Nýr formaður

Nýr formaður

Hildur Margretardottir 3 saetiHildur Margrétardóttir var kosin formaður stjórnar Íbúahreyfingarinnar á aðalfundi 26. janúar. Aðrir í stjórn eru Jón Sævar Jónsson gjaldkeri, Hjördís Arnardóttir Bjartmars ritari, Kristín I Pálsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Í varastjórn eru Gunnlaugur Johnson og Úrsúla Jünemann. Hildur er myndlistarmaður og kennari, ásamt því að leggja stund á stjórnunarnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands og uppeldis- og kennslufræði Rudolfs Steiners við Waldorfháskólann í Stokkhólmi.

Hildur tekur við góðu búi af Birtu Jóhannesdóttur sem verið hefur formaður Íbúahreyfingarinnar frá árinu 2011. Á fundinum voru samþykktar breytingar á samþykktum Íbúahreyfingarinnar, sjá hér.

Hildur er einn af stofnendum Íbúahreyfingarinnar og á hún sæti í fræðslunefnd og menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.

Netfang nýs formanns er: hildur@hildur.com

Aðalfundur

Aðalfundur

IMG_2523Stjórn Íbúahreyfingarinnar mun halda aðalfund í Fiskabúrinu í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 26. janúar kl. 16.00-18.00. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn í síðasta lagi 18. janúar. Sjá samþykktir á vef hér
Á fundinum verður ný stjórn kjörin og eru þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram eða þekkja einstaklinga með ástríðu fyrir pólitík beðnir að senda stjórn uppástungur fyrir fundinn.
Netfang: ibuahreyfingin@gmail.com

Pin It on Pinterest