Íbúahreyfingin skipar í nefndir

Í megin áherslum Íbúahreyfingarinnar fyrir kosningar kemur fram að ráða eigi fólk í nefndir á faglegum forsendum. Í samræmi við það auglýsti Íbúahreyfingin eftir fagfólki í nefndarstörf og óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.

Greinilegt er að nóg er af hæfu fólki sem vill starfa fyrir sveitarfélagið sitt sem kemst ekki að vegna þess að það skortir tengsl við stjórnmálaflokk. Einnig er fólk á listanum sem hefur starfað með stjórnmálaflokkum en sér hér tækifæri til að taka þátt í þeim breytingum sem við í Íbúahreyfingunni, og greinilega stór hluti kjósenda, telur þörf á að gera í stjórnsýslunni.

Nú höfum við lokið við að raða niður í þau sæti sem Íbúahreyfingin mannar í nefndum Mosfellsbæjar og erum við afskaplega stolt og ánægð með þann lista sem við leggjum fram:

Fjölskyldunefnd
Áheyrnarfulltrúi; Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur og varamaður Þórður Björn Sigurðsson, BA í mannfræði.
Fræðslunefnd
Aðalmaður; Ásgeir Eyþórsson kynningarstjóri Rásar 2. Ásgeir er með grunnskólakennarapróf. Varamaður; Kristín I. Pálsdóttir bókmenntafræðingur.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmaður; Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og varamaður Richard Jónsson formaður Taekwondodeildar Aftureldingar og verkfræðingur.
Menningarmálanefnd
Aðalmaður; Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistarkona og kennari. Varamaður Hildur Margrétardóttir myndlistarkona.
Skipulags- og byggingarnefnd
Áheyrnarfulltrúi; Jóhannes Bjarni Eðvarðsson húsasmiður og varamaður Sigurbjörn Svavarsson iðnrekstrarfræðingur.
Umhverfisnefnd
Áheyrnarfulltrúi; Sigrún Guðmundsdóttir umhverfisfræðingur og varamaður Jón Jóel Einarsson framkvæmdastjóri og kennari.
Þróunar- og ferðamálanefnd
Áheyrnarfulltrúi; Björk Ormarsdóttir ferðamálafræðingur og varamaður Sigurbjörn Svavarsson, iðnrekstrarfræðingur.

Hér er listi yfir fólk í nefndum með ítarlegra ferilágripi.

Golfklúbburinn Kjölur býður til bæjarstjórnargolfs

Fulltrúum Íbúahreyfingarinnar barst svohlóðandi tölvupóstur frá Golfklúbbinum Kili í Mosfellsbæ:

,,From: Golfklúbburinn Kjölur [mailto:gkj@gkj.is]
Sent:
31. ágúst 2010 09:33
To:
undisclosed-recipients:
Subject:
Bæjarstjórnargolf á föstudaginn 3. sept. kl. 16:30

Sæl/sæll

Golfklúbburinn Kjölur býður til bæjarstjórnargolfs

föstudaginn 3. september n.k. kl. 16:30

Mæting í vélaskemmu Kjalar á Blikastaðanesi. Þar er áætlað að vera óhefðbundið 7 holu golfmót á nýjum holum vallarins 10., 11., 12., 15., 16., 17., og 18.

Að móti loknu verður boðið upp á léttar veitingar í golfskála.

Golfklúbburinn Kjölur vonast til að geta átt ánægjulega stund með bæjarfulltrúum, nefndarmönnum og  starfsmönnum bæjarins og vonumst við til að sjá sem flesta boðsgesti föstudaginn 3. september  n.k. kl. 16:30.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið gkj@gkj.is eða í síma 566-7415 fyrir kl. 14 föstudaginn 3. september.

F.H. Golfklúbbsins Kjalar
Gunnar Páll Pálsson, formaður
Haukur Hafsteinsson, framkv.stj.”

***

Gunnar Páll Pálson, formaður golfklúbbsins, er bróðir Hafsteins Pálssonar sem er jafnframt bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson, núverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var formaður golfklúbbsins frá 1996 – 2000.

Í aðdraganda prófkjörs sem Haraldur tók þátt í árið 2002 ritaði Hilmar Sigurðsson, félagi í golfklúbbnum, grein til stuðnings Haralds þar sem hann mærir Harald fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins:  Í henni segir m.a.:  ,,Með starfi sínu hefur Haraldur sýnt frábæra leiðtogahæfileika og aflað sér vinsælda meðal félaganna. Hann hefur jafnframt sýnt festu og áræðni í samningum við viðsemjendur klúbbsins, svo sem bæjarfélagið, golfsambandið og fleiri.”
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=650145

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna síðustu var nokkuð fjallað um samning sem Mosfellsbær gerði við golfklúbbinn um byggingu golfskála.  Kristín Pálsdóttir ritaði í grein á Smugunni: ,,Það er ljóst að traust á stjórnmálamönnum er í lágmarki. Í Mosfellsbæ á að láta eins og ekkert hafi í skorist. Engin gagnrýnin opinber umræða hefur átt sér stað um góðærisárin og sömu menn verma efstu sæti lista flokkanna fjögurra og í síðustu kosningum. Hér á t.d., samkvæmt fjárhagsáætlun, að veita 132 milljónum í golfskála á næstu þremur árum, á meðan skólakerfið og fleiri grunnstofnanir mega sæta niðurskurði. Allir flokkar skrifuðu sameiginlega undir fjárhagsáætlun bæjarins og þannig axla flokkarnir í minnihluta ábyrgð á þessari og fleiri ákvörðunum með meirihlutanum.”
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/3368

Skv. fjárhagsáætlun ársins 2010 á að setja 73 milljónir í íþróttamannvirki.  Þar af fara 49 milljónir í ,,golfvöll” eins og stendur í áætluninni en réttara væri að tala um golfskála því það er það sem verið er að setja peningana í.  Sjá bls. 9: http://mos.is/media/PDF/Fjarhagsaaetlun_2010_asamt_greinargerdum_samthykkt.pdf

Þegar þriggja ára áætlun er skoðuð má sjá að á árinu 2011 fara 35 mkr í ,,golfvöll” og 24 mkr. árin 2012 og 2013.  Sjá bls. 7: http://mos.is/media/PDF/Thriggja_ara_aaetlun_2011_til_2013_til_utprentunar.pdf

Árgjaldið hjá golfklúbbnum er 70 þúsund: http://www.gkj.is/UmGKj/Gjaldskr%C3%A1/tabid/169/language/is-IS/Default.aspx

Pin It on Pinterest