skipar 5. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata.

Dagskrá:

Geta allir búið á Íslandi? Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Gegnsæi og ábyrg stjórnsýsla. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.

Hver er samfélagsleg skylda sveitarfélaga í velferðarmálum? Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.

Höfum hátt og hvað svo? Er þöggunarmenningin á undanhaldi? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

Hver er staða fatlaðs fólks á Íslandi?Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Pírata í Reykjavík.

Við hvetjum til umræðu og fyrirspurna.

Allir eru velkomnir!

Prenta: Dagskrá Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Pin It on Pinterest