2015 innan seilingar

aramotakvedja2015Við óskum Mosfellingum öllum gleði og gæfu á nýju ári og þökkum ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða.

Áramótaheit Íbúahreyfingarinnar er nokkuð augljóst, þ.e. að halda ótrauð áfram að vinna í þágu íbúa á vettvangi bæjarmála á árinu 2015. 🙂

Innviðina fyrst, áhugamálin svo!

öndÍ byrjun desember samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar fjárhagsáætlun næsta árs. Ljóst er að fjárhagurinn er knappur og skuldir sveitarfélagins yfir 120% af heildartekjum og því ekki úr miklu að moða en samt. Þegar staðan er erfið skiptir öllu að forgangsraða eftir samfélagslegu vægi verkefna og láta gæluverkefnin bíða.  Í kjölfar heimsókna bæjarráðs í fyrirtæki og stofnanir bæjarins lagði Íbúahreyfingin því fram breytingatillögur sem ganga út á verkefni sem þarf að fara í og þjóna hagsmunum heildarinnar. (more…)

Ræða í tilefni fjárhagsáætlunar 2015

 Íbúahreyfingin lagði fram breytingatillögu við fjárhagsáætlun 2015 – 2018 í bæjarráði 30. október sl. Við tókum í upphafi þann pól í hæðina að taka mið af því sem við yrðum áskynja í heimsóknum bæjarráðs í stofnanir og fyrirtæki Mosfellsbæjar nú um miðjan nóvember. Tillögur Íbúahreyfingarinnar eru því að hluta afrakstur samtals við starfsmenn sveitarfélagsins. Nokkrar af þessum tillögum hafa verið ræddar áður í nefndum og ráðum og sumar jafnvel verið samþykktar í bæjarstjórn. Þessum verkefnum hefur hins vegar ekki fylgt fjármagn og gerir Íbúahreyfingin að tillögu sinni að bæjarstjórn bæti núr úr því .
Við í Íbúahreyfingunni settum í forgang að byggja upp innviði sveitarfélagsins og gera Mosfellsbæ með því að betri bæ til að búa í. (more…)

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar

Aðalfundur Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ verður haldin 30. des kl 20:00 n.k í Reykjadal, Mosfellsdal.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundastörf.

Uppfært 29. desember 2014. Aðalfundinum hefur verið frestað, nýtt fundarboð verður sent fljótlega.

Pin It on Pinterest