Kristín Nanna Vilhelmsdóttir 4. sæti

Kristín Nanna Vilhelmsdóttir, 4. sæti.

Nanna Vilhelmsdóttur, háskólanemi, er í 4. sæti lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ.  Nanna hefur starfað að margvíslegum félags- og menningarmálum og er virkur félagi í Leikfélagi Mosfellssveitar. Helstu áherslumál hennar eru aðbúnaður barna og eldri borgara, skipulagsmál og að bæjarfélagið skapi sér öfluga framtíðarsýn með virku íbúalýðræði. Nanna vill kanna möguleika á því að reisa stúdentagarða og smáhýsabyggð sem valkost í húsnæðismálum og að litið verði til reynslu annara landa í þeim efnum. Hún hefur alltaf haft áhuga á pólitísku starfi en ekki tekið virkan þátt fyrr en nú.

Nanna hefur brennandi áhuga á að taka þátt í stjórnmálum með breiðri samvinnu ólíkra hópa þannig að raddir flestra fái að hljóma, og að góðar hugmyndir fái hljómgrunn, sama hvaðan þær koma.  Nanna vill að framtíðarstefna í skipulagsmálum verði unnin í samvinnu og sátt við íbúa og að henni verði fylgt eftir og að sérstaða Mosfellsbæjar sem ,,sveit í borg’’ verði höfð að leiðarljósi.  Nanna vill að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri. Henni eru skólamál mjög hugleikin og telur ákaflega brýnt að þær gríðarlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir varðandi aðbúnað nemenda og kennara í skólum bæjarfélagsins verði forgangsatriði hjá nýrri bæjarstjórn.

Nanna hefur búið í Mosfellsbæ í 11 ár og á börnin Ingunni Dýrleif 6 ára, Vilhelm Bjarnar 8 ára, og Úlfhildi Stefaníu 12 ára.  

Pin It on Pinterest

Share This