Taktu við keflinu!
Langar þig að hafa áhrif á samfélagið án þess að skrá þig
í hefðbundinn stjórnmálaflokk?
Íbúahreyfingin er óháð íbúaframboð sem bauð fyrst fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum og varð upp úr því, annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason hefur verið fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili. Nú er komið að endurnýjun og auglýsum við hér með eftir Mosfellingum til þátttöku í framboði okkar í vor.
Megináhersluatriði Íbúahreyfingarinnar eru gagnsæi opinberrar stjórnsýslu og íbúalýðræði.
Íbúahreyfingin hefur verið virkt aðhald gagnvart meirihluta bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.
– Við teljum það mikilvægt hlutverk!
Ef þú vilt hafa áhrif á samfélagið án þess að skrá þig í hefðbundinn stjórnmálaflokk þá hafðu samband
við Jón Jósef í síma 897 9858 eða í netfangið: ibuahreyfingin@ibuahreyfingin.is.