Úrsúlu Jünemann, kennara, er í 6. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ.
Fræðslu- og menningarmál eru Úrsúlu hugleikin og sem kennara eru skólamálin henni mjög mikilvæg og telur hún að gera þurfi allt til þess að æskan fái gott veganesti út í lífið. Annað málefni sem stendur Úrsúlu nær er umhverfis- og náttúruverndarmál sem hún er sannfærð um að verði okkar aðaláskorun í framtíðinni. Af þessum ástæðum tók hún sæti í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Íbúahreyfinguna. Úrsula hefur einnig tekið virkan þátt í íþróttastarfi, bæði sem keppandi og þjálfari og var varamaður Íbúahreyfingarinnar í íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.
Úrsála ákvað að ganga til liðs við Íbúahreyfingin vegna þess að hún vill hafa áhrif á hvernig Mosfellsbær þróast. Henni fannst vanta gegnsæi í stjórnsýsluna og taldi að íbúar ættu að geta tekið þátt og fylgst með á auðveldari máta til að geta beitt sér fyrir málefnum sem þeir hafa áhuga á. Hún vill leggja sitt af mörkum til að svo verði. Þess vegna tekur Úrsúla þátt í pólitík.
Úrsúla hefur verið kennari í Varmárskóla í yfir 20 ár og starfar einnig sem sem leiðsögumaður. Hún er menntaður íþrótta- og myndlistakennari frá Kennarafagskóla í Þýskalandi og varð leiðsögumaður úr leiðsögumannaskólanum árið 1986. Hún stundar nú nám í umhverfis- og náttúrufræði í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Úrsúla hefur verið búsett í Mosfellsbænum frá 1983 og er gift Guðjóni Jenssyni. Þau eiga 2 uppkomna syni.