Íbúar í Mosfellsbæ eru stoltir af því að tilheyra heilsueflandi samfélagi þar sem lögð er á- hersla á að heilsa og líðan allra bæjarbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun. Heild- ræn nálgun er lykillinn að árangri en umhverfið getur haft jákvæð áhrif og stuðlað að heilsueflandi lífstíl. Að stuðla að betri heilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa er leiðarljós Mosfellsbæjar.

Aðbúnaður Aftureldingar

Regluleg hreyfing er lykilatriði til að viðhalda heilsu og hreysti. Í Mosfellsbæ eru margar leiðir til þess í gegnum íþróttafélögin Aftureldingu, hestamannafélagið, golfklúbbinn o.fl. Ungmennafélagið Afturelding er stærsti félagslegi vettvangur barna- og foreldrastarfs í Mosfellsbæ. Félagið býður upp á óvenju fjölbreytt úrval íþróttagreina fyrir börn og unglinga og ættu styrkir bæjarfélagsins til Aftureldingar að endurspegla það. Aðstöðuleysi hefur háð félaginu lengi og íþróttafólk orðið fyrir meiðslum sem má m.a. rekja til úreltra gólfefna sem ekki standast kröfur samtímans um aðbúnað barna og ungmenna í íþróttastarfi. Búningsklefarnir eru auk þess of fáir og hreinlætisaðstaðan ekki góð. Íþróttamiðstöðina hefur lengi sárlega vantað félagsaðstöðu þar sem iðkendur geta hist og haft samskipti. Ný og betri félagsaðstaða mun styrkja hjartað í Aftureldingu sem hef- ur veikst. Bygging hennar er löngu tímabær.

Íþróttir fyrir alla

Bæjarfélagið þarf að sinna betur stefnunni „íþróttir fyrir alla”. Alltof mörg ungmenni flosna upp úr starfi íþróttafélaga vegna þess að þau eiga ekki von á að komast í keppn- islið af því að þau eru „ekki nógu góð”. Afreksíþróttir geta einungis blómstrað á breið- um grunni með mörgum iðkendum. Börn sem byrja að stunda íþróttir horfa gjarnan upp til fyrirmynda sem eru komnar lengra. Þannig að almenn iðkun og keppnisíþróttir hald- ast í hendur. Þeir sem finna sig ekki í keppnisíþróttum eða þrekþjálfun þurfa að fá hvatningu til að stunda reglulega hreyfingu og útivist, óháð aldri. Það þarf að vera gaman að iðka íþróttir, bæði fyrir keppnisfólk og þá sem stunda þær til að njóta félagsskap- arins eða bæta heilsuna.

Íbúahreyfingin og Píratar leggja áherslu á að í yngri flokkum starfi vel menntaðir þjálf- arar sem eru vakandi fyrir einelti. Við viljum fá tíma í íþróttasölunum þar sem fólk á öllum aldri fær tækifæri til að leika sér og gjarnan foreldrar með börnum sínum. Það vant- ar einnig útileikvelli til að iðka blak, körfubolta, hjólabretti, botsía og alls konar aðrar þrautir. Ekki má gleyma eldra fólkinu sem fær sína

hreyfingu með daglegum gönguferðum. Þess vegna þarf að viðhalda útivistarstígum bæjarfélagins. Víða í bænum þarf að setja upp bekki til þess að unnt sé hvíla sig eftir þörfum hvers og eins. Á veturnar væri gott fyrir þann hóp að hafa aðgang að aðstöðu til hreyfingar innanhúss í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Í-listinn mun vinna að því að auka og bæta íþróttaaðstöðu bæjarfélagsins fyrir alla.

Pin It on Pinterest

Share This