Íbúahreyfingin og Píratar bjóða fram sameiginlegan lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ, undir listabókstafnum Í.

Stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga margt sameiginlegt en báðar leggja áherslu á opna, gagnsæja og heilbrigða stjórnmálamenningu til að styrkja lýðræðið og efla borgara til að hafa áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að hafa kjark til að fylgja áherslum sínum eftir og Íbúahreyfingin hefur sýnt það í verki og því fagna Píratar.

Í Mosfellsbæ eru fjölmargar áskoranir framundan á sviði félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skipulagsvinnu, útivistar- og umhverfismála. Eitt brýnasta verkefnið er þó án efa að aflétta neyðarástandi í húsnæðismálum ungs fólks og þeirra efnaminni í Mosfellsbæ.

Á sameiginlegum lista er fjölbreyttur hópur Mosfellinga með skýra sýn á verkefnin framundan. Með umboði kjósenda í kosningunum 26. maí munum við halda áfram öflugu starfi Íbúahreyfingarinnar, nú með liðsstyrk Pírata.

Framboðslisti Íbúahreyfingarinnar og Pírata

 1. Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og leiðsögumaður
 2. Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðfræðingur og háskólakennari
 3. Friðfinnur Finnbjörnsson, lagerstarfsmaður
 4. Nanna Vilhelmsdóttir, háskólanemi og áhugaleikkona
 5. Benedikt Erlingsson, leikstjóri
 6. Úrsúla Jünemann, kennari
 7. Gunnlaugur Johnson, arkitekt
 8. Marta Sveinbjörnsdóttir, mannfræðinemi
 9. Jón Jóhannsson, garðyrkjubóndi
 10. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfisfræðingur
 11. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður
 12. Emil Pétursson, húsasmíðameistari og leikmyndasmiður
 13. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og Waldorfkennari
 14. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður
 15. Páll Kristjánsson, hnífasmiður
 16. Eiríkur Heiðar Nilsson, hugbúnaðarfræðingur
 17. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona
 18. Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri

Pin It on Pinterest

Share This