Friðfinnur Finnbjörnsson 3. sæti

Friðfinnur Finnbjörnsson, lagerstarfsmaður, er í 3. sæti á Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í komandi sveitastjórnarkosningum í Mosfellsbæ.

Friðfinnur hefur mikinn áhuga á gegnsæi, skipulags- og skólamálum. Framtíðarsýn hans fyrir Mosfellsbæ er að bærinn sé í fararbroddi með gegnsæja stjórnsýslu sem og beinan og bindandi ákvörðunarétt íbúanna sem vegvísi til framtíðar. Friðfinnur sér fyrir sér vel skipulagðan gróðursælan bæ sem er að standa sig vel, hvort sem það eru fráveitumál, skólamál eða fjármál bæjarfélagsins. Með aðhaldi íbúanna og aðgengi að gögnum fæst skýr mynd af þörfum verkefnum. Friðfinni finnst að það liggi fyrir mörg aðkallandi verkefni sem auðvelt væri að leysa í samvinnu við fólkið í bænum. Framtíðin er í Mosfellsbæ!

Friðfinnur hefur starfað fyrir Pírata frá því stuttu eftir hrun m.a. í stjórn aðildafélaga og í framkvæmdaráði.

Friðfinnur og kona hans Paulina eru nýflutt í Mosfellsbæ með Eric 3.ára  og Leiu 5. ára.

Pin It on Pinterest

Share This