Screen Shot 2017-01-16 at 19.42.05Umferðarhraði á Þingvallavegi í Mosfellsdal hefur lengi verið til umræðu í Mosfellsbæ. Íbúar í dalnum hafa verið uggandi og heitar umræður verið um hvernig draga megi úr umferðarhraða. Í dag, mánudaginn 16. janúar, hélt Mosfellsbær, opinn fund með íbúum um deiliskipulag vegarins sem  nú er í auglýsingu. Tillagan gengur út á að gera tvö hringtorg, eitt við Æsustaðaafleggjara og hitt við Helgadalsveg. Lega beggja hringtorga er umdeild og komu íbúar athugasemdum sínum á framfæri á fundinum.

Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði grófa samantekt á umræðum á fundinum og er öllum frjálst að bæta við hafi eitthvað gleymst sem mikilvægt er að komi fram.

Glósur opinn fundur um Þingvallaveg á Bókasafni Mosfellsbæjar kl. 17.00 mánudaginn 16. janúar 2017

Upphaf fundar, formaður skipulagsnefndar: 
Það er skoðun bæjarstjórnar að ástandið á Þingvallavegi í Mosfellsdal sé óásættanlegt. Vegagerðin er tilbúin til að bæta úr því. Engar hugmyndir eru uppi um tvíbreiðan veg. Málið snýst um öryggi. Haft hefur verið samband við hagsmunaaðila og vitað að það eru skiptar skoðanir.
28. janúar rennur út frestur til að skila inn athugasemdum. Mjög mikilvægt að þær berist á réttum tíma. Annars gerist ekkert. Senda á: olafurm@mos.is
Íbúi 1: Engin tenging við Gljúfrastein.  Mikilvægt að það sé ljóst segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Bryndís, formaður sk.nefndar: Verður leyst innan þess deiliskipulags sem gert verður í kringum Gljúfrastein. Möguleg aðkoma frá Helgadalsvegi.
Íbúi 2: Æsustaðaafleggjari mjög óheppilegur fyrir hringtorg. Virðist sem stuðst hafi verið við úrelt rammaskipulag. Stórt hús í veginum við Æsustaðaafleggjara. Komin stór bygging þar sem Björk var áður. Upphaflegar tillögur skynsamlegri en þeim hefur verið breytt.
Íbúi 3: Var það kirkjan sem breytti upphaflegum áætlunum? Er vilji hjá Mosfellsbæ til að breyta skipulaginu?
Bryndís, formaður sknefndar: Rétt að staðsetning var önnur á upphaflegum teikningum. Kirkjan var ósátt. Mos ekki á móti breytingum en umferðaröryggi í forgang.
Íbúi 3: Hver eru rök kirkjunnar? Vorum sátt við upphaflegar tillögur en allt í einu breyttist þetta. …
Íbúi 4: Þarf að færa hringtorgið upp fyrir brekkuna á heiðinni á móts við Grænuborg. Nægir ekki að hafa hringtorg fyrir neðan brekkuna. Mikill ökuhraði í brekkunni. Þarf að hægja á fyrr.
Íbúi 5: Umferð eykst til muna á Æsustaðavegi ef hringtorgið verður staðsett á afleggjaranum. Mikið af börnum býr við Æsustaðaveg og hætta samfara hringtorgi þarna.
Íbúi 6: Mikilvægt að setja undirgang eða brú yfir Þingvallaveg á þessum slóðum. Mikill samgangur í dalnum.
Íbúi 7: Er ekki ástæða til að færa Þingvallaveg annað? Verið að eyðileggja það sem íbúarnir í Mosfellsdal hafa varið árum í að byggja upp. Önnur leið fær. Vegstæði gamla Þingvallavegarins. 17 km leið þar sem fyrir er undirlag.
Bryndís, formaður sk.nefndar svarar því til að ekki sé verið að eyðileggja neitt. Bæjaryfirvöld séu að hugsa um öryggi vegfarenda.
Íbúi 8: Af hverju eru ekki allir tengdir hringtorgum. Ótal stútar/afleggjarar við veginn beggja vegna hringtorga. …
Sigrún Páls spyr af hverju vegakerfið í dalnum sé ekki skipulagt sem ein heild? Ekki ólíklegt að vegtengingar innansveitar eigi eftir að hafa áhrif á staðsetningu hringtorga. Því mikilvægt að skoða heildarmyndina. Óskynsamlegt að staðsetja hringtorgin án tillits til framtíðarskipulags. Íbúar líka uggandi um framhaldið.
Stútarnir líklegir til að stórauka slysahættu, sbr. slysið sem varð nýverið á Grindavíkurafleggjara við stútinn að Bláa lóninu.
Bryndís, formaður sk.nefndar: Vegagerðin telur að stútarnir auki ekki slysahættu. Það gæti tafið framkvæmdir að skipuleggja allar vegtengingar innansveitar. Ríður á að hefja framkvæmdir sem fyrst til að tryggja öryggi.
Að lokum! Er einhver á móti upphaflega skipulaginu spyr Bryndís?
Íbúar: Enginn andmæli. Allir sammála um að upphaflega skipulagið sé best, þ.e. hringtorg miðju vegar milli Æsustaðaafleggjara og Reykjahlíðarafleggjara.
Fundurinn var haldinn í bókasafninu og var hann fjölmennur. Fram koma að fulltrúar Vegagerðarinnar og kirkjunnar sáu sér ekki fært að mæta í dag. Annar fundur um sama efni verður haldinn á morgun 17. janúar og hafa fulltrúar kirkjunnar boðað komu sína á þann fund en kirkjan á land sem liggur að veginum í Mosfellsdal og er því hagsmunaaðili.
Sigrún P

Pin It on Pinterest

Share This