Íbúahreyfingin og Píratar bjóða fram sameiginlegan lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ, undir listabókstafnum Í.
Stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga margt sameiginlegt en báðar leggja áherslu á opna, gagnsæja og heilbrigða stjórnmálamenningu til að styrkja lýðræðið og efla borgara til að hafa áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að hafa kjark til að fylgja áherslum sínum eftir og Íbúahreyfingin hefur sýnt það í verki og því fagna Píratar.
Í Mosfellsbæ eru fjölmargar áskoranir framundan á sviði félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skipulagsvinnu, útivistar- og umhverfismála. Eitt brýnasta verkefnið er þó án efa að aflétta neyðarástandi í húsnæðismálum ungs fólks og þeirra efnaminni í Mosfellsbæ.
Á sameiginlegum lista er fjölbreyttur hópur Mosfellinga með skýra sýn á verkefnin framundan. Með umboði kjósenda í kosningunum 26. maí munum við halda áfram öflugu starfi Íbúahreyfingarinnar, nú með liðsstyrk Pírata.
Framboðslisti Íbúahreyfingarinnar og Pírata
- Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og leiðsögumaður
- Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðfræðingur og háskólakennari
- Friðfinnur Finnbjörnsson, lagerstarfsmaður
- Nanna Vilhelmsdóttir, háskólanemi og áhugaleikkona
- Benedikt Erlingsson, leikstjóri
- Úrsúla Jünemann, kennari
- Gunnlaugur Johnson, arkitekt
- Marta Sveinbjörnsdóttir, mannfræðinemi
- Jón Jóhannsson, garðyrkjubóndi
- Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfisfræðingur
- Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður
- Emil Pétursson, húsasmíðameistari og leikmyndasmiður
- Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og Waldorfkennari
- Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður
- Páll Kristjánsson, hnífasmiður
- Eiríkur Heiðar Nilsson, hugbúnaðarfræðingur
- Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona
- Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri