Af því bara ekki reglur um styrki

Skv. upplýsingum sem Íbúahreyfingin óskaði eftir á síðasta bæjarráðsfundi eru reglur um úthlutun styrkja af skornum skammti í Mosfellsbæ. Engar almennar reglur eru í gildi og regluraðeins 2 fagnefndir hafa samið sér reglur og viðmið um styrkveitingar.
Nú er það svo að sveitarfélaginu berast ógrynni af styrkbeiðnum af ýmsum toga árið um kring og sama gildir um önnur sveitarfélög. Til að auðvelda vinnslu umsókna hafa mörg hver komið sér um skipulagi, þ.e. samið viðmið og útbúið sérstök eyðublöð sem auðvelt er að lesa úr. Það gefur auga leið að ákveðin umgjörð utan um umsóknarferlið auðveldar alla úrvinnslu og ekki að ástæðulausu að ríki og fjöldamörg sveitarfélög hafi unnið að því að bæta verklagið.
En á því máli eru fulltrúar D- og V-lista í Mosfellsbæ ekki og felldu þeir því þá tillögu Íbúahreyfingarinnar að sveitarfélagið mótaði reglur um úthlutun styrkja. Rökin sem meirihlutinn færði fyrir því voru í aðalatriðum að það væri ómögulegt að semja reglur um alla hluti og þær reglur sem um þessar tvær nefndir giltu væru bara alveg nóg.
Það kom svo strax í ljós í máli oddvita D-lista að rökin stóðust ekki skoðun þegar hann sagði að ómögulegt væri t.d. að gera sér grein fyrir til hvaða nefndar hefði átt að senda styrkumsóknina sem var til afgreiðslu. Eins og Íbúahreyfingin benti honum réttilega á hefði besta leiðin til að greiða úr þeim vanda verið að styðjast við umræddar verklagsreglur. Svo einfalt er það.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar snýst ekki síst um að tryggja jafnræði umsækjenda og koma í veg fyrir handahóf og vildarvinapólitík við úthlutun styrkja. Það þarf að standa lýðræðislega að úthlutun og því mikilvægt að fagnefndir, ekki einstöku aðilar sjái um afgreiðslu styrkja.

Snúast góðir stjórnarhættir ekki einmitt um þetta:  trúverðugleika, jafnræði og fagmennsku þegar kemur að úthlutun fjár úr sameiginlegum sjóðum Mosfellsbæjar?

Eins og að ofan greinir felldu D- og V-listi tillöguna en S-listi sat hjá.

Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær fari að dæmi Reykjavíkurborgar o.fl. og móti almennar reglur um úthlutun styrkja, auk þess sem fagnefndum verði falið að gera slíkt hið sama á grundvelli þeirra.
Á síðasta bæjarráðsfundi spurðist ég fyrir um reglur Mosfellsbæjar um úthlutun styrkja. Svar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs bendir til að þar sé úrbóta þörf.
Í þessu máli er framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afgreiða styrkbeiðni án samráðs við fagnefnd eða úthlutunarnefnd sem reyndar þyrfti að stofna til að búa styrkveitingum rétta umgjörð.
Sá sem hér óskar eftir styrk er vel að honum kominn eftir allt það sjálfboðaliðastarf sem hann hefur unnið í þágu barna í Mosfellsbæ.
Að mati Íbúahreyfingarinnar verður engu að síður að gæta jafnræðis og skapa styrkveitingum trúverðuga umgjörð sem tekur af öll tvímæli um handahóf og vildarvinapólitík.

Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar

Tenglar á styrki sem D- og V-listi minntust á í bókun:

Reglur um Lista- og menningarsjóð 

Reglur um Þróunar- og nýsköpunarverðlaun Mosfellsbæjar

Pin It on Pinterest