Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við

Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við

Lítið hefur farið fyrir umræðu um þau nátt­úru­verð­mæti og úti­vist­ar­svæði sem í húfi eru í tengslum við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Sam­kvæmt þeim til­lögum sem haldið hefur verið á lofti á í sparn­að­ar­skyni að leggja hrað­braut­ina á land­fyll­ingum með lít­illi brú yfir Leiru­vog­inn í Mos­fells­bæ, frá Geld­inga­nesi yfir í Gunnu­nes. Í ljósi nátt­úru­vernd­ar­laga, alþjóð­legra skuld­bind­inga og þýð­ingar svæð­is­ins fyrir Mos­fell­inga vekur furðu að sú útfærsla skuli tek­inn fram yfir aðra val­kosti án nokk­urs fyr­ir­vara um vernd­ar­gildi og úti­vist­ar­hags­mun­i. 

Það er ástæða fyrir því að Vest­ur­lands­veg­ur­inn liggur þar sem hann er. Þegar aðal­skipu­lag Mos­fells­bæjar var upp­haf­lega unnið átti með því að hlífa sjáv­ar­síð­unni.

Yfirlitskort frá Gufunesi, Eiðsvík, Geldinganesi, Blikastaðakró, Gunnunesi og Leiruvogi.

Umhverf­is­mat ekki klárað 

Umhverf­is­mat fyrir þann áfanga Sunda­brautar sem snýr að Leiru­vogi og Mos­fellsbæ hefur aldrei verið klárað. Frum­mats­skýrsla fyrir alla fram­kvæmd­ina er heldur ekki til­bú­in. Hún er í athugun skv. vef Skipu­lags­stofn­unar en þar feng­ust þær upp­lýs­ingar að engin vinna væri í gangi í tengslum við verk­efnið hjá þeim. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra er þrátt fyrir skort á þessum veiga­miklu upp­lýs­ingum og til­heyr­andi sam­ráðs­ferli þó byrj­aður að reka áróður fyrir þess­ari útfærslu þar sem kostn­aður við hana er minnstur í krónum talið. Í ljósi ber­sýni­legra nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­hags­muna íbúa við strand­lengj­una sætir fyr­ir­vara­leysi ráð­herr­ans furðu. Sunda­braut er risa­vaxið verk­efni og án nokk­urs vafa stærsta umhverf­is­vernd­ar­mál síð­ari tíma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það ætti því að vera í fyr­ir­rúmi að vanda til verka.

Aðstæður í Leiru­vogi breyst

Sunda­braut hefur lengi verið í píp­unum og er henni ætlað að greiða leið út úr höf­uð­borg­inni og eru það gild rök. Í lok síð­ustu aldar hófst síðan und­ir­bún­ingur að lagn­ing­unni. Á þeim tíma voru vist­fræð­ingar í Háskóla Íslands fengnir til að taka saman rann­sóknir á líf­ríki Leiru­vogs og úr varð stutt sam­an­tekt. Megin efni hennar eru rann­sóknir sem gerðar voru á 20-30 ára tíma­bili á seinni hluta 20. ald­ar. Í sam­an­tekt­inni (1999) kom m.a. fram að vist­kerfi Leiru­vogs hefði lengi verið undir miklu álagi vegna þess að öllu skólpi frá Mos­fellsbæ var veitt óhreins­uðu í vog­inn. 

Á þessu varð þó breyt­ing 2004-2006 þegar skolplagnir Mos­fell­inga voru tengdar við dælu­stöð sem teng­ist frá­veitu Reykja­vík­ur­borg­ar. 15 árum síðar eru því allt aðrar vist­fræði­legar for­sendur en þær sem uppi voru á rann­sókn­ar­tím­anum og því ekki hægt að byggja mat á nátt­úru­vernd­ar­hag­munum á þeim. 

Aðrar rann­sóknir

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Kjós­ar­svæðis hefur reglu­lega gefið út skýrslur um mengun í vog­inum en einnig í Varmá og Köldu­kvísl sem báðar renna í Leiru­vog. Þessar mæl­ingar stað­festa að mikil breyt­ing til batn­aðar hafi orðið á en enn má þó gera bet­ur, sér­stak­lega hvað við­kemur Varmá. 

Staðbundnar rann­sóknir á fugla­lífi og fisk­gengd við ósana hafa líka verið gerðar í tengslum við fram­kvæmd­ir, s.s. lagn­ingu Tungu­veg­ar, sem lagður var frá Skeið­holti yfir ósa­svæði Varmár og Köldu­kvíslar í Leir­vogs­tungu. Nið­ur­stöður þeirra gáfu sterk­lega til kynna að líf­ríkið við Leiru­vog sé bæði dýr­mætt og fjöl­skrúð­ug­t. 

Engin heild­stæð rann­sókn hefur verið gerð á líf­ríki Leiru­vogs en það hlýtur að vera for­senda þess að unnið sé umhverf­is­mat fyrir fram­kvæmd sem lík­leg er til að hafa mikil og skað­leg umhverf­is­á­hrif. Ýmis­legt er þó almennt vitað um líf­rík­ið, s.s. að leirur hafa stóru hlut­verki að gegna í bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og fæðu­öflun fugla. Vernd­ar­gildi þeirra er því mjög hátt.

Á leirum lifir urmull smádýra sem farfuglar m.a. nærast á til að safna kröftum fyrir flug heimshlutanna á milli.

Leirur grund­völlur fæðu­öfl­unar fugla og ‘stór­virkir kolefn­is­svelgir’

Í upp­lýsandi grein sem vist­fræð­ing­ur­inn Tómas G. Gunn­ars­son skrif­aði undir yfir­skrift­inni „Frá kennslu að kolefn­is­bind­inguog birti í Morg­un­blað­inu 2007 er fjallað um leirur og mik­il­vægi þeirra fyrir líf­rík­ið. 

En gefum honum orð­ið: „Leirur eru eitt mik­il­væg­asta búsvæði margra fugla­teg­unda sem sækja í mergð hrygg­leys­ingja, einkum orma, smá­vaxin skel­dýr og mýflugulirf­ur. Þétt­leiki fugla á leirum er með því mesta sem ger­ist, miðað við önnur búsvæði, en miklar árs­tíða­sveiflur eru í fjölda. Flestir fuglar fara um á far­tíma vor og haust og á sumum leirum er lítið að ger­ast fyrir utan þennan mik­il­væga tíma.” 

Og Tómas heldur áfram: „Leirur eru ekki bara mik­il­vægar fyrir þær líf­verur sem dvelja á og í þeim, því þær eru líka stór­virkir kolefn­is­svelg­ir. Þær binda gróð­ur­húsa­loft­teg­undir og bind­ing á flat­ar­ein­ingu er mik­il. Leirur eru það sjald­gæfar og mik­il­vægar að forð­ast ætti í lengstu lög að eyði­leggja meira af þeim en þegar hefur verið gert.”

Rús­ínan í pylsu­end­an­um: „Það að leirur og þétt­býli mynd­ast oft á sömu stöð­unum þýðir að árekstrar eru tíð­ir. Land­fyll­ingar virð­ast freista, og þverun víkna og voga með vega­gerð hefur spillt mörgum leir­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu einu hefur mörgum af frjósöm­ustu leirum lands­ins verið spillt. Leiru Elliða­vogs var spillt með upp­fyll­ingu sem er hunda­kló­sett og kall­ast í dag­legu tali Geirs­nef. Hval­eyr­ar­lón í Hafn­ar­firði hefur mátt þola þreng­ingar úr öllum áttum og eftir situr lít­ill blett­ur. Gufu­nes­vík var fyllt af sorpi og Arn­ar­nes­vogur er nær horf­inn.”

Það fer því ekki á milli mála að sú útfærsla að leggja Sunda­braut á land­fyll­ingum mun ógna nátt­úru­legu líf­ríki Leiru­vogs. Skað­semin er óum­deild meðal vist­fræð­inga og fórn­ar­kostn­aður því mik­ill, ef ekki með öllu óásætt­an­leg­ur. Afköstin við að binda gróð­ur­húsa­loft­teg­undir ættu  á tímum lofts­lags­breyt­inga ein og sér að nægja stjórn­völdum til að staldra við.

Blikastaðaland með útsýni yfir sundin blá. Á milli Geldinganess og Gunnuness sést móta fyrir Snæfellsjökuli í fjarska.

‘Heil­brigð nátt­úra fyrir heil­brigða þjóð’

Í hinum vest­ræna heimi hefur á und­an­förnum ára­tugum orðið mikil vit­und­ar­vakn­ing í umhverf­is­mál­um. Innan ESB er til dæmis ekki lengur talið ásætt­an­legt að fara út í stór­felldar og skað­legar fram­kvæmdir í nátt­úr­unni nema með full­tingi stofn­ana á sviði nátt­úru­verndar og sér­fræð­inga sem búa yfir fag­legri þekk­ingu á vist­kerf­unum sem um ræð­ir. 

Aðgengi að úti­vist­ar­svæðum í þétt­býli, góð heilsa og vellíðan eru í því sam­bandi metin til mik­illa verð­mæta. Skamm­tíma­hags­munir eins og kostn­aður á fram­kvæmda­tíma ráða því ekki lengur úrslitum þegar teknar eru ákvarð­anir um verk­efni sem mögu­lega spilla þessum gæð­um.

Ýmis­legt hefur verið gert til að festa í sessi fag­leg vinnu­brögð og þar skipta máli alþjóð­legir samn­ingar eins og Bern­ar­samn­ing­ur­inn. 

Íslend­ingar full­giltu Bern­ar­samn­ing­inn sem er samn­ingur um verndun villtra plantna og dýra og líf­s­væða í Evr­ópu árið 1993. Sam­kvæmt ákvæðum hans erum við bein­línis alþjóð­lega skuld­bundin til að vernda Leiru­vog­inn. 

Leir­urnar iða af fugla­lífi og eru einkar mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla sem eiga líf sitt undir því að geta sótt sér nær­ingu á leir­un­um. Lönd heims þurfa vegna flökku­eðlis margra fugla­teg­unda að vera í alþjóð­legu sam­starfi um verndun fugla og búsvæða þeirra. Við berum t.d. ábyrgð á að margæsin geti hvílt sig og nestað á leir­unum fyrir flugið yfir kaldan og gróð­ur­snauðan Græn­lands­jökul til Kanada. 

Leir­urnar gegna auk þess því veiga­mikla hlut­verki að tryggja þeim fugla­teg­undum sem ekki lifa við sjó­inn fæðu þegar snjór þekur jörð.

Árið 2019 átti Bern­ar­samn­ing­ur­inn 40 ára afmæli og að því til­efni var vakin athygli á mark­miðum hans með slag­orð­inu „Heil­brigð nátt­úra fyrir heil­brigða Evr­ópu­búa”. Með því var und­ir­strikað að hags­munir manns og nátt­úru fara sam­an. 

Leiru­vog­ur­inn er auk þess skil­greindur sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði. Sér­stök vist­kerfi eins og leirur og sjáv­ar­fitjar njóta líka sér­stakrar verndar sam­kvæmt 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga.

Leir­urnar eru því bæði með belti og axla­bönd þegar litið er til alþjóð­legra skuld­bind­inga og íslenskra laga. 

Eða svo skyldum við ætla. Raunin er sú að stjórn­völd láta sig vist­fræði­lega þátt­inn litlu varða. Það virð­ist eiga að nota gömlu ‘góðu’ aðferða­fræð­ina og kýla á’etta.

Öll nátt­úru­vernd­ar­svæði í Mos­fellsbæ með teng­ingu við Leiru­vog

Öll frið­lýst nátt­úru­vætti og svæði á nátt­úru­minja­skrá í Mos­fellsbæ eru með beina teng­ingu við Leiru­vog. Það má segja að hann sé bæði upp­haf og endir vernd­ar­svæð­anna því fisk­ur­inn leitar þaðan upp í árn­ar. Fyrir vatns­föllin sem renna um far­vegi, fossa og flúðir í Mos­fellsbæ er vog­ur­inn aftur á móti við­tak­inn. Sú hætta er raun­veru­leg að fram­burður ánna setj­ist smám saman fyrir í vog­inum ef af land­fyll­ingu verð­ur. 

Leiru­vog­ur­inn sjálfur er á nátt­úru­minja­skrá (nr. 131) og bíður því frið­lýs­ing­ar. Nátt­úru­vernd­ar­stofnun hefur hvatt til þess að það verði klárað. Allar ár í Mos­fellsbæ renna í vog­inn, þ.e. Úlf­arsá/Korpa, Var­má, Kalda­kvísl/­Suð­urá og Leir­vogsá. Ósar Varmár eru frið­lýstir og áin sjálf á nátt­úru­minja­skrá. Hinar árnar eru ýmist á nátt­úru­minja­skrá og/eða njóta hverf­is­vernd­ar. Í ánum eru síðan fossar sem ýmist eru frið­lýstir eða á nátt­úru­minja­skrá. 

Það eru því stór­kost­legir nátt­úru­vernd­ar­hags­munir í húfi fyrir Mos­fell­inga. Öll frið­lýst nátt­úru­vætti og svæði á nátt­úru­minja­skrá í sveit­ar­fé­lag­inu munu ‘lit sínum glata’. Ef litið er til þeirra verð­mæta sem tap­ast við það að leggja hrað­braut­ina á brúm og land­fyll­ingu eftir endi­langri strand­lengj­unni er aðeins ein leið fær, sú að leggja Sunda­braut í stokk.

Úti­vist og nátt­úra við Leiru­vog 

Þeir sem ganga, hjóla og stunda golf og hesta­mennsku sér til heilsu­bótar í Mos­fellsbæ vita að Leiru­vogur er ein­stök nátt­úrupara­dís. Leir­urnar iða bók­staf­lega af lífi. Þar eru fuglar ýmist stakir eða í hópum sem stinga nef­inu í sand­inn eftir nær­ingu, kvaka eða hvíla sig. Frið­sældin og heil­næmt sjáv­ar­loftið eru engu lík við vog­inn. Hví­lík and­leg nær­ing! 

Vegstæði Sundabrautar, Geldinganes og Gunnunes séð frá Vesturlandsvegi.

Útsýni við sundin blá

Það er fleira sem ein­kennir Leiru­vog. Í heið­ríkju er sól­ar­lagið óvíða fal­legra. Á góð­viðr­is­dögum heldur útsýnið yfir Faxa­flóa og til fjalla fólki föngnu. Jök­ull­inn í fjarska og  Esjan gera líka sitt. Á björtum síð­kvöldum eiga Norð­ur­ljósin það til að stíga dans við Vetr­ar­braut­ina. Oft­ast yfir Faxa­fló­an­um, fyrir mynni Hval­fjarð­ar. Hví­lík lífs­gæði að eiga kost á svo óvið­jafn­an­legu útsýni í þétt­býl­in­u! 

Hraðbraut eftir strand­lengj­unni endi­langri truflar þessa dýr­mætu nátt­úru­upp­lifun og við tekur umferð­ar­há­vaði, sjón-, loft- og ljós­meng­un. Heilsu­efl­ing og heims­mark­mið fara fyrir lít­ið. Mos­fells­bær sem áunnið hefur sér sess sem heilsu­efl­andi úti­vistar- og nátt­úrupara­dís umbreyt­ist í hávaða­sama eyju á milli tveggja stofn­brauta sem verða innan sjón­máls hvor frá annarri og kall­ast á. 

Hví­líka skamm­sýni og sóun á sam­fé­lags­legum verð­mætum er vart hægt að hugsa sér.

Sunda­braut í stokk

Eins og sjá má verða lífs­gæðin sem við í dag getum sótt í Leiru­vog ekki mæld í pen­ingum á fram­kvæmda­tíma, heldur í þeim ávinn­ingi sem íbúar í ‘heilsu­efl­andi’ sam­fé­lagi og heil­brigð­is­kerfið allt verða aðnjót­andi tak­ist að vernda þessi nátt­úru­verð­mæti. Fyrsta skrefið í þá átt ætti að vera að kanna af þunga og alvöru að leggja Sunda­braut í stokk. 

Loka­orð

Það vekur ugg að engin opin­ber umræða skuli hafa farið fram um skugga­hliðar Sunda­braut­ar. Í nýlegri kynn­ingu starfs­hóps sam­göngu­ráð­herra um Sunda­braut er ekki minnst einu orði á nátt­úru- og úti­vist­ar­hags­muni, hvað þá áhrifin á heilsu og vellíð­an. Rétt eins og sú stefna að kom­ast með bíl á sem skjótastan hátt á milli A og B sé öllu öðru yfir­sterk­ari. 

Göngu- og hjóla­stígur með­fram hrað­braut­inni er á teikni­borð­inu. En til hvers? Hrað­braut er ekki það umhverfi sem fólk sæk­ist eftir til úti­vist­ar.

Stöldrum því við. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa 2/3 hlutar þjóð­ar­inn­ar. Það þjónar lang­tíma­hags­munum fólks­ins sem þar býr að vanda til verka. Ekk­ert hefur reynst okkur jafn dýr­keypt í skipu­lags­málum og flýti­með­ferð­ir. Er ekki tíma­bært að segja þeim kafla í Íslands­sög­unni lok­ið?

Sigrún H Pálsdóttir, leið­sögu­maður og fyrrum bæj­ar­full­trúi.

Greinin birtist í Kjarnanum 1. apríl sl.

Mosfellsbær svarar ekki fyrirspurn um heimilisofbeldi

Mosfellsbær svarar ekki fyrirspurn um heimilisofbeldi

Í ljósi frétta um alvarlegt og aukið ofbeldi á heimilum vegna Covid 19 er vakin athygli á því að engar upplýsingar er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar um þjónustu sveitarfélagsins vegna heimilisofbeldis og þátttöku þess í verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Saman gegn ofbeldi.

Fyrir þremur mánuðum síðan eða þann 9. janúar sl. sendi undirrituð Mosfellsbæ fyrirspurn um aðgerðir sveitarfélagsins í þessum málaflokki. Enn hefur ekki borist svar þrátt fyrir ítrekun 17. febrúar.

Tregða við að veita upplýsingar um starfsemi Mosfellsbæjar í heimilisofbeldismálum hefur lengi loðað við og tala ég þar út frá reynslu minni sem bæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili. Eins og sjá má á fyrirspurninni er ekki verið að óska eftir persónugreinanlegum upplýsingum, heldur aðgerðum sveitarfélagsins í þessum málaflokki óháð persónum.

Í von um að stíflan bresti hér fyrirspurn mín til Mosfellsbæjar dags. 8. janúar 2020.

Efni: Fyrirspurn um framgang verkefnisins Saman gegn ofbeldi, upplýsingar um heimilisofbeldi o.fl.

Í mars 2015 gerðu Mosfellsbær og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samstarfssamning um átak gegn heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Í lok sama árs var einnig undirritað samkomulag við Seltjarnarnes um þjónustuþáttinn, þ.e. bakvaktir í barnaverndar- og heimilisofbeldismálum. Ég hef áhuga á að kynna mér framgang þessara verkefna og mál þeim tengd. Til að einfalda hlutina útbjó ég spurningalista og eru spurningarnar eftirfarandi:

  • Er Mosfellsbær virkur þátttakandi í verkefninu Saman gegn ofbeldi? Ef svo er, hvar geta íbúar nálgast upplýsingar um verkefnið og framgang þess?
  • Er samkomulag við Seltjarnarnes um bakvaktir enn í gildi?
  • Veitir fjölskyldusvið þolendum heimilisofbeldis í Mosfellsbæ aðstoð í samræmi við samstarfssamning við Lögreglu höfuðborgarsvæðisins? Ef svo er í hverju felst (a) aðstoðin og (b) eftirfylgnin?
  • Vinnur Mosfellsbær eftir sérstökum verklagsreglum/-handbók í heimilisofbeldismálum? Ef svo er, hvar er hægt að nálgast þær/hana?
  • Heldur fjölskyldusvið til haga tölulegum upplýsingum um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ? Ef já, eru þær aðgengilegar íbúum?
  • Hvar geta íbúar nálgast upplýsingar um þjónustu fjölskyldusviðs við brotaþola og gerendur heimilisofbeldis?
  • Heldur Mosfellsbær til haga upplýsingum um þá þjónustu sem Bjarkarhlíð, Kvennaathvarfið, Stígamót og Kvennaráðgjöfin veitir Mosfellingum í heimilisofbeldismálum? Ef svo er, hvar er hægt að nálgast þær?Með nýjárskveðju og fyrirfram þökk,

    Sigrún H Pálsdóttir

Tenging vélaverkstæðis í Hafnarfirði við lóðakaup hér

Tenging vélaverkstæðis í Hafnarfirði við lóðakaup hér

Hvernig tengist Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) í Hafnarfirði fasteignaverkefnum í Mosfellsbæ?

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Gunnar Ármannsson er lögfræðingur VHE. Hann fór fyrir Primacare-verkefninu í Mosfellsbæ 2009, auk þess að fá leyfi bæjarráðs 2016 til að byggja einkasjúkrahús á 12 hekturum lands við Sólvelli í Reykjahverfi. Samstarfsaðilinn var  skúffufyrirtæki í Eindhoven í Hollandi.

Ef marka má Kveik vikunnar (24.03.20) er vélaverkstæðið sem Gunnar starfar hjá nú grunað um að hafa greitt framkvæmdastjóra fasteignasjóðsins Upphafs mútur. Svo vill til að bæjarráð úthlutaði einmitt því félagi lóðir til að byggja á annað hundrað íbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar sama ár og tekin var ákvörðun um byggingu einkasjúkrahúss, þ.e. 2016.

Sjóðir Upphafs tómir

Til upprifjunar var Upphaf/Novus einn af sjóðum GAMMA sem var seldur Kviku í fyrravor. Uppistaðan í eign félagsins voru lóðir og íbúðir í byggingu við Bjarkarholt/Háholt og víðar. Seinnihluta síðasta árs kom síðan í ljós að sjóðurinn hafði skroppið saman um 5,360 milljónir. Það eina sem eftir var í félaginu voru 40 milljónir. Sala íbúða hafði brugðist.

Brotlending verkefna

Það er umhugsunarefni hversu illa fer fyrir þeim uppbyggingarverkefnum sem bæjarráð Mosfellsbæjar tekur sér fyrir hendur. Skemmst er að minnast fimm milljarða gjaldþrots Helgafellsbygginga sem var samstarfsaðili Mosfellsbæjar um uppbyggingu í Helgafellshverfi fyrir hrun. Verkefnin Primacare 2009, einkasjúkrahús 2016 og síðan heilsuþorp 2017 við Sólvelli hafa öll runnið út í sandinn vegna skorts á fjárhagslegu bolmagni og spurning hvað verður um sölu á íbúðum í miðbæ bæjarins með ekki traustari grunn en raun ber vitni.

Fjárhagslegt bolmagn í pólitískt mat

Svo virðist sem bæjarráð rannsaki ekki fjárhagslega getu umsækjenda um lóðir með fullnægjandi hætti áður en gengið er til stórra samninga. Því til staðfestingar er þessi saga brotlendinga. Draumsýn pólitíkusa virðist ráða för. 

Lýsandi fyrir viðhorfin sem ráða ríkjum í Kjarna er líka sú ákvörðun bæjarstjórnar 2017 að breyta úthlutunarreglum á þann veg að horfið er frá þeirri skýlausu kröfu að umsækjandi um lóð leggi fram greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi ráði við fjárfestinguna. Þess í stað setur bæjarráð nú umsækjendum “viðmið hverju sinni” sem þýðir að umsóknir um lóðir fara í pólitískt greiðslumat. 

Íbúahreyfingin setti sig á móti þessari breytingu því ef eitthvað er, ætti að styrkja og útfæra þessar reglur mun betur. Það er ekkert hald í þeim sé litið til hagsmuna sveitarfélagsins sjálfs. 

Rannsóknarverkefni

Af hverju svo margir þræðir uppbyggingarverkefna í Mosfellsbæ liggja til vélaverkstæðis í Hafnarfirði er spurning sem dómstólar eða okkar góðu rannsóknarblaðamenn eiga ugglaust eftir að svara. Hingað til hafa framboðin sem skipa bæjarstjórn sofið á verðinum. Öll nema Íbúahreyfingin.

Sigrún H Pálsdóttir

Raunverulegir eigendur enn á huldu í Mosfellsbæ

Raunverulegir eigendur enn á huldu í Mosfellsbæ

Nú eru lög um skráningu á raunverulegum eigendum komin til framkvæmda sem er vel. Eitthvað virðist þó undarlega að lagasetningunni staðið. Á meðan félögum, eins og foreldrafélögum sem eiga lítið undir sér, er gert skylt að gera grein fyrir raunverulegum eigendum eru lögaðilar sem skráðir eru á hlutabréfamarkaði og hafa til þess burði að ráðstafa miklum fjármunum á undanþágu frá skráningu. 

Og hvernig snertir þetta Mosfellinga? 

Starfsmenn fjármálafyrirtækis skráðir raunverulegir eigendum

Sunnubær ehf., félag í vörslu Kviku, á lóðir við Sunnukrika þar sem verið er að reisa heilsugæslustöð. Skv. skráningu á vef fyrirtækjaskrár er búið að skrá raunverulegt eignarhald félagsins og eru það starfsmenn Kviku sem nú sem endranær eru skráðir “raunverulegir eigendur”. Hina raunverulegu eigendur, viðskiptavini Kviku, er hins vegar hvergi að finna á vef fyrirtækjaskrár undir raunverulegum eigendum. Starfsmenn Kviku verða því áfram skjöldur raunverulegra eigenda lóðanna í Sunnukrika.

Raunverulegt eignarhald áfram á huldu

Glufan til að ástunda spillingu, sem lögin eiga að koma í veg fyrir, er sem sagt enn opin. Þetta þýðir að opinberum aðilum, eins og sveitarfélögum, verður áfram heimilt að afhenda her huldufólks lóðir, án þess að upplýsa íbúa um raunverulegt eignarhald. Sú glufa er því enn opin að ráðstafa eignum og verkefnum sveitarfélagsins á ógegnsæjan hátt. Sömuleiðis verður jafn ómögulegt og fyrr að sannreyna pólitísk tengsl og þar með siðferði á bak við viðskipti sveitarfélagsins við lögaðila.
Ekkert útboð á framkvæmdum

Þegar lóðum er ráðstafað til félaga sem þessara tekur við lokað ferli. Eins og í þessu tilviki fela eigendur raunverulegt eignarhald á bak við starfsmenn bankans, auk þess sem ekki þarf að efna til útboðs um framkvæmdirnar o.fl. Vel má vera að til þess hafi leikurinn verið gerður, þ.e. að raunverulegir viðskiptavinir Kviku hafi keypt lóðirnar til að skapa sjálfum sér og/eða vildarvinum sínum verkefni.

Af hverju þessi leynd?

Stóra spurningin er því eftir sem áður sú sama: Af hverju stundar fjölskipuð bæjarstjórn Mosfellsbæjar fasteignaviðskipti við huldufólk? Er einhver ástæða fyrir því? Hvað er það sem þarf að fela?
Sama fyrirkomulag var viðhaft þegar lóðum við Bjarkarholt/Háholt var ráðstafað. Þar var sællar minningar í aðalhlutverki GAMMA sem er fyrirtæki nátengt Kviku. Ef marka má fréttir er eignarhald þess félags að mestu á huldu en þó ljóst að í það mál eru félagar í Sjálfstæðisflokknum margflæktir.

Frístundastyrkur mismunandi eftir sveitarfélögum

Frístundastyrkur mismunandi eftir sveitarfélögum

ASÍ heldur sem fyrr áfram að bera saman þau lífsgæði sem sveitarfélögin skapa íbúum sínum. Nú er verkefnið frístundaávísunin en hún leggur grunn að því ómetanlega starfi sem fram fer í íþróttafélögum og listaskólum vítt og breitt um landið. 

Eða hélt kannski einhver að það væri tilviljun hve oft Íslendingar koma við sögu á rauðum dreglum og alþjóðlegum verðlaunaafhendingum í Hollywood og víðar? pastedGraphic.png 

Sei, sei nei, svo er ekki. Sú velgengni er í aðra röndina því að þakka að ungt fólk á Íslandi fær tækifæri til að þroska hæfileika sína með dyggum stuðningi frístundaávísunarinnar. – Takið eftir að íslenski Óskarsverðlaunahafinn er úr Hafnarfirði en þar er framlagið hæst.
Forvarna- og uppeldisgildið frístundastarfs er líka óumdeilt og því verður ágæti þessa jöfnunartækis seint ofmetið. Auðvitað er pólitískur vilji mismikill eftir sveitarfélögum og framboð á tómstundaiðkunum í takt við stærð þeirra.
Mosfellsbær stendur sig þó með prýði og styrkir í dag börn og ungmenni frá 6 til 18 ára til jafns við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki út árið sem þau eru 18 eins og t.d. Reykjavíkurborg. Það getur því munað einu og hálfu skólaári á framlagi þessara sveitarfélaga til tómstundastarfs.
Skýring: Þeir sem eru fæddir 2002 fá ekki frístundaávísun frá Mosfellsbæ fyrir skólaárið 2020-21, heldur einungis til 31. maí 2020. Þeir sem eru fæddir seinni hluta árs 2002 eru þó 18 ára þar til eftir að skólaári lýkur vorið 2021.
Sem sagt! Enn eitt gullna tækifærið til að gera betur þó vel sé gert., ekki satt?

Pin It on Pinterest