Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað áðan að bæta ekki nemendum í Listaskólanum kennslufallið fyrr í vetur nemtonlist1a að litlum hluta, þ.e. þeir sem þurfa að fara í mið- eða grunnpróf geta fengið aukatíma sem þeir greiða fyrir sjálfir.
Íbúahreyfingin andmælti ákvörðuninni með bókun:
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar telur tillöguna spor í rétta átt en hún gengur allt of stutt og bætir aðeins að litlu leyti þann skaða sem nemendur í Listaskólanum hafa orðið fyrir vegna verkfalls tónlistarkennara. Íbúahreyfingin telur að nemendur og kennarar hefðu átt að vera með í ráðum áður en þessi ákvörðun var tekin. Einnig hefði verið rétt að hafa samráð við bæjarráð áður en skólagjöld voru endurgreidd.
Sú ákvörðun fulltrúa D- og S-lista sem bókunin beindist gegn var eftirfarandi:
Tillaga framkvæmdastjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskólans um að Listaskólinn bjóði þeim nemendum, sem áformað hafa að fara í mið- og grunnpróf í vor, að fá viðbótar kennslustundir sem nemur kennslufalli óski þeir þess, er samþykkt með þremur atkvæðum.

Íbúahreyfingin óskaði upphaflega eftir umræðu um málið á fundi bæjarráðs 8. janúar en þar gerði Sigrún bæjarfulltrúi “að tillögu sinni að bæjarráð Mosfellsbæjar hlutist til um að nemendum í Listaskóla Mosfellsbæjar verði bætt upp það kennslufall sem þeir urðu fyrir á haustönn 2014 vegna verkfalls tónlistarskólakennara í Félagi tónlistarkennara. Tilgangurinn með tillögunni er að lágmarka þann skaða sem tónlistarnemendur hafa orðið fyrir á skólaárinu, auk þess að bæta kennurum upp það fimm vikna tekjutap sem þeir urðu fyrir á meðan á verkfallinu stóð, a.m.k. að hluta.
Sem fyrsta skref leggur fulltrúi Íbúahreyfingarinnar til að bæjarráð óski eftir tillögum frá skólastjóra og kennurum Listaskólans um útfærslu á leiðréttingunni og Mosfellsbær láti kostnaðargreina þær. Þau gögn komi síðan til umræðu og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. “

Niðurstaða þess fundar var þessi:
Málsmeðferðartillaga samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu Íbúahreyfingarinnar sé vísað til umsagnar bæjarstjóra, framkvæmdarstjóra fræðslusviðs og skólastjóra Listaskólans.

Pin It on Pinterest

Share This