Íbúahreyfingin býður nú fram í þriðja sinn í Mosfellsbæ, að þessu sinni með liðsstyrk Pírata undir listabókstafnum Í. 

Fyrir kosningarnar 2014 gekk Sigrún H. Pálsdóttir til liðs við Íbúahreyfinguna og hefur hún staðið í ströngu á kjörtímabilinu, veitt meirihlutanum öflugt aðhald og lagt áherslu á að rjúfa kyrrstöðu sem ríkt hefur í málaflokkum sem skipta miklu fyrir Mosfellinga.

Gegnsæi og vinnubrögð

Lýðræðisleg vinnubrögð og vönduð stjórn- sýsla hafa verið eitt helsta baráttumál Íbúahreyfingarinnar. Á kjörtímabilinu sem er að líða höfum við ítrekað hvatt til þess að fagnefndirnar fái málefni sem þær varða inn á borð til sín. Á því hafa verið vanhöld. Til dæmis vakti Íbúahreyfingin athygli á því að ekki var gert ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Helgafellsskóla í upphaflegri þarfagreiningu og fór fram á að íþrótta- og tómstundanefnd fengi að fjalla um málið. Vegna þrýstings var íþróttahúsi bætt inn á uppdrátt en meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er enn á báðum áttum um hvort byggja skuli húsið. Íbúahreyfingin og Píratar vilja sjá íþróttahúsið rísa.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2015 lagði Íbúa- hreyfingin til að gerð yrði langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn vísuðu tillögunni frá. Einnig hefur Íbúahreyfingin ítrekað lagt til að bæjarráð, íbúar og fagnefndir komi með beinum hætti að gerð fjárhagsáætlunar og fái að hafa meiri áhrif á mótun nærumhverfisins. Íbúahreyfingin studdi því Okkar Mosó með ráðum og dáð. Það munu Íbúahreyfingin og Píratar gera áfram.

Lóðaúthlutanir

Íbúahreyfingin hefur ítrekaði óskað eftir því að betur sé staðið að auglýsingu lóða og útboðum á þeim hjá Mosfellsbæ. Í þágu gegnsæis höfum við lagt ríka áherslu á að lóðir sveitarfélagsins skuli ekki seldar sjóðum og skúffufyrirtækjum með óljóst eignarhald. Í-listi telur að um fasteignaviðskipti opinberra aðila eigi að ríkja gegnsæi og munum við beita okkur af afli fyrir því.

Skipulagsvaldið tekið alvarlega

Íbúahreyfingin hefur ennfremur hvatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til að taka það hlutverk sitt alvarlega að sveitarfélagið sé handhafi skipulagsvalds. Skipulag hefur endurtekið verið lagað að kröfum byggingaraðila, byggingarmagn margfaldað og gæði húsnæðis gefin eftir. Heildarsýn og samfélagslegir hagsmunir er það sem skipulag og uppbygging eiga að snúast um og fyrir það standa Íbúahreyfingin og Píratar.

Skógrækt, náttúra og fræðsla

Í-listinn vill veg skógræktar sem mestan og hefur Íbúahreyfingin lagt til að gert sé skógræktarskipulag fyrir Mosfellsbæ. Einnig að gerður verði þjónustusamningur við skógræktarfélagið um rekstur útivistarsvæðisins í Hamrahlíðarskógi. Uppeldi skiptir máli í skógrækt sem öðru. Þess vegna vill Í-listinn styðja við bakið á þeim aðilum sem bjóða upp á umhverfisfræðslu fyrir börn og fullorðna á sviði skógræktar. Hjartans mál Í-listans er náttúruvernd. Liður í henni er fræðsla. Að tillögu Íbúahreyfingarinnar hafa verið sett upp fræðsluskilti um fuglalíf á nokkrum stöðum við Leirvoginn.

Skólar og tónlist

Málefni tónlistarskólans hafa verið Íbúahreyfingunni hugleikin á kjörtímabilinu og við lagt áherslu á að fjölga kennurum og bætta aðstöðu til tónlistarkennslu í skólum. Lúðrasveitin fellur þar undir. Íbúahreyfingin og Píratar sjá fyrir sér byggingu menningarhúss með sal til tónleikahalds en þangað til verði Hlégarður nýttur sem félags- og menningarmiðstöð Mosfellinga. Íbúahreyfingin hefur stutt kjarabaráttu kennara og kallað eftir því að hlustað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Í-listinn leggur áherslu á bætt starfsumhverfi kennara, sérfræðiaðstoð og þjónustu við börn með sérþarfir í leik- og grunnskólum. Íbúahreyfingin hefur talað fyrir því að skólayfirvöld taki mark á áhyggjum foreldra skólabarna í Mosfellsbæ. Á kjörtímabilinu lögðum við til að bæjarráð fengi árlega afhenta skýrslu um einelti í skólum og á vinnustöðum sveitarfélags- ins. Íbúðahreyfingin hefur einnig talað fyrir lækkun leikskólagjalda og Í-listinn vill gera enn betur í því í framtíðinni.

Hækkun fjárhagsaðstoðar

Íbúahreyfingin lætur sé annt um þá sem minna mega sín og hefur ítrekað borið upp tillögur um að fjárhagsaðstoð verði hækk- uð. Tekin hafa verið hænuskref í þá átt. Upphæðin er þó svo lág að fólk getur ekki framfleytt sér. Úr því vilja Íbúahreyfingin og Píratar bæta.

Húsnæði fyrir unga og efnaminni

Í húsnæðismálum hefur Íbúahreyfingin látið til sín taka og lagði til að þak yrði sett á leiguverð í væntanlegum leiguíbúðum við Þverholt. Við því var ekki orðið. Íbúahreyfingin hefur talað fyrir samningum við byggingarsamvinnu- og íbúðafélög sem starfa án hagnaðarmarkmiða, og lagt til að Mosfellsbær úthluti lóðum til að byggja leiguheimili til að lækka húsnæðis- verð. Íbúahreyfingin og Píratar vilja að mótuð verði stefna um að byggja íbúðir á viðráðanlegu verði, bæði til leigu og kaupa í Mosfellsbæ. Íbúahreyfingunni og Pírötum þykir mál til komið að rjúfa kyrrstöðu í mikilvægum málaflokk- um í Mosfellsbæ og erum við er tilbúin til að ganga í það verk af heiðarleika og festu eftir kosningar.

Pin It on Pinterest

Share This