Fulltrúum Íbúahreyfingarinnar barst svohlóðandi tölvupóstur frá Golfklúbbinum Kili í Mosfellsbæ:
,,From: Golfklúbburinn Kjölur [mailto:gkj@gkj.is]
Sent: 31. ágúst 2010 09:33
To: undisclosed-recipients:
Subject: Bæjarstjórnargolf á föstudaginn 3. sept. kl. 16:30
Sæl/sæll
Golfklúbburinn Kjölur býður til bæjarstjórnargolfs
föstudaginn 3. september n.k. kl. 16:30
Mæting í vélaskemmu Kjalar á Blikastaðanesi. Þar er áætlað að vera óhefðbundið 7 holu golfmót á nýjum holum vallarins 10., 11., 12., 15., 16., 17., og 18.
Að móti loknu verður boðið upp á léttar veitingar í golfskála.
Golfklúbburinn Kjölur vonast til að geta átt ánægjulega stund með bæjarfulltrúum, nefndarmönnum og starfsmönnum bæjarins og vonumst við til að sjá sem flesta boðsgesti föstudaginn 3. september n.k. kl. 16:30.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið gkj@gkj.is eða í síma 566-7415 fyrir kl. 14 föstudaginn 3. september.
F.H. Golfklúbbsins Kjalar
Gunnar Páll Pálsson, formaður
Haukur Hafsteinsson, framkv.stj.”
***
Gunnar Páll Pálson, formaður golfklúbbsins, er bróðir Hafsteins Pálssonar sem er jafnframt bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson, núverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var formaður golfklúbbsins frá 1996 – 2000.
Í aðdraganda prófkjörs sem Haraldur tók þátt í árið 2002 ritaði Hilmar Sigurðsson, félagi í golfklúbbnum, grein til stuðnings Haralds þar sem hann mærir Harald fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins: Í henni segir m.a.: ,,Með starfi sínu hefur Haraldur sýnt frábæra leiðtogahæfileika og aflað sér vinsælda meðal félaganna. Hann hefur jafnframt sýnt festu og áræðni í samningum við viðsemjendur klúbbsins, svo sem bæjarfélagið, golfsambandið og fleiri.”
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=650145
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna síðustu var nokkuð fjallað um samning sem Mosfellsbær gerði við golfklúbbinn um byggingu golfskála. Kristín Pálsdóttir ritaði í grein á Smugunni: ,,Það er ljóst að traust á stjórnmálamönnum er í lágmarki. Í Mosfellsbæ á að láta eins og ekkert hafi í skorist. Engin gagnrýnin opinber umræða hefur átt sér stað um góðærisárin og sömu menn verma efstu sæti lista flokkanna fjögurra og í síðustu kosningum. Hér á t.d., samkvæmt fjárhagsáætlun, að veita 132 milljónum í golfskála á næstu þremur árum, á meðan skólakerfið og fleiri grunnstofnanir mega sæta niðurskurði. Allir flokkar skrifuðu sameiginlega undir fjárhagsáætlun bæjarins og þannig axla flokkarnir í minnihluta ábyrgð á þessari og fleiri ákvörðunum með meirihlutanum.”
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/3368
Skv. fjárhagsáætlun ársins 2010 á að setja 73 milljónir í íþróttamannvirki. Þar af fara 49 milljónir í ,,golfvöll” eins og stendur í áætluninni en réttara væri að tala um golfskála því það er það sem verið er að setja peningana í. Sjá bls. 9: http://mos.is/media/PDF/Fjarhagsaaetlun_2010_asamt_greinargerdum_samthykkt.pdf
Þegar þriggja ára áætlun er skoðuð má sjá að á árinu 2011 fara 35 mkr í ,,golfvöll” og 24 mkr. árin 2012 og 2013. Sjá bls. 7: http://mos.is/media/PDF/Thriggja_ara_aaetlun_2011_til_2013_til_utprentunar.pdf
Árgjaldið hjá golfklúbbnum er 70 þúsund: http://www.gkj.is/UmGKj/Gjaldskr%C3%A1/tabid/169/language/is-IS/Default.aspx