8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari

8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari

Innanbæjarsamgöngur í Mosfellsbæ eru okkur í Íbúahreyfingunni mjög hugleikin og höfum við áhuga á að vinna að úrbótum á þeim.

Á opnum fundi skipulagsnefndar hinn 18. mars á þessu ári þar sem fjallað var um almenningssamgöngur spurði ég Einar Kristjánsson sviðstjóri skipulagssviðs Strætó bs. hvort að hann teldi að stærð og aðstæður væru orðnar þannig í Mosfellsbæ að koma þyrfti upp innanbæjarstrætó. Hann taldi svo vera. Í kjölfar þess lagði ég fram eftirfarandi tillögu í skipulagsnefnd sem fer með málefni strætó.

Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn fái Strætó bs. til að gera leiðarkerfi fyrir innanbæjarvagn í Mosfellsbæ og kostnaðargreini.

Tillagan var samþykkt í nefndinni og jafnframt lagði formaður til að framkvæmdastjóra umhverfissviðs yrði falið, í samvinnu við Strætó bs., að koma með tillögur að framtíðarlausnum í almenningssamgöngum fyrir Mosfellsbæ sem gætu verið grunnur að samgöngustefnu sveitarfélagsins.

Vonandi tekur bæjarstjórn vel í þetta mál. Þó að það sé ljóst að kostnaður við innanbæjarvagn sé töluverður megum ekki gleyma því að á móti minnkar  annar kostnaður. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti Mosfellsbær heldur ekki lengur að reka sérstakan skólavagn.

Innanbæjarvagn myndi gera almenningssamgöngur að betri kosti fyrir fleiri Mosfellinga þar sem betri  tenging fengist við vagnana sem fara til Reykjavíkur svo að ekki sé talað um jákvæð umhverfisáhrif. Minna slit verður á götum bæjarins vegna  þess að foreldrar þurfa ekki að skutla börnum sínum í tómstundir, umferð minnkar og þar með slysahætta, álag og kostnaður skutlforeldra og þar með aukast lífsgæði barnanna. Svo að fátt gott sé nefnt.

Jóhannes B. Eðvarðsson fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd

Greinin birtist í Mosfellingi 8. maí 2014.

Pin It on Pinterest

Share This