Eftirfarandi grein birtist á bloggi Þórðar Bjarnar Sigurðssonar. Hér er birtur fyrri hluti greinarinnar en greinina má lesa í heild á bloggi Þórðar:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Mosfellsbæ frá árinu 2002. Á kjörtímabilinu 2002 – 2006 var flokkurinn með fjóra menn af sjö í bæjarstjórn. Á kjörtímabilinu 2006 – 2010 voru sjálfstæðismenn þrír í bæjarstjórn og mynduðu meirihluta með fulltrúa VG. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aftur hreinan meirihluta, fjóra fulltrúa kjörna sem mynda nú aukinn meirihluta með fullrúa VG. Flokkurinn hefur því ráðið lögum og lofum í bænum hart nær áratug.

Þegar upplýsingar um fjármál bæjarins eru teknar til skoðunar á þessu tímabili birtist okkur saga af sveitarfélagi sem reisti sér hurðarás um öxl í hinu svokallaða góðæri. Tíðaranda þar sem nýfrjáls hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins náði flugi samkvæmt reikningum sveitarfélagins fyrir árin 2004 – 2007. Þá var mikill hagnaður af rekstinum og viðsnúningur frá taprekstri áranna 2002 og 2003. Hins vegar kom á daginn haustið 2008 að flugferðin sem flokkurinn og hugmyndafræðilegir meðreiðarsveinar hans stýrðu var feigðarflan að hætti Íkarusar. Brotlendingin eftir því. Harkaleg og efnahagskerfi heillar þjóðar rústir einar.

Sjá greinina í heild sinn hér: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1174114/

Pin It on Pinterest

Share This