Opinn fundur um lýðræði og gagnsæi
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ boðar til opins fundar um gagnsæi og lýðræði í Listasalnum, Kjarna, Þverholti 2, miðvikudaginn 25. maí kl. 20.00 – 22.00
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Leiðir til að styrkja og auka lýðræði í sveitarfélögum
Kristinn Már Ársælsson, heimspekingur, félagsfræðingur og stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu Öldu kynnir raunhæfar leiðir sem hafa reynst vel erlendis, t.d. við fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga, rekstur og stefnumótun skóla, löggæslu og annarra þátta.
2. Stefna og aðgerðir Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ í gagnsæis- og lýðræðismálum
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
3. Kynning á Rel8 venslagrunni viðskiptalífsins
Kerfið sýnir m.a. hagsmunatengsl á myndrænan hátt og stuðlar að auknu gagnsæi í viðskiptalífinu
Jón Jósef Bjarnason, hönnuður Rel8 kerfisins
Eftir erindin gefst tími til umræðna.
Fundarstjóri: Kristín I. Pálsdóttir
Allir velkomnir!
ATH. Gengið er inn í Listasalinn á suð-vesturhorni Kjarna, hægra megin við snúningsdyrnar þar sem gengið er inn í bankann og upp á bæjarskrifstofurnar.