stigamotÍbúahreyfingin hafði sitthvað að segja um styrkveitingar Mosfellsbæjar til Stígamóta í vikunni, fyrst í fjölskyldunefnd og síðan í bæjarstjórn. Styrki þarf að hækka. Um Stígamót gilda sömu rök og um Kvennaathvarfið. Þangað sækir fjöldi kvenna og karla úr Mosfellsbæ ár hvert, stundum fleiri og stundum færri. Árin 2010-2014 voru um 3% þeirra sem leituðu til Stígamóta úr Mosfellsbæ.

Stígamót hafa unnið mikið þrekvirki í íslensku samfélagi og átt stóran þátt í því að fá kynferðisglæpi viðurkennda sem alvarleg afbrot og verið brautryðjendur í því að fórnarlömb slíkra glæpa fái nú aðstoð sérfræðinga við að takast á við áföllin. Starf Stígamóta er því ómetanlegt.

Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar

Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn óski eftir því við bæjarráð að fá aukaframlag úr bæjarsjóði til að hækka árlegan styrk til Stígamóta. Um hækkun styrks til  samtakanna gilda svipuð rök og fyrir aukinni fjárveitingu til Kvennaathvarfsins. Árin 2010-2014 voru um 3% þeirra sem leituðu til Stígamóta héðan.

Upphæð styrks til Stígamóta hefur staðið í stað í nokkur ár og er hún ákaflega lág sé tekið mið af þeirri þjónustu sem samtökin veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Mosfellsbæ. Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður úr kr. 50 þúsund í kr. 150 þúsund á fjárhagsárinu 2015.

Fulltrúar D- og V-lista felldu tillöguna.

Pin It on Pinterest

Share This