Í dag, fimmtudaginn 15. september, og á morgun verður fyrsta blaði Íbúahreyfingarinnar dreift á öll heimili í Mosfellsbæ. Tilefni útgáfunnar er sú að nú liggja fyrir drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og Íbúahreyfingin vill hvetja Mosfellinga til að kynna sér drögin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Íbúahreyfingin hefur einnig sett upp könnun til að fá viðbrögð íbúa við okkar áherslum varðandi íbúalýðræði en Íbúahreyfingin telur að drögin sýni ekki mikinn vilja til lýðræðisumbóta.
Við viljum líka nota tækifærið til að hvetja Mosfellinga til að fjölmenna á kynningarfund um drög að lýðræðisstefnu sem lýðræðisnefnd stendur fyrir. Fundurinn verður haldinn á Bókasafni Mosfellsbæjar, þriðjudaginn 20. september kl. 20.

Pin It on Pinterest

Share This