Á samstöðufundi í Hörpu

Á samstöðufundi í Hörpu

Mosfellsbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem ætla að kanna hvort hægt sé að bæta tónlistarskólanemendum upp þá kennslu sem þeir urðu af vegna fimm vikna verkfalls kennara fyrr í vetur. Fyrsta skrefið í þá veru verður að óska eftir áliti Listaskóla Mosfellsbæjar á tillögu sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar flutti í bæjarráði í morgun, fimmtudag 8. janúar en hún hljómar svo:

“Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarráð Mosfellsbæjar hlutist til um að nemendum í Listaskóla Mosfellsbæjar verði bætt upp það kennslufall sem þeir urðu fyrir á haustönn 2014 vegna verkfalls tónlistarskólakennara í Félagi tónlistarkennara. Tilgangurinn með tillögunni er að lágmarka þann skaða sem tónlistarnemendur hafa orðið fyrir á skólaárinu, auk þess að bæta kennurum upp það fimm vikna tekjutap sem þeir urðu fyrir á meðan á verkfallinu stóð, a.m.k. að hluta.
Sem fyrsta skref leggur fulltrúi Íbúahreyfingarinnar til að bæjarráð óski eftir tillögum frá skólastjóra og kennurum Listaskólans um útfærslu á leiðréttingunni og Mosfellsbær láti kostnaðargreina þær. Þau gögn komi síðan til umræðu og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Ýmsar leiðir gætu verið færar í stöðunni:

1. sleppa prófum og kenna í staðinn = ein kennsluvika;

  • enginn aukakostnaður f Mos

2. sleppa starfsdögum og kenna í staðinn = ein kennsluvika;

  • enginn aukakostnaður f Mos

3. lengja skólaárið = ein kennsluvika;

  • laun greidd af Mos

4. eftir standa 2 vikur sem kennurum væri falið að skipuleggja með nemendum;

  • laun greidd af Mos.

Nemendur fengju skv. þessari útfærslu tímana sem þeir annars yrðu af að fullu bætta og kennarar þriggja vikna kaupuppbót.

Niðurstaða bæjarráðs:
Málsmeðferðartillaga samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu Íbúahreyfingarinnar sé vísað til umsagnar bæjarstjóra, framkvæmdarstjóra fræðslusviðs og skólastjóra Listaskólans. 

Pin It on Pinterest

Share This