Langar þig að hafa áhrif á gang mála í Mosfellsbæ?
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ leggur áherslu á að skipað verði í nefndir á faglegum forsendum. Því auglýsir Íbúahreyfingin eftir aðal-, vara- og áheyrnarfulltrúum í eftirtaldar nefndir:
Fjölskyldunefnd
Fræðslunefnd
Íþrótta- og tómstundanefnd
Menningarmálanefnd
Skipulags- og byggingarnefnd
Umhverfisnefnd og
Þróunar- og ferðamálanefnd
Íbúahreyfingin leitar eftir fólki sem hefur menntun, reynslu og/eða mikinn áhuga á málefnum þeirrar nefndar sem sótt er um starf í. Umsækjendur eru beðnir að senda inn rökstudda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið ibuahreyfingin@ibuahreyfingin.is fyrir föstudaginn 27. ágúst 2010.
Íbúahreyfingin vill taka fram að það er engin hindrun að umsækjendur starfi, eða hafi starfað, með öðrum stjórnmálasamtökum. Íbúahreyfingin gerir þá kröfu til umsækjenda að þeir séu reiðubúnir að starfa af heilindum fyrir íbúa Mosfellsbæjar og aðhyllist áherslur Íbúahreyfingarinnar.
Nánari upplýsingar www.ibuahreyfingin.is eða hjá Kristínu í síma 893 9327.