Ung vinstri græn sem héldu landsfund um helgina ályktuðu með hugmynd Íbúahreyfingarinnar um píkusafn. Við þökkum stuðninginn!
„vi. Píkusafn í Mosfellsbæ!
Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Borgarfirði 5. – 7. október 2012, tekur undir hugmynd Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ um að opna Píkusafn í sveitarfélaginu í stað villidýrasafns. Landsfundur skorar á Karl Tómasson, bæjarstjórnarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í sveitarfélaginu, að beita sér fyrir opnun safnsins í bæjarstórn þar sem hann situr í meirihluta. Bygging Píkusafns stuðlar að opnari umræðu og aukinni fræðslu í samfélaginu. Einnig mun Píkusafnið örva atvinnumarkaðinn í sveitarfélaginu og hita upp í safnamenningu landsins. Safnið mun enn fremur fullnægja þörfum íbúa fyrir ríkara menningarlíf í byggðinni og bleyta vel í þurri menningarsnauð Mosfellsbæjar. Aukinheldur mun safnið koma sem skemmtilegt mótvægi við Reðursafnið í Reykjavík.“

Pin It on Pinterest

Share This