Íbúahreyfingin tók sæti í fulltrúaráði Eirar haustið 2010. Eitt af því fyrsta sem Guðbjörg Pétursdóttir fulltrúi okkar gerði var að óska eftir því að fá að sjá fundargerðir stjórnar Eirar. Hún bað líka um að fá í hendur ársreikningana. Þessu var hafnað.
Nú upphófst mikið argaþras sem að lokum leiddi til þess að nokkrir fulltrúar tóku sig saman og upplýstu fjölmiðla um stjórnarhætti á Eir. Þá grunaði ekki að búið væri að veðsetja íbúðir íbúðarétthafa í öryggisíbúðum upp í rjáfur án þeirra vitneskju.
Það má geta þess að fulltrúi Sjálfstæðisflokks Mosfellsbæjar í stjórn Eirar, Hafsteinn Pálsson, staðhæfði við Guðbjörgu að þetta væri nú bara elliheimili þar sem allt væri í lagi. Annað koma á daginn.
Þetta dæmi sýnir að ekkert er mikilvægara en gegnsæi í rekstri og það skiptir máli hverjir stjórna.
Þessi greinarstúfur er prentaður í dreifiriti Íbúahreyfingarinnar, Framboð með framtíð.

Pin It on Pinterest

Share This