Íbúahreyfingin leggur áherslu á aukið íbúalýðræði og gegnsæa stjórnsýslu. Á þeim forsednum hefur Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ starfað að því að fundir bæjarstjórnar verði hljóðritaðir og gerðir almenningi aðgengilegir.
Miðvikudaginn 16. febrúar stendur til að hljóðrita fund bæjarstjórnar af hálfu Mosfellsbæjar í fyrsta sinn og lýsir Íbúahreyfingin yfir ánægju með þá þróun.
Íbúahreyfingin væntir þess að upptökur af fundum bæjarstjórnar verði framvegis aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Mosfellsbær 15.02.11
Jón Jósef Bjarnason,
bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

Pin It on Pinterest

Share This