Fréttatilkynning frá Íbúahreyfingunni í Mosfellsbæ vegna Helgafellsbyggingamálsins
Í gær samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar með þremur samhljóða atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landsbankann um uppgjör ábyrgðar bæjarins á láni Helgafellsbygginga ehf. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Jón Jósef Bjarnason, sem nú hefur stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:
„Með fullnaðarafgreiðslu á samkomulagi sem samþykkt var að fela bæjarstóra að ganga frá við Landsbankann er brotin 58. grein og 35 gr. sveitarstjórnarlaga, þar kemur fram að bæjarráð hafi ekki heimild til fullnaðarafgreiðslu þrátt fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar um að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðslurétt.
Tillaga um að fresta málinu þar sem gögn vantaði, var felld, en íbúahreyfingin benti á að nauðsynleg gögn vantar með málinu og gögn sem fylgdu voru send seinna en fundarboðið.
Íbúahreyfingin telur bæjarstjóra brjóta 55. gr. 6.kafla 3.mgr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrárliðurinn ber nafnið “uppgjör lóða”, en fjallar um innheimtu Landsbankans vegna sjálfskuldarábyrgðar, tillaga um að setja lýsandi titil var felld.
Bæjarráð er með gjörningnum að afhenda lóðir gegn ólögmætri sjálfskuldarábyrgð. Hagsmunum Mosfellsbæjar væri best borgið með því að fara eftir lögfræðiáliti lögfræðings bæjarins og gangast ekki við sjálfskuldarábyrgðinni.
Íbúahreyfingin mun kanna hvaða leiðir eru færar til þess að verja hagsmuni Mosfellsbæjar í þessu máli.“
Þann 6. júní bárust svör frá Mosfellsbæ við fyrirspurn Jóns Jósefs um stöðu málsins. Í svari bæjarins kom fram að bærinn vissi ekki betur en að lánið væri í vanskilum. Mosfellsbær lét þó hjá líða í framhaldi að upplýsa Jón Jósef um innheimtubréf Landsbankans sem dagsett er 8. júní fyrr en á fundi bæjarráðs í gær. Því er ljóst að hægt hefði verið að fjalla um málið á fundi bæjarráðs þann 14. júní, eða á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní, hvar Jón Jósef hefði haft atkvæðisrétt við afgreiðslu þess. Svo virðist sem bæjaryfirvöld séu að skipuleggja sig framhjá allri mótstöðu við málið og haldi upplýsingum almenningi og kjörunum fulltrúum. Ef Jón Jósef hefði haft atkvæði á fundi bæjarráðs í gær hefði það nægt til að fella málið samkvæmt 35. gr. sveitarstjórnarlaga. En greinin felur bæjarráði heimild til fullnaðarákvörðun mála sé eigi ágreiningur innan ráðsins um ákvörðunina.
Í gær hafði Þórður Björn Sigurðsson, varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar samband við bankastjóra Landsbankans og upplýsti hann um að stórlega mætti draga í efa að Mosfellsbæ væri stætt á að undirrita þau drög að uppgjöri sem lögð voru fyrir bæjarráð í gær því þau stangist á við niðurstöður minnisblaðs sem Mosfellsbær lét lögfræðistofuna LEX vinna um málið.
Þar sem uppgjörsdrögin voru lögð fram sem trúnaðarmál fór varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fram á það við bæjarstjóra í gær að trúnaði yrði nú þegar aflétt af skjalinu en efni skjalsins á fullt erindi við almenning.
Svo virðist sem bæjaryfirvöld séu að skipuleggja sig framhjá allri mótstöðu við málið og haldi upplýsingum frá almenningi og kjörunum fulltrúum. Einnig að umboðsmaður Alþingis hafi vísað málinu frá sér þegar til hans var leitað vegna tafa á afgreiðslu málsins af hálfu Innanríkisráðuneytisins á þeim grundvelli að íbúinn hefði ekki aðild að málinu.
Virðingarfyllst,
f.h. Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ
Þórður Björn Sigurðsson
Nánari upplýsingar veitir: Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi í síma 897 9858