11. sæti. Birta Jóhannesdóttir

5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður

11. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður

Birta er 44 ára leiðsögumaður og klínískur tannsmiður. Hún starfar sem leiðsögumaður hjá Extreme Iceland og er tengill erlendra starfsmanna hjá Héðni hf.

Hún stundaði nám í klínískri tannsmíði við tannlæknadeild Árósaháskóla og er með próf frá Leiðsöguskóla Íslands.

Birta sat í þróunar- og ferðamálanefnd og fleiri nefndum, ásamt því að vera varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna á síðasta kjörtímabili. Hún starfaði með Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn, söng með kór íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn er stofnfélagi í Brenniboltafélagi Reykjavíkur og Íbúahreyfingunni í Mosfellsbæ.

Helstu áherslumál Birtu eru gagnsæ stjórnsýsla og greiður aðgangur bæjarbúa að upplýsingum. Samráðsferli við íbúa þurfa að vera raunveruleg. Sýndarsamráð þar sem íbúar fá of litlar upplýsingar til að geta myndað sér málefnalegar skoðanir og þegar mál eru jafnvel komin í óafturkræfan farveg eiga ekki að eiga sér stað. Með því að taka þátt og láta sig hlutina varða sé hægt að hafa áhrif. Kannski ekki á einni nóttu en smám saman og með samstöðu er hægt að ná árangri. Þetta er okkar samfélag og við eigum sem flest að taka þátt. Þess vegna býð ég mig fram..

Pin It on Pinterest

Share This