Yfirlýsing frá Íbúahreyfingunni
Að gefnu tilefni vill Íbúahreyfingin koma því á framfæri að þann 13. maí 2014, þ.e. stuttu áður en kjósendur gengu að kjörborði í sveitarstjórnarkosningum, sagði Jón Jósef Bjarnason, annar maður á lista framboðsins, sig frá öllu samstarfi við Íbúahreyfinguna í pósti sem hann sendi á stjórnarmennina Birtu Jóhannesdóttur og Þórð Björn Sigurðsson. Í póstinum segir: „samstarfi okkar er lokið […] næsti maður hlýtur að leysa mig af ef við náum 2 sætum“. Þessa ákvörðun ítrekaði Jón opinberlega í hádegisfréttum RÚV þann 20. maí. Í fréttinni kom fram að hann teldi sér „ekki sætt“ og ætlaði „ekki að taka þátt í starfinu á vettvangi bæjarstjórnar ef sú staða kæmi upp.“ Því miður var of seint að breyta framboðslista Íbúahreyfingarinnar þegar þessi staða varð ljós, en Íbúahreyfingin lét á það reyna með erindi til kjörstjórnar. (more…)