Sjúkrahúsmál aftur á dagskrá bæjarráðs

Sjúkrahúsmál aftur á dagskrá bæjarráðs

Einkasjúkrahús var aftur til umræðu á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í dag. Á fundi bæjarstjórnar 17. ágúst sl. hafði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gagnrýnt ákvörðun fulltrúa D- og S-lista í bæjarráði um að úthluta huldumönnum lóð undir sjúkrahúsið án þess að afla nauðsynlegra upplýsinga um getu þeirra og hæfi til að ráða við slíkt verkefni. Frá athugasemdum Íbúahreyfingarinnar var greint í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Nú virðist sem fulltrúar S-lista hafi séð að sér og tillaga þeirra þess efnis að “ábyrgur aðili s.s. endurskoðandi bæjarins” verði fenginn til að kanna stöðu og fjárfestingasögu þeirra aðila sem hyggjast standa fyrir byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ var tekin fyrir á fundinum í morgun.

Bæjarstjóri hefur núþegar undirritað samninginn og telur Íbúahreyfingin að skaðinn sé því skeður, eins og fram kemur í eftirfarandi bókun:

“Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar furðar sig á að fulltrúi S-lista skuli á fundi bæjarráðs 21. júlí hafa gefið samþykki sitt fyrir úthlutun lóðar undir einkasjúkrahús í Mosfellsbæ, án þess að fyrir ráðinu lægi áreiðanleikakönnun á hæfi og fjárhagslegum burðum umsækjenda. Tillaga um að kanna stöðu þeirra og fjárfestingarsögu nú er of seint fram komin þar sem bæjarstjóri hefur núþegar gengið frá samningi um úthlutun lóðanna. 

Íbúahreyfingin telur að skaðinn sé núþegar skeður og eðlilegasta framhald þessa máls að bæjarráð taki vinnubrögð sín við úthlutun lóða sveitarfélagsins til skoðunar.”

Úthlutun lóðar undir einkasjúkrahús – ræða í bæjarstjórn

Úthlutun lóðar undir einkasjúkrahús – ræða í bæjarstjórn

  bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn 17. ágúst 2016
Í dag kemur bæjarstjórn í fyrsta sinn saman eftir viðburðaríkt sumarfrí en á meðan á því stóð tóku fulltrúar D- og S-lista í bæjarráði þá ákvörðun að úthluta mönnum sem skv. fréttum virðast ekki eiga mikið undir sér samtals hundrað og tuttugu þúsund m2 af landi í eigu Mosfellsbæjar í þeim tilgangi að reisa einkasjúkrahús og -hótel með þyrlupalli í Reykjahverfi.
Réttur til veðsetningar
Úthlutuninni fylgir réttur til veðsetningar og kaupa á lóðunum. Þess ber að geta að handhöfum leyfist að veðsetja bæði lóðirnar, að fengnu leyfi Mosfellsbæjar, og líka kaupréttinn. Engin grein er gerð fyrir því í leigusamningi hvaða skilyrðum leyfi bæjarins fyrir veðsetningu verður háð og óskar Íbúahreyfingin eftir útskýringu á því.
Gatnagerðargjöld
Skv. leigusamningi tekur Mosfellsbær yfir 50% af gatnagerðargjaldi en skv. reglum um gatnagerðargjöld miðast það við 15% af byggingarkostnaði á m2. Byggingin verður þrjátíuþúsund m2 og er áætlað að hún kosti fullgerð um fimmtíu milljarða króna. Ekki er hægt að lesa út úr samningnum hvað verður um gatnagerðargjaldið ef handhafi lóðanna nýtir kaupréttinn en við það fellur leigusamningur sjálfkrafa úr gildi. Getur verið að Mosfellsbær þurfi að því tilefni að draga gatnagerðargjaldið frá?
Í minnisblaði bæjarstjóra er talað um greiðslu upp á 450 milljónir króna. Hvernig er sú tala fengin miðað við ofangreindar forsendur, þ.e. þrjátíuþúsund m2 byggingu og fimmtíu milljarða króna byggingarkostnað?
Það er almenn stefna sveitarfélaga á Íslandi að selja ekki lóðir. Hvers vegna var breytt út af þeirri reglu? Getur verið að það skapi fordæmi sem gerir sveitarfélaginu erfitt fyrir síðar?
Grundvöllur lóðaverðs
Skv. kaupsamningi er söluverð hverrar lóðar fyrir sig einungis áttatíu og fjórar milljónir, þ.e. samtals hundrað sextíu og átta milljónir en um er að ræða samtals hundrað og tuttugu þúsund m2. Engin gögn liggja þessari upphæð til grundvallar og óskar Íbúahreyfingin eftir útskýringum á því hvernig hún er fengin.
Skýrsla heilbrigðisráðherra um lækningar yfir landamæri frá 2010
Enginn rökstuðningur fylgdi ákvörðun um að úthluta lóðunum undir sjúkrahús. Hefur rekstur einkasjúkrahúss fyrir erlenda auðkýfinga einhvers staðar gengið upp? Íbúahreyfingin hefði talið eðlilegt að bæjarráð hefði haft skýrslu heilbrigðisráðherra, Álfheiðar Ingadóttur, frá 2010 um lækningar yfir landamæri til hliðsjónar en þar er einmitt rætt um Primacare. Þar kemur fram að reynslan hafi sýnt að sjúkrahúsrekstur sé tryggastur á heimamarkaði og ekki óalgengt að þjónusta við erlenda sjúklinga sé takmörkuð við 5-10%. Hefði ekki verið skynsamlegt að hafa skýrsluna til hliðsjónar?
Á skjön við úthlutunarreglur
Þar sem ekkert mat fór fram á greiðslugetu umsækjanda er samningurinn ekki í takt við úthlutunarreglur Mosfellsbæjar gr. 2.2.3. Hvernig útskýrir bæjarstjóri það?
Úthlutunarreglur Mosfellsbæjar “2.2.3 Lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram mat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun ásamt greinargerð umsækjanda sjálfs um að viðkomandi geti staðið undir þeirri fjárfestingu sem áætluð er og tilgreind í auglýsingu.”
Undirbúningur í skötulíki
Það er sama hvar drepið er niður fæti. Hver einasti þáttur þessa máls gefur tilefni til að ætla að þeir sem drifu málið í gegn hafi sett leikreglur lýðræðisins aftast í forgangsröðina. Tímahrak, leynd, ógagnsæi, skortur á upplýsingum, samráði og faglegri undirbúningsvinnu einkennir allt þetta ferli.
Fyrst ber að nefna að málið skuli hafa verið sett á dagskrá bæjarráðs í sumarfríi bæjarstjórnar en þar hafa einungis D- og S-listi atkvæðisrétt. Þar sem umsækjendur þurfa ekki að skila inn viðskiptaáætlun fyrr en 1. desember 2017 er ljóst að ekkert var því til fyrirstöðu að bera málið undir fjölskipaða bæjarstjórn þremur vikum síðar.
Annað atriði er að samningarnir þrír voru lagðir fyrir bæjarráð á erlendu tungumáli og orðaforðinn sértækur. Samningarnir eru á ensku sem alls ekki er á hvers manns færi að skilja. Samanlagt eru þeir á þriðja tug blaðsíðna. Samantekt starfsmanns á íslensku var hins vegar einungis ein og hálf A4 síða. Ef rétt hefði verið staðið að málum hefði löggiltur skjalaþýðandi verið fenginn til að þýða samningana fyrir bæjarráðsfundinn og óskar Íbúahreyfingin hér með eftir að það verði gert, ekki bara fyrir bæjarfulltrúa heldur íbúa.
Þriðja þáttur þessa máls var að bæjarráð fékk innan við tvo sólarhringa til að kynna sér drög að samningunum (19. júlí kl. 17:42). Kynningarfundur 19. júlí kl. 15:00 með umsækjendum var auk þess boðaður með innan við sólarhrings fyrirvara (18. júlí 16:32). Það fundarboð fór framhjá mér.
Fjórða atriðið er að engin gögn fylgdu málinu sem bentu til forvinnu af neinu tagi. Engin áreiðanleikakönnun var gerð á því hvort um væri að ræða aðila sem væru traustsins verðir; engin greinargerð viðskiptabanka um fjárhagslega burði þeirra til að ráðast í verkefni af stærðargráðunni 50 milljarðar króna; engir útreikningar á arðsemi verkefnisins fyrir Mosfellinga; engar upplýsingar um umhverfisáhrif; ekkert samráð við heilbrigðisyfirvöld, heldur ekki íbúa og engin fagleg álit stjórnsýslustofnana. Lýðræðislegum stjórnsýsluþætti undirbúnings var hreinlega sleppt, ekki einu sinni gengið úr skugga um hvort Burbanks Capital, sem í minnisblaði bæjarstjóra er sagt eiga stærstan hlut í MCPB ehf., sé á skrá yfir félög hjá viðskiptaráði Hollands, sem það er ekki. Reyndar segir í umsókn Hendriks E. Middedorps að aðaleigandinn sé Burbanks Holding BV. Bæjarstjóra og nýbökuðum lóðarhafa ber því ekki saman um hver aðaleigandinn er. Fyrir utan ruglinginn varðandi eignarhaldið og leyndina sem yfir fjármögnuninni hvílir virðast báðir hluthafarnir í MCPB ehf. Burbanks Holding BV og Henri Mittedorp vera til húsa í sömu byggingu í Eindhoven í Hollandi en þess ber að geta að í húsinu, sem ekki er stórt í sniðum, eru tvöhundruð þrjátíu og átta skráð félög.
Er þessi aðdragandi traustvekjandi? Nei, hann er það ekki vegna þess að allar helstu leikreglur lýðræðissamfélagsins hafa verið fótum troðnar og miklum hagsmunum Mosfellinga og reyndar samfélagsins alls stefnt í voða fyrir órökstudda draumsýn um gull og græna skóga úr vösum erlendra auðkýfinga.
Réttur íbúa til upplýsinga
Upplýsing er ein helsta forsenda lýðræðisins. Íbúar þessa lands eiga rétt á því að fá að vita á grundvelli hvaða upplýsinga kjörnir fulltrúar taka sínar ákvarðanir. Það er liður í lýðræðinu að þeir byggi þær á þekkingu og gæti jafnræðis þegar gæðum samfélagsins er skipt. Það er háttur einræðisherra skauta framhjá þessu. Erum við virkilega stödd á þeim stað?
Samningurinn sjálfur
Við lestur samningsins vaknar grunur um að þessir aðilar hafi ekki fjármagn til að greiða gatnagerðargjöld nema að þeir fái leyfi til að veðsetja landið. Landið er líklega það verðmikið að þeir geta líka tekið lán út á það til að fjármagna kostnað við að gera það byggingarhæft. Að því loknu geta þeir veðsett kaupréttinn.Samningurinn bendir til þess að þetta séu aðilar með hafa hugmynd en lítið sem ekkert eigið fé. Það má teljast með öllu óábyrgt af bæjarráði að afhenda óþekktum, erlendum aðilum verðmætar eignir sveitarfélagsins. Sá möguleiki er raunverulegur að landið komist í hendur þriðja aðila í gegnum veðsetningar og að sá aðili vilji síðan koma landinu í verð fyrir sem mestan pening, án tillits til hagsmuna sveitarfélagsins. Það gengur þvert á stefnu sveitarfélaga að selja land sem þau eiga.
Þessi samningur verður ekki skilinn öðruvísi en sem atvinnuþróunaraðstoð Mosfellsbæjar við aðila sem bæjarráð veit ekki hverjir eru og hafa ekki sýnt fram á að hafi neitt eigið fé, hvað þá trúverðugleika eða burði til að standa í framkvæmdum upp á 50 milljarða. Í því sambandi vekur athygli að þeir þurfa ekki að framvísa viðskiptaáætlun fyrr en 1. desember 2017.
Hér er um að ræða dýrmætt land í eigu Mosfellsbæjar sem látið er af hendi gegn vægu verði og fyrir starfsemi sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar og stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar átelur þau vinnubrögð fulltrúa D- og S-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar harðlega að hafa í sumarfríi bæjarstjórnar úthlutað óþekktum aðilum í trássi við eðlilega verkferla samtals hundrað og tuttugu þúsund m2 af landi Mosfellsbæjar til eignar undir þrjátíu þúsund m2 einkasjúkrahús og -hótel með þyrlupalli.
Handhöfum leyfist að veðsetja lóðirnar að fengnu óskilgreindu leyfi Mosfellsbæjar og líka kaupréttinn.
Engin gögn fylgdu málinu sem bentu til forvinnu af neinu tagi; engin áreiðanleikakönnun var gerð á því hvort um væri að ræða aðila sem væru traustsins verðir; engin greinargerð viðskiptabanka um fjárhagslega burði þeirra til að ráðast í verkefni af stærðargráðunni 50 milljarðar króna; engir útreikningar á arðsemi verkefnisins fyrir Mosfellinga; engar upplýsingar um umhverfisáhrif; ekkert samráð við heilbrigðisyfirvöld, heldur ekki íbúa og engin fagleg álit stjórnsýslustofnana. Lýðræðislegum stjórnsýsluþætti undirbúnings var hreinlega sleppt.
Við lestur samningsins vaknar grunur um að þessir aðilar hafi ekki fjármagn til að greiða gatnagerðargjöld nema að þeir fái leyfi til að veðsetja landið. Landið er líklega það verðmikið að þeir geta líka tekið lán út á það til að fjármagna kostnað við að gera það byggingarhæft. Að því loknu geta þeir veðsett kaupréttinn.
Samningurinn bendir til þess að þetta séu aðilar með hafa hugmynd en lítið sem ekkert eigið fé. Það má teljast með öllu óábyrgt af bæjarráði að afhenda óþekktum, erlendum aðilum verðmætar eignir sveitarfélagsins. Sá möguleiki er raunverulegur að landið komist í hendur þriðja aðila í gegnum veðsetningar og að sá aðili vilji síðan koma landinu í verð fyrir sem mestan pening, án tillits til hagsmuna sveitarfélagsins. Það gengur þvert á stefnu sveitarfélaga að selja land sem þau eiga.
Þessi samningur verður ekki skilinn öðruvísi en sem atvinnuþróunaraðstoð Mosfellsbæjar við aðila sem bæjarráð veit ekki hverjir eru og hafa ekki sýnt fram á að hafi neitt eigið fé, hvað þá trúverðugleika eða burði til að standa í framkvæmdum upp á 50 milljarða. Í því sambandi vekur athygli að þeir þurfa ekki að framvísa viðskiptaáætlun fyrr en 1. desember 2017.
Hér er um að ræða dýrmætt land í eigu Mosfellsbæjar sem látið er af hendi gegn vægu verði og fyrir starfsemi sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar og stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.
Sigrún H Pálsdóttir
bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar
S. 866 9376
Viðbætur. 1. Á fundinum í gær gerði ég að sérstöku umræðuefni hvernig staðið var að málum í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 en endurskoðun fór fram á sama tíma og verið var að gera samninga við Primacare sem er sambærilegt verkefni. Undirrituð var þá fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd og gerði ásamt fulltrúa M-lista alvarlegar athugasemdir við staðarval en sjúkrahúsið verður í útjaðri íbúabyggðar á jarðhitasvæðinu við Sólvelli. Einnig gerði ég athugasemdir við að ekki væri fjallað nánar um sjúkrahús Primacare í greinargerð með aðalskipulagi og heldur ekki gerð grein fyrir áhrifum þess í umhverfisskýrslu aðalskipulags. Þessi athugasemd kom inn á borð skipulagsnefndar á þessum tíma fyrir mína tilstilli og var rædd þar en ekki samþykkt að gera neitt í málinu.
2.” Í greinargerð með aðalskipulagi segir á bls. 38 undir heilbrigðisstofnanir: Sunnan Sólvalla er skilgreint 6,2 ha svæði fyrir þjónustustofnanir (322-S). Þar er áformað að setja á stofn sjúkrahús og hótel ásamt annarri starfsemi af svipuðum toga.” Þetta er allt og sumt.
Íbúahreyfingin um einkasjúkrahús – bókun í bæjarstjórn

Íbúahreyfingin um einkasjúkrahús – bókun í bæjarstjórn

Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar átelur þau vinnubrögð fulltrúa D- og S-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar harðlega að hafa í sumarfríi bæjarstjórnar úthlutað óþekktum aðilum í trássi við eðlilega verkferla samtals hundrað og tuttugu þúsund m2 af landi Mosfellsbæjar til eignar undir þrjátíu þúsund m2 einkasjúkrahús og -hótel með þyrlupalli.
Handhöfum leyfist að veðsetja lóðirnar að fengnu óskilgreindu leyfi Mosfellsbæjar og líka kaupréttinn.
Engin gögn fylgdu málinu sem bentu til forvinnu af neinu tagi; engin áreiðanleikakönnun var gerð á því hvort um væri að ræða aðila sem væru traustsins verðir; engin greinargerð viðskiptabanka um fjárhagslega burði þeirra til að ráðast í verkefni af stærðargráðunni 50 milljarðar króna; engir útreikningar á arðsemi verkefnisins fyrir Mosfellinga; engar upplýsingar um umhverfisáhrif; ekkert samráð við heilbrigðisyfirvöld, heldur ekki íbúa og engin fagleg álit stjórnsýslustofnana. Lýðræðislegum stjórnsýsluþætti undirbúnings var hreinlega sleppt.
Við lestur samningsins vaknar grunur um að þessir aðilar hafi ekki fjármagn til að greiða gatnagerðargjöld nema að þeir fái leyfi til að veðsetja landið. Landið er líklega það verðmikið að þeir geta líka tekið lán út á það til að fjármagna kostnað við að gera það byggingarhæft. Að því loknu geta þeir veðsett kaupréttinn.
Samningurinn bendir til þess að þetta séu aðilar með hafa hugmynd en lítið sem ekkert eigið fé. Það má teljast með öllu óábyrgt af bæjarráði að afhenda óþekktum, erlendum aðilum verðmætar eignir sveitarfélagsins. Sá möguleiki er raunverulegur að landið komist í hendur þriðja aðila í gegnum veðsetningar og að sá aðili vilji síðan koma landinu í verð fyrir sem mestan pening, án tillits til hagsmuna sveitarfélagsins. Það gengur þvert á stefnu sveitarfélaga að selja land sem þau eiga.
Þessi samningur verður ekki skilinn öðruvísi en sem atvinnuþróunaraðstoð Mosfellsbæjar við aðila sem bæjarráð veit ekki hverjir eru og hafa ekki sýnt fram á að hafi neitt eigið fé, hvað þá trúverðugleika eða burði til að standa í framkvæmdum upp á 50 milljarða. Í því sambandi vekur athygli að þeir þurfa ekki að framvísa viðskiptaáætlun fyrr en 1. desember 2017.
Hér er um að ræða dýrmætt land í eigu Mosfellsbæjar sem látið er af hendi gegn vægu verði og fyrir starfsemi sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar og stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.

Bókunin var gerð á 676. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 17. ágúst 2016.

Sigrún H Pálsdóttir
bæjarfulltrúi
S. 866 9376

Einkasjúkrahús og endurskoðun aðalskipulags á síðasta kjörtímabili 

Einkasjúkrahús og endurskoðun aðalskipulags á síðasta kjörtímabili 

Í yfirlýsingum D-, S- og V-lista um úthlutun bæjarráðs á lóð undir einkasjúkrahús og -hótel í Reykjahverfi í Mosfellsbæ er því haldið fram að um einfalda endurúthlutun á lóðinni hafi verið að ræða. Bæjarráðsmenn hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut sem eigi rætur að rekja til endurskoðunar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili. En því fer fjarri.
Á síðasta kjörtímabili fór fram endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Á sama tíma var tekin ákvörðun um að úthluta lóð undir liðskiptasjúkrahús í nafni Primacare. Ef eðlilega hefði verið staðið að málum hefði umræða verið tekin við íbúa í tengslum við endurskoðunina og umsagna leitað hjá fagaðilum en svo var ekki. Eina vísbendingin um þessa stóru framkvæmd í greinargerð með aðalskipulagi er ein setning á blaðsíðu 38 og afmarkaður reitur á uppdrætti sem á stendur þjónustustofnun. Engin bein umfjöllun var um sjúkrahúsið og allt sem því fylgir og þótt eftir því hafi verið kallað var ekki gerð grein fyrir áhrifum þess í umhverfisskýrslu með aðalskipulaginu. Hvorki samráðsferli né faglegu umsagnarferli var lokið og sú skýring fulltrúa D-, S- og V-lista að einvörðungu hafi verið um endurúthlutun að ræða því beinlínis röng.

Athugasemdir við endurskoðað aðalskipulag 2011 til 2030 í umhverfisnefnd

Undirrituð átti sæti í umhverfisnefnd á síðasta kjörtímabili og gerði ég ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur alvarlegar athugasemdir við skipulagið í ítarlegri greinargerð. Formaður umhverfisnefndar Bjarki Bjarnason fulltrúi V-lista tók sér það vald að neita að ræða tillögur okkar í nefndinni  og flétta inn í umsögn nefndarinnar til skipulagsnefndar. Þrátt fyrir það voru þær ræddar í skipulagsnefnd en hlutu ekki samþykki meirihlutans í nefndinni.
Athugasemdirnar sem við gerðum lutu m.a. að óheppilegri staðarsetningu liðskiptasjúkrahúss, fjarri alfaraleið í friðsælu íbúðahverfi og vöntun á umfjöllun um umhverfisáhrif þess í umhverfisskýrslu aðalskipulagsins.

Engin vilji var hjá fulltrúum D- og V-lista til að stofna til umræðu um þessa stóru ákvörðun meðal íbúa og fulltrúum S-lista til vansa að leggja þeim lið í þessum blekkingarleik. Umræðuna við íbúa verður og á enn eftir að taka, þrátt fyrir að nú sé búið að taka ákvörðun að þeim forspurðum í annað sinn.

Breytingatillögur okkar Sigrúnanna í greinargerð um aðalskipulagið:

I.  Almennar athugasemdir
Mikil áhersla er lögð á skipulag bílaumferðar í drögunum. Það sama má segja um umferðarskipulag og aðra þætti skipulags: Það þarf að byggja á traustum upplýsingagrunni. Hann er ekki fyrir hendi í drögunum. Áhersla er lögð á að akstursleiðir séu stuttar en staðsetning sjúkrahúss á Sólvöllum, svo áberandi dæmi sé tekið, gengur þvert á þessa stefnu. Sjúkrahúsið liggur utan alfaraleiðar og kallar á langar akstursleiðir fyrir starfsfólk, aðföng og sjúklinga. Umferð sem af langri akstursleið hlýst veldur hávaða‐ og loftmengun og aukinni slysahættu í íbúðabyggð. Þjónusta er lítil sem engin í Reykjahverfi sem leiðir til enn meiri umferðar bíla til og frá sjúkrahúsinu en ella. Fallegu dalverpi sem er rómað fyrir að vera ákjósanlegt útivistarsvæði er fórnað með lagningu stofnbrautar eftir endilöngu Reykjahverfi. Um stofnbrautina er ekkert fjallað í greinargerð með nýju aðalskipulagi og á hana er ekki minnst í umhverfisskýrslu. Úr þessu er brýnt að bæta.

II. Íbúðabyggð/blönduð byggð
Móta þarf mun skýrari stefnu um blöndun byggðar. Í aðalskipulagi er tekið fram að starfsemi fyrirtækja eigi ekki að valda íbúum ónæði og spilla umhverfi. Það gefur því auga leið að ekki ætti að reisa fyrirtæki sem kalla á mikla bílaumferð í íbúðarbyggð, sbr. heila sjúkrastofnun í dalbotni Reykjahverfis. Staðsetning stofnunarinnar er skipulagslega séð afar óskynsamleg þar sem hún er staðsett (1) utan alfaraleiðar, (2) mikill kostnaður hlýst af vegagerð, auk þess sem (3) leggja á stofnbrautina yfir hverasvæðið á Sólvöllum en það nýtur verndar skv. náttúruverndarlögum. Mosfellsbæ er því skylt að leita umsagnar Umhverfisstofnunar/Náttúrufræðistofnunar.
Stofnbraut á þessu svæði á auk þess eftir að rýra mikið gæði umhverfisins til framtíðar. Ónæði vegna umferðar í íbúðabyggð verður ennfremur mikið á nokkurra kílómetra kafla. Í ljósi þessa óska fulltrúar Samfylkingarinnar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd eftir óháðri fræðilegri úttekt á því hvaða áhrif sjúkrastofnun í Reykjahverfi mun hafa á umhverfi og lífsgæði íbúa hverfisins.
Greinargerðin er fylgiskjal með fundargerð umhverfisnefndar 17. mars 2011.

Sigrún H Pálsdóttir
bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar
S. 866 9376

Pin It on Pinterest