Í megin áherslum Íbúahreyfingarinnar fyrir kosningar kemur fram að ráða eigi fólk í nefndir á faglegum forsendum. Í samræmi við það auglýsti Íbúahreyfingin eftir fagfólki í nefndarstörf og óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.

Greinilegt er að nóg er af hæfu fólki sem vill starfa fyrir sveitarfélagið sitt sem kemst ekki að vegna þess að það skortir tengsl við stjórnmálaflokk. Einnig er fólk á listanum sem hefur starfað með stjórnmálaflokkum en sér hér tækifæri til að taka þátt í þeim breytingum sem við í Íbúahreyfingunni, og greinilega stór hluti kjósenda, telur þörf á að gera í stjórnsýslunni.

Nú höfum við lokið við að raða niður í þau sæti sem Íbúahreyfingin mannar í nefndum Mosfellsbæjar og erum við afskaplega stolt og ánægð með þann lista sem við leggjum fram:

Fjölskyldunefnd
Áheyrnarfulltrúi; Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur og varamaður Þórður Björn Sigurðsson, BA í mannfræði.
Fræðslunefnd
Aðalmaður; Ásgeir Eyþórsson kynningarstjóri Rásar 2. Ásgeir er með grunnskólakennarapróf. Varamaður; Kristín I. Pálsdóttir bókmenntafræðingur.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmaður; Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og varamaður Richard Jónsson formaður Taekwondodeildar Aftureldingar og verkfræðingur.
Menningarmálanefnd
Aðalmaður; Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistarkona og kennari. Varamaður Hildur Margrétardóttir myndlistarkona.
Skipulags- og byggingarnefnd
Áheyrnarfulltrúi; Jóhannes Bjarni Eðvarðsson húsasmiður og varamaður Sigurbjörn Svavarsson iðnrekstrarfræðingur.
Umhverfisnefnd
Áheyrnarfulltrúi; Sigrún Guðmundsdóttir umhverfisfræðingur og varamaður Jón Jóel Einarsson framkvæmdastjóri og kennari.
Þróunar- og ferðamálanefnd
Áheyrnarfulltrúi; Björk Ormarsdóttir ferðamálafræðingur og varamaður Sigurbjörn Svavarsson, iðnrekstrarfræðingur.

Hér er listi yfir fólk í nefndum með ítarlegra ferilágripi.

Pin It on Pinterest

Share This