xm_mjuktÍ hádegisfréttum RÚV þann 20. maí var sagt frá brotthvarfi Jóns Jósefs Bjarnasonar af lista Íbúahreyfingarinnar. Við sendum eftirfarandi athugasemd við fréttina:

Ágæta fréttastofa.

Í hádegisfréttum RÚV í dag var sagt frá því að óskum fyrrum frambjóðanda Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ, Jóns Jósefs Bjarnasonar um að vera tekinn af lista hefði ekki verið sinnt.  Hið rétta er að Jón skrifaði undir yfirlýsingu um framboð hinn 8. maí og var framboðslistum svo skilað inn til kjörstjórnar hinn 10. maí eins og lög gera ráð fyrir. Ósk Jóns um að hætta við að taka sæti á lista kom fram hinn 14. maí. Kjörstjórn hafnaði óskum Íbúahreyfingarinnar um að taka Jón af listanum þar sem lög gera því miður ekki ráð fyrir slíkum breytingum eftir að framboðsfrestur rennur út.

Okkur þykir eftirsjá af Jóni en virðum að sjálfsögðu óskir hans um að hverfa af vettvangi stjórnmálanna.  Íbúahreyfingin hefur eftir sem áður yfir að búa samhentum hópi fólks sem óskar eftir umboði til að efla samfélag sitt og vinna að hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar að höfðu auknu samráði við þá.

Okkar helstu áherslur fyrir komandi kosningar eru þær sömu og áður hefur verið og aðal áherslan er á að vinna að auknu gagnsæi stjórnsýslunnar og lýðræðisumbætur í sveitarstjórninni. Um aðrar áherslur okkar í komandi kosningum má lesa í blaði Íbúahreyfingarinnar sem borið verður í hús fyrir helgi og hægt er að nálgast á á netinu: http:ibuahreyfingin.is/wp-content/uploads/2014/05/ibuablad_fin_rett_rod.pdf.

Með virðingu og vinsemd,

Birta Jóhannesdóttir, formaður Íbúahreyfingarinnar

Pin It on Pinterest

Share This