Frístundastyrkur mismunandi eftir sveitarfélögum

Frístundastyrkur mismunandi eftir sveitarfélögum

ASÍ heldur sem fyrr áfram að bera saman þau lífsgæði sem sveitarfélögin skapa íbúum sínum. Nú er verkefnið frístundaávísunin en hún leggur grunn að því ómetanlega starfi sem fram fer í íþróttafélögum og listaskólum vítt og breitt um landið. 

Eða hélt kannski einhver að það væri tilviljun hve oft Íslendingar koma við sögu á rauðum dreglum og alþjóðlegum verðlaunaafhendingum í Hollywood og víðar? pastedGraphic.png 

Sei, sei nei, svo er ekki. Sú velgengni er í aðra röndina því að þakka að ungt fólk á Íslandi fær tækifæri til að þroska hæfileika sína með dyggum stuðningi frístundaávísunarinnar. – Takið eftir að íslenski Óskarsverðlaunahafinn er úr Hafnarfirði en þar er framlagið hæst.
Forvarna- og uppeldisgildið frístundastarfs er líka óumdeilt og því verður ágæti þessa jöfnunartækis seint ofmetið. Auðvitað er pólitískur vilji mismikill eftir sveitarfélögum og framboð á tómstundaiðkunum í takt við stærð þeirra.
Mosfellsbær stendur sig þó með prýði og styrkir í dag börn og ungmenni frá 6 til 18 ára til jafns við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki út árið sem þau eru 18 eins og t.d. Reykjavíkurborg. Það getur því munað einu og hálfu skólaári á framlagi þessara sveitarfélaga til tómstundastarfs.
Skýring: Þeir sem eru fæddir 2002 fá ekki frístundaávísun frá Mosfellsbæ fyrir skólaárið 2020-21, heldur einungis til 31. maí 2020. Þeir sem eru fæddir seinni hluta árs 2002 eru þó 18 ára þar til eftir að skólaári lýkur vorið 2021.
Sem sagt! Enn eitt gullna tækifærið til að gera betur þó vel sé gert., ekki satt?

Pin It on Pinterest