Samningur um Blikastaðaland – Rauð viðvörun

Samningur um Blikastaðaland – Rauð viðvörun

RISAVAXINN SAMNINGUR GERÐUR VIÐ EINKAFYRIRTÆKI KORTERI FYRIR KOSNINGAR – RAUÐ VIÐVÖRUN I
Í þessu máli vekur athygli að ekki virðist hafa verið efnt til samkeppni meðal arkitekta um hönnun skipulags í Blikastaðalandi.
Líka virðist íbúasamráð hafa farið forgörðum. Snemma í skipulagsferlinu ber þó sveitarstjórn að kanna vilja bæjarbúa. Umrætt skipulagssvæði þekur jú hvorki meira né minna en 87 hektara lands. Svæðið býður því upp á mikla möguleika sem íbúar eru líklegri en aðrir til að koma auga á og leggja í púkk hönnuða.
En af fréttum að dæma er augljóst að þarna stýra fjármagnseigendur málum, sveitarstjórnin með skipulagsvaldið, sem á að gæta almannahagsmuna, trítlar niðurlút þeim við hlið og skrifar undir samning áður en samtalið hefst við íbúa.
Að samningur skuli vera undirritaður um þetta risavaxna verkefni korteri fyrir kosningar vekur hreint út sagt óhug um framtíð þess.
SAGAN HRÆÐIR
Saga meirihluta D- og V-lista í skipulags- og framkvæmdamálum í Mosfellsbæ hræðir. Við höfum heyrt öll fögru fyrirheitin um vistvæna byggð áður. Dapurlega lítið af þeim hefur staðist.
SMÁ UPPRIFJUN MISTAKA
Helgafellslandið og hrunið. Þar varð stærsta gjaldþrot sögunnar í byggingariðnaði. Tíminn í kjölfarið einkenndist af endalausum skipulagsbreytingum og dekri við vildarvini og einkaaðila á kostnað ásýndar byggðarinnar og lífsgæða íbúa.
Svo kom Prima Care og erlent einkasjúkrahús í eigu skúffufyrirtækis með pósthólf á afviknum stað í Hollandi. Þjóðin hafði vart við að trúa.
Nú síðast steinsteypuvirkin og alltumlykjandi malbiksbreiður í miðbænum, þ.m.t. við Sunnukrika og Bjarkarholt, samkrullið við Upphaf (GAMMA), Kviku o.s.frv.
KJÓSENDUR HAFA FRAMTÍÐINA Í HÖNDUM SÉR
Er ekki komið nóg? Kominn tími til að slá botninn í þessa sorgarsögu 14. maí?
Gera Blikastaðaland að landi hinna raunverulegu tækifæra íbúum í nútíð og framtíð til heilla?

AFLEIÐINGAR SAMNINGS UM UPPBYGGINGU Í BLIKASTAÐALANDI FYRIR LÝÐRÆÐIÐ – RAUÐ VIÐVÖRUN II
Með samningi um uppbyggingu í Blikastaðalandi nú korteri fyrir kosningar er meirihluti D- og V-lista ekki einungis að binda hendur komandi bæjarstjórnar, heldur líka að takmarka rétt íbúa til að hafa áhrif á skipulagsgerðina í gegnum lögbundið aðal- og deiliskipulagsferli. Samningar eru bindandi og skýrt að samningnum sem verið var að undirrita má ekki breyta nema með samþykki beggja samningsaðila.
Samningurinn felur nefnilega í sér ákveðnar skipulagsforsendur. Hvorki vilji íbúa, né heldur þess meirihluta sem myndaður verður eftir kosningar getur breytt samningsbundnum forsendum nema Blikastaðaland ehf. veiti samþykki sitt.
Frelsi íbúa til að nota sinn lögbundna rétt til að koma sjónarmiðum sínum að hefur því verið takmarkað og pólitískt umboð verðandi meirihluta sömuleiðis.
Sú spurning er áleitin af hverju bæjarstjórinn fráfarandi lét sér ekki nægja að undirrita viljayfirlýsingu, eins og upphaflega stóð til. Það væri alltént lýðræðislegi hátturinn.
BÆJARSTJÓRINN EINRÁÐI SETUR FJÖLSKIPAÐA BÆJARSTJÓRN ÚT Í KULDANN
Hvernig staðið var að vali á fulltrúum í stýrihópinn sem bæjarstjóri sjálfur fer fyrir og rýnihópa undirmanna hans vekur upp spurningar. (Frumkvæði að stofnun þessara hópa kom að sögn frá landeigendum. Það gæti skýrt ýmislegt en réttlætir ekki ólýðræðislega samsetningu hópanna.)
Enginn fulltrúi minnihlutans átti sæti í þessum hópum og heldur ekki íbúa.
Lýðræðislega leiðin í þessu spennandi verkefni hefði verið að mynda stýrihóp allra framboða í bæjarstjórn og skapa áhuga á verkefninu meðal íbúa. Embættismenn hefðu eins og vera ber verið þeim til fulltingis.
FÖGUR FYRIRHEIT BREIÐA YFIR LÝÐRÆÐISHALLANN
Fyrirheit um vistvæna byggð í samspili við náttúruna eru vissulega lokkandi. Hreinasta draumsýn! Sagan kennir okkur þó að hún gæti verið tálsýn.
Ólýðræðisleg vinnubrögð eru heldur ekki líkleg til að skapa traust. Þau rýra það og grafa undan lýðræðinu. Það hvernig meirihluti D- og V-lista stendur hér að málum er skólabókardæmi um vonda stjórnarhætti. Það hefði verið sterkt að sjá alla fulltrúa minnihlutans hafna þeim.
L-LISTI GREIDDI EINN ATKVÆÐI GEGN SAMNINGNUM
Fulltrúar M-, S- og C-lista sátu hjá við afgreiðslu samningsins. Fulltrúar D- og V-lista gáfu honum sín atkvæði. Eini bæjarfulltrúinn sem mælti á móti var fulltrúi L-lista.
Mikið hefði það nú verið sterkt að sjá minnihlutann fara að dæmi L-lista og hafna gerræðinu afdráttarlaust. Það á sér þó vonandi einhverjar skýringar í því hvað stutt er til kosninga og erfitt að koma réttum upplýsingum um ástæður þess að hafna samningi til kjósenda, þ.e. að það að hafna samningi þýði ekki að framboðin séu á móti uppbyggingu í Blikastaðalandi.
Gott væri að fá skýr svör við því frá M-, S- og C-lista af hverju fulltrúar þeirra sátu bara hjá.

Birt á FB-síðunni Íbúar í Mosfellsbæ 6. og 8. maí.

Þjónustuíbúðir Bjarkarholti – Endanleg umsögn

Þjónustuíbúðir Bjarkarholti – Endanleg umsögn

Sent Mosfellsbæ, 26. apríl 2021

Efni: Umsögn um auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar og skort á forsendum slíkra breytinga, þ.e. sjálfu deiliskipulagi miðbæjarins.

Í dag [26. april] rann út frestur til að skila athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar. Á lóðinni stendur til að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða og tengja þær við hjúkrunarheimilið Eir við Hlaðhamra.

Stjórn Íbúahreyfingarinnar telur að skipulagsyfirvöld í Mosfellsbæ þurfi að útfæra tillöguna betur og þá sér í lagi með lífsgæði verðandi íbúa að leiðarljósi. 

Stjórn Íbúahreyfingarinnar telur jafnframt að skipulagslegar forsendur fyrir tillögunni skorti. Gamla heildstæða deiliskipulagið frá 2010 eru rústir einar eftir deiliskipulagsbreytingar undanfarinna ára og aðkallandi að gera heildarendurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins með tilheyrandi greinargerð þar sem markmiðum þess og helstu þáttum er lýst.  

Umsögninni er skipt í tvo kafla. Annars vegar (1) sértæka umsögn um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu og hins vegar (2) almenna umsögn um mikilvægi þess að deiliskipuleggja miðbæinn sem eina heild og skýra markmið skipulagsins og helstu þætti í ítarlegri greinargerð.

(1) Umsögn um breytingar á deiliskipulagi við Bjarkarholt 4-5

Undirrituð fara þess á leit að bæjarstjórn Mosfellsbæjar endurskoði tillögu um deiliskipulagsbreytingu við Bjarkarholt 4-5 með lífsgæði íbúa í þjónustuíbúðum og áhrif breytinganna á umhverfi miðbæjarins að leiðarljósi. 

Lagt er til að byggingarmagn verði minnkað til muna. Samkvæmt breytingatillögunni á það að vera rösklega fimmfalt á við það magn sem deiliskipulag miðbæjarins frá árinu 2010 gerir ráð fyrir. Íbúðum fjölgar úr 19 í 108 á byggingarreit sem einungis er 5069 m2. 

Gæði húsnæðis og aðstaða á lóð.

Þegar byggðar eru þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara er mikilvægt að huga sérstaklega vel að gæðum húsnæðis og lóðinni við húsið við hönnun. Góð birta þarf að vera í íbúðum og aðlaðandi svæði til útiveru á lóðinni. Birtan af því að eldri borgarar eyða meiri tíma í íbúðum sínum en fólk og fjölskyldur á vinnumarkaði. Garðurinn til að fá hreyfingu og viðhalda og efla heilsu. 

Íbúar þurfa að geta gengið um, tyllt sér á bekki og tekið tal saman við aðra íbúa á lóðinni við húsið. Fyrir aldraða íbúa sem ekki treysta sér í lengri gönguferðir hefur slík aðstaða mikla þýðingu, sbr. Sléttuvegurinn í Fossvogi, Hrafnista í Laugarneshverfi í Reykjavík og víðar.

Fyrirliggjandi uppdrættir.

Tillögum að deiliskipulagsbreytingunni fylgja myndir og uppdrættir. Sýnd er þrívíddarmynd af húsunum sem mynda eins konar þröngt U sem opnast mót suðri. Skugginn sem sýndur er er mjög blekkjandi; sýnir morgunsól í ca. 60° hæð í austri, sem er óhugsandi, en þá er sól ca. 30° á lofti um sumarsólstöður en lægra allan annan tíma. 

Nær væri að byggja í L, og opna fyrir suður- og vestursól, auk þess sem álman sem liggur meðfram Langatanga verður fyrir ónæði af umferð og býður uppá miður skemmtilegt útsýni yfir malbikshaf með bensínstöð og dekkjaverkstæði 

Fjölgun íbúða á þessum litla reit úr 19 í 108 er alltof mikil miðað við stærð lóðarinnar. Flestar íbúðir verða í skugga stóran hluta dagsins, auk þess sem útisvæði er alltof lítið til að byggja upp góða aðstöðu utanhúss. 

Útsýni er líka mjög takmarkað úr flestum íbúðum. Í ljósi þess hve náttúrulegt umhverfi Mosfellsbæjar er fjölbreytt og fallegt er synd að það skuli ekki vera nýtt fyrir eldri borgara bæjarins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að sá mikli gróður sem er á lóðinni, þar á meðal nánast allar bjarkirnar sem Bjarkarholt heitir eftir, sé fjarlægður. Þar er illa farið með verðmæti.

Kynning á deiliskipulagsuppdrætti

Mikilvægt er að kynna breytingar á deiliskipulagi þannig að heildarsýn yfir nærliggjandi skipulagsheild fáist, en hér er notast við gamalt og löngu úrelt deiliskipulag miðbæjarins frá 2010. Uppdrátturinn gefur því ekki rétta mynd af skipulagi miðbæjarins og nánasta umhverfi fyrirhugaðra bygginga. 

Upplýsingar um stærðir íbúða, stærð sameignar, skuggavarp og aðstöðu vantar í kynninguna.

Bílastæði

Alls fylgja 108 bílastæði byggingunni, þar af 92 í bílakjallara. Á lóðinni milli bygginganna er síðan gert ráð fyrir 16 bílastæðum sem skerða það litla útisvæði sem þó fylgir lóðinni. Þau ætti að færa annað þannig að græna svæðið njóti sín, og að það sé ekki undirlagt af bílum með öllum þeim hávaða, ónæði og ólofti sem þeim fylgja.

Stefna Mosfellsbæjar

En hver skyldi stefna Mosfellbæjar vera í málefnum eldri borgara?

“Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.”
(Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020-2027.)

Þessi stefna er ansi skýr og ættu eldri borgarar við Bjarkarholt að fá að njóta hennar til fulls. Til hvers er hún annars? 

Samningur við Eir

Í Bjarkarholti 4-5 er um að ræða uppbyggingu sem grundvallast á samningi við Eir, hjúkrunarheimili, sbr. netkynningarfund skipulagsfulltrúa og Guðjóns Magnússonar arkitekts 17. mars. Samningur Eirar tekur þó til fleiri lóða. Bjarkarholt 4-5 er einungis 1. áfanginn. Í ljósi stærðar verkefnisins vekur furðu að ekki skuli hafa verið efnt til samkeppni meðal arkitekta um breytingarnar því þær hafa mikil áhrif á deiliskipulag miðbæjarins í heild sinni.

2. Miðbærinn sem ein heild

Undirrituð telja að forsendur vanti til að gera breytingar á umræddum deiliskipulagsreit innan skipulagssvæðis miðbæjarins. Heildardeiluskipulag, ásamt greinargerð um helstu þætti þess, hefur enn ekki verið unnið. Deiliskipulag miðbæjarsins frá 2010 hefur enga þýðingu lengur. Nær ekkert stendur eftir af þeirri miklu vinnu og því ekki hægt að byggja á því. Þar af leiðir að Mosfellsbær þarf að leggjast í ítarlega skipulagsvinnu þar sem gerð er grein fyrir helstu þáttum miðbæjarskipulags og markmiðum þess í uppdráttum og greinargerð.

Samkeppni og samráð

Það er eðli góðrar skipulagsvinnu og húsagerðar að keppt sé um tillögur. Líka að íbúar séu hafðir með í ráðum. Skaðinn sem af því hlýst að hunsa lýðræðislega ferlið getur orðið bæjarfélaginu dýrkeyptur enda afleiðingar þannig vinnubragða oftast á kostnað þeirra sem síst skyldi, það er bæjarbúa.

Bútasaumur í skipulagi

Í tengslum við þá uppbyggingu sem nú stendur yfir í miðbænum er miður að sú leið skuli hafa verið valin að búta fyrirliggjandi miðbæjarskipulag niður í smærri einingar og breyta því lóð fyrir lóð án undangengis samráðs við íbúa og faglegrar undirbúningsvinnu. Við gerð deiliskipulags 2010 var þess þó gætt. 

Lýðræðislegum verkferlum í skipulagsmálum er ætlað að tryggja gæði. Í Mosfellsbæ hefur orðið afturför í lýðræðisþróun. Með hverri deiliskipulagsbreytingunni af annarri verður hún sýnilegri. Heildarsýn hefur tapast og bæjarbúar eru ekki lengur þátttakendur í ferlinu. Með öllu er óljóst hvert þeir sem vinna að tillögum og jafnvel framkvæmdum sækja umboð sitt. Þannig vinnubrögðum liggur hvorki virðing fyrir gegnsæi né lýðræði að baki.

Fjölbreytileiki í íbúasamsetningu versus einsleitni 

Við skoðun á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu hafa ýmsar spurningar vaknað, m.a. hvort bærinn hafi leitað sér nægilegrar ráðgjafar hjá sérfræðingum. Er yfirhöfuð ráðlegt eða eru fordæmi fyrir því að svo stór hluti skipulagssvæðis í miðbæ sé einskorðaður við einn aldurshóp. Getur verið að slík einsleitni hafi til dæmis áhrif á framboð á þjónustu í miðbænum? 

Kunnir arkitektar mæla með fjölbreytileika í íbúasamsetningu, ekki einsleitni og á það ekki síst við um miðbæi.

Fleiri spurningum er ósvarað. Var tekið tillit til smæðar Mosfellsbæjar þegar þessi samþjöppun eins aldurshóps á tiltekið svæði í miðbæ Mosfellsbæjar var ákveðin? Hefur þörfin fyrir þjónustuíbúðir yfirhöfuð verið greind? Hefur grunnvinnan verið unnin, þ.e. stefna um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldri borgara? Sá hópur er fjölbreyttur og þarf fjölbreytt úrræði.

Krafa um faglega og lýðræðislega skipulagsvinnu

Stjórn Íbúahreyfingarinnar hvetur bæjaryfirvöld til að endurskoða verkferla í skipulagsmálum og efna til samkeppni meðal arkitekta og samráðs við íbúa um skipulag miðbæjarins sem heild og miðju fjölbreytileika og gefandi mannlífs í Mosfellsbæ. 

Skipulagsvinnan þarf að byrja á réttum enda. Fyrst kemur deiliskipulagning miðbæjarins í heild og síðan úrvinnsla skipulags við Bjarkarholt 4-5 með hliðsjón af stefnunni sem kveðið verður á um í ítarlegri greinargerð með deiliskipulagi miðbæjarins. Undirrituð telja að faglega unnin greinargerð um helstu þætti skipulagsins og áhrif þess á birtustig í íbúðum, skuggavarp bygginga, útsýni, hljóð- og loftgæði, svæði til útiveru o.s.frv. sé lykilforsenda frekari uppbyggingar.

Stjórn Íbúahreyfingarinnar
Netfang: ibuahreyfingin@gmail.com

Umsögn um deiliskipulagsbreytingu – Óhóflegt byggingarmagn í Bjarkarholti

Umsögn um deiliskipulagsbreytingu – Óhóflegt byggingarmagn í Bjarkarholti

Þann 26. apríl næstkomandi rennur út frestur til að senda inn athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi í Bjarkarholti 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar en þar stendur til að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Stjórn Íbúahreyfingarinnar telur að bæjaryfirvöld þurfi að gera betur við gerð nýs skipulags og er það tilefni eftirfarandi umsagnar.
Umsögninni er skipt í tvo kafla. Annars vegar (1) sértæka umsögn um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu og hins vegar (2) almenna umsögn um áhrif niðurbrots deiliskipulags miðbæjarins í litlar, aðgreindar skipulagseiningar o.fl.

  1. Umsögn um breytingar á deiliskipulagi við Bjarkarholt 4-5

Undirrituð fara þess á leit að bæjarstjórn Mosfellsbæjar endurskoði tillögu um deiliskipulagsbreytingu við Bjarkarholt 4-5 með lífsgæði íbúa í þjónustuíbúðum og áhrif breytinganna á umhverfi miðbæjarins að leiðarljósi. 

Lagt er til að byggingarmagn verði minnkað til muna. Samkvæmt breytingatillögunni á það að vera rösklega fimmfalt á við það magn sem deiliskipulag miðbæjarins frá árinu 2010 gerir ráð fyrir. Íbúðum fjölgar úr 19 í 108 á byggingarreit sem er einungis 5069 m2. 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Bjarkarholt 4-5

Gæði húsnæðis og aðstaða á lóð.

Þegar byggðar eru þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara er mikilvægt að huga sérstaklega vel að gæðum húsnæðis og lóðinni við húsið við hönnun. Góð birta þarf að vera í íbúðum og aðlaðandi svæði til útiveru á lóðinni. Birtan af því að eldri borgarar eyða meiri tíma í íbúðum sínum en fólk og fjölskyldur á vinnumarkaði. Garðurinn til að fá hreyfingu og efla heilsu. Íbúar þurfa að geta gengið um, tyllt sér á bekk og tekið tal saman við aðra íbúa á lóðinni við húsið. 

Fyrirliggjandi uppdrættir.

Tillögum að deiliskipulagsbreytingunni fylgja myndir og uppdrættir. Sýnd er þrívíddarmynd af húsunum sem mynda eins konar þröngt U sem opnast mót suðri. Skugginn sem sýndur er er mjög blekkjandi; sýnir morgunsól í ca. 60° hæð í austri, sem er óhugsandi, en þá er sól ca. 30° á lofti um sumarsólstöður en lægra allan annan tíma. 

Nær væri að byggja í L, og opna fyrir suður- og vestursól, auk þess sem álman sem liggur meðfram Langatanga verður fyrir ónæði af umferð og býður uppá miður skemmtilegt útsýni yfir malbikshaf með bensínstöð og dekkjaverkstæði 

Fjölgun íbúða á þessum litla reit úr 19 í 108 er alltof mikil miðað við stærð lóðarinnar. Flestar íbúðir verða í skugga stóran hluta dagsins, auk þess sem útisvæði er alltof lítið til að byggja upp góða aðstöðu utanhúss. 

Útsýni er líka mjög takmarkað úr flestum íbúðum. Í ljósi þess hve náttúrulegt umhverfi Mosfellsbæjar er fjölbreytt og fallegt er synd að það skuli ekki vera nýtt fyrir eldri borgara bæjarins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að sá mikli gróður sem er á lóðinni, þar á meðal nánast allar bjarkirnar sem Bjarkarholt heitir eftir, sé fjarlægður. Þar er illa farið með verðmæti.

Kynning á deiliskipulagsuppdrætti

Mikilvægt er að kynna breytingar á deiliskipulagi þannig að heildarsýn yfir nærliggjandi skipulagsheild fáist, en hér er notast við gamalt og löngu úrelt deiliskipulag miðbæjarins frá 2010. Uppdrátturinn gefur því ekki rétta mynd af skipulagi miðbæjarins og nánasta umhverfi fyrirhugaðra bygginga. 

Upplýsingar um stærðir íbúða, stærð sameignar og aðstöðu vantar í kynninguna.

Deiliskipulag miðbæjarins frá 2010 en því hefur verið breytt lóð fyrir lóð síðustu ár og er í dag óþekkjanlegt.

Bílastæði

Á lóðinni milli bygginganna er gert ráð fyrir 16 bílastæðum sem skerða það litla útisvæði sem þó fylgir lóðinni. Þau ætti að færa annað þannig að græna svæðið njóti sín, og að það sé ekki undirlagt af bílum með öllum þeim hávaða, ónæði og ólofti sem þeim fylgja.

Stefna Mosfellsbæjar

En hver skyldi stefna Mosfellbæjar vera í málefnum eldri borgara (2020-2027)?

“Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.” 

Þessi stefna er ansi skýr og bygging þjónustuíbúða fyrir eldri borgar við Bjarkarholt kjörið tækifæri til að láta verkin tala.

Samningur við Eir

Í Bjarkarholti 4-5 er um að ræða uppbyggingu sem grundvallast á samningi við Eir, hjúkrunarheimili. Samningur Eirar tekur þó til fleiri lóða. Bjarkarholt 4-5 er einungis 1. áfanginn. Í ljósi stærðar verkefnisins vekur furðu að ekki skuli hafa verið efnt til samkeppni meðal arkitekta um breytingarnar því þær hafa mikil áhrif á deiliskipulag miðbæjarins í heild sinni.


Loftmynd af deiliskipulagsreit í miðbæ Mosfellsbæjar. Lengst til vinstri Bjarkarholt 4-5

2. Miðbærinn sem ein heild og breytingar á deiliskipulagi innan hans

Samkeppni og samráð

Það er eðli góðrar skipulagsvinnu og húsagerðar að keppt sé um tillögur. Líka að íbúar séu hafðir með í ráðum. Skaðinn sem af því hlýst að hunsa lýðræðislega ferlið getur orðið bæjarfélaginu dýrkeyptur enda afleiðingar þannig vinnubragða oftast á kostnað þeirra sem síst skyldi, það er bæjarbúa.

Í tengslum við þá uppbyggingu sem nú stendur yfir í miðbænum er miður að sú leið skuli hafa verið valin að búta fyrirliggjandi miðbæjarskipulag niður í smærri einingar og breyta því lóð fyrir lóð án undangengis samráðs við íbúa. Við gerð deiliskipulags 2010 var þess þó gætt. 

Lýðræðislegum verkferlum í skipulagsmálum er ætlað að tryggja gæði. Í Mosfellsbæ hefur orðið afturför í lýðræðisþróun. Með hverri deiliskipulagsbreytingunni af annarri verður hún sýnilegri. Heildarsýn hefur tapast og bæjarbúar eru ekki lengur þátttakendur í ferlinu. Með öllu er óljóst hvert þeir sem vinna að tillögum og jafnvel framkvæmdum sækja umboð sitt. Þannig vinnubrögðum liggur hvorki virðing fyrir gegnsæi né lýðræði að baki.

Fjölbreytileiki í íbúasamsetningu versus einsleitni 

Við skoðun á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu hafa ýmsar spurningar vaknað, m.a. hvort bærinn hafi leitað sér nægilegrar ráðgjafar hjá sérfræðingum. Er yfirhöfuð ráðlegt eða eru fordæmi fyrir því að svo stór hluti skipulagssvæðis í miðbæ sé einskorðaður við einn aldurshóp. Getur verið að slík einsleitni hafi til dæmis áhrif á framboð á þjónustu í miðbænum? 

Kunnir arkitektar mæla með fjölbreytileika í íbúasamsetningu, ekki einsleitni og á það ekki síst við um miðbæi.

Fleiri spurningum er ósvarað. Var tekið tillit til smæðar Mosfellsbæjar þegar þessi samþjöppun eins aldurshóps á tiltekið svæði í miðbæ Mosfellsbæjar var ákveðin? Hefur þörfin fyrir þjónustuíbúðir yfirhöfuð verið greind?

Hvernig væri að leggja áherslu á fjölbreytta valkosti fyrir jafn fjölbreyttan hóp og eldri borgarar eru? Af hverju ekki að gera ráð fyrir því í skipulagi að í Mosfellsbæ rísi t.d. raðhúsabyggð eða vistþorp með sameiginlegum garði til útiveru fyrir þá sem vilja minnka við sig og þurfa takmarkað á þjónustu Eirar í miðbænum að halda? 

Tillaga um breytt verklag

Undirrituð hvetja bæjaryfirvöld til að endurskoða verkferla í skipulagsmálum og efna til samkeppni meðal arkitekta og samráðs við íbúa um miðbæinn sem heild og miðju fjölbreytts mannlífs í Mosfellsbæ. Skipulagsvinnan þarf að byrja á réttum enda. Fyrst kemur deiliskipulagning miðbæjarins í heild og síðan úrvinnsla skipulags við Bjarkarholt 4-5 með hliðsjón af stefnunni sem kveðið verður á um í deiliskipulagi miðbæjarins.

Stjórn Íbúahreyfingarinnar

Hér tillaga að deiliskipulagsbreytingu á vef Mosfellsbæjar.

Greinargerð með deiliskipulagi miðbæjar 2010.

Skilaboð til íbúa

Við birtum þessa umsögn með fyrirvara um breytingar. Þeir sem áhuga hafa á að senda okkur athugasemdir eða viðbætur við umsögnina er það velkomið til kl. 16.00, 25. apríl nk. Við setjum eitt skilyrði, þ.e. að athugasemdir skuli vera málefnalegar og í þágu eldri borgara. Hægt er að setja inn efni í “kommentakerfið” á FB-síðu Íbúahreyfingarinnar eða senda okkur í tölvupósti: ibuahreyfingin@gmail.com

Fólki er líka frjálst að afrita umsögnina óbreytta og senda Mosfellsbæ með eigin undirskrift. Það er viðtekin venja í skipulagsmálum.

Umsagnir skal senda á eftirfarandi:

Umhverfissvið Mosfellsbæjar
Bt. Skipulagsfulltrúi
Þverholti 2
270 Mosfellsbæ
Netfang: skipulag@mos.is

Hvað gerðist í miðbæ Mosfellsbæjar?

Hvað gerðist í miðbæ Mosfellsbæjar?

Nýverið vatt sér að mér kona í miðbæ Mosfellsbæjar og spurði mig augljóslega reið og vonsvikin: Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Mér varð svara fátt en vissi um leið hvað hún átti við. Ég spyr mig sjálfa að því sama. Já, hvernig gat þetta gerst? Á undanförnum árum hefur mikið verið byggt í Mosfellsbæ. Íbúafjöldi hefur tvöfaldast á 20 árum og samhliða því hafa ný íbúðahverfi risið og uppbygging haldið áfram í miðbænum. Það skiptir máli að vel takist til þegar miðbæir eru annars vegar. Ásýnd og innviðir hafa mikla þýðingu og skýrir það kannski hörð viðbrögð konunnar. Það sem hún sá olli henni sárum vonbrigðum. Og ég er sama sinnis. 

Við öflun efnis í litla grein leitaði ég á náðir Mr. & Mrs. Gúggel. Bók danska arkitektsins Jan Gehl, Mannlíf á milli húsa (1971), reyndist líka vera óbrigðult hjálpartæki og svo auðvitað ræður og bókanir í bæjarstjórn sem við í Íbúahreyfingunni lögðum til málanna í viðleitni okkar til að koma í veg fyrir að einmitt þetta gerðist. 

Textinn í greininni er að mestu settur fram í formi spurninga og er tilgangurinn að vekja fólk til umhugsunar um skipulagsmál í Mosfellsbæ og þá miklu samfélagslegu ábyrgð sem sveitarstjórn ætti að axla. Spurningarnar fela að hluta til í sér svör en það ætti ekki að rýra gildi þeirra. 

Miðbær Mosfellsbæjar.

Mannlíf og skipulag

Er miðbærinn miðpunktur mannlífs í Mosfellsbæ? Er hann fjölskylduvænn? Staður stórra og smárra viðburða í bæjarfélaginu? Er torgið í miðbænum sú miðja þar sem bæjarbúar mætast í daglegu amstri og taka tal saman? Umlykja stofnanir, þjónustufyrirtæki og fjölsóttar verslanir almenningsrými (Public Space)?

Snoturt einmana torg fyrir utan hringiðu daglegs lífs.

Vellíðan og skipulag

Líður þér vel að koma í miðbæinn? Fyllist þú stolti þegar þú ferð þangað með gesti? Eða er miðbærinn niðurdrepandi, fullur af steinsteypu, malbiki, bílum, bensínstöðvum og skyndibitastöðum með víðáttumiklum bílastæðum?

Gildi fagurfræði í skipulagi

Er eitthvað fyrir augað í miðbæ Mosfellsbæjar? Eitthvað sem laðar fólk að? Leggja ferðamenn lykkju á leið sína til að skoða og upplifa miðbæinn? Er fegurð og aðdráttarafl miðbæja kannski bara afstætt og einstaklingsbundið? Og ef svo er, hvað skýrir að milljónir ferðamanna fjölmenna ár hvert í miðborgir sem eru rómaðar fyrir fegurð? 

Hagsmunir og skipulag

Hvað gerðist í miðbæ Mosfellsbæjar? Hverjir voru settir framar í forgangsröðina, fjárfestar eða íbúar? Af hverju var miðbærinn ekki skipulagður með hliðsjón af fyrirliggjandi rýnivinnu íbúa? Hvað varð um “græna miðbæinn” þeirra? Hvers vegna var skipulagið ekki unnið af einurð og einlægni, með hag beggja að leiðarljósi? Er það ófrávíkjanleg regla að hagsmunir íbúa og fjármagns geti ekki farið saman?

Blikastaðaland, verður það næsta skipulagsverkefni í Mosfellsbæ?

Skipulagið og framtíðin

Hvaða stóra skipulagsverkefni er næst á dagskrá í Mosfellsbæ? Endurtekur sagan sig í Blikastaðalandi? Verða einungis hagmunir fjárfesta og byggingarfyrirtækja settir í fyrirrúm? Eiga almannahagsmunir að vera afgangsstærð í skipulagsvinnu? Hefur nýfrjálshyggjan kannski yfirtekið skipulagsvaldið í Mosfellsbæ?

Þegar litið er yfir skipulagssögu Mosfellsbæjar undanfarin 20 ára sést að þetta er rauði þráðurinn. Íbúar hafa í sumum tilvikum verið spurðir álits en tillögur þeirra hafa horfið sporlaust. Auglýstur áhugi á framlagi íbúa bara verið til þess að tikka í samráðsboxið. Ásýnd bæjarfélagsins og innviðir hafa liðið fyrir þessi vinnubrögð. Ekki bara í miðbænum.

Sigrún Pálsdóttir,
í stjórn Íbúahreyfingarinnar

Leiruvogur – Útivistarperla í Mosfellsbænum

Leiruvogur – Útivistarperla í Mosfellsbænum

Við sem búum í Mosfellsbænum erum stolt af náttúrunni allt í kringum okkur. Hér getur hver og einn stundað útivist við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt á þessum erfiðu tímum þar sem COVID setur okkur svo þröngar skorður. Fjöllin í kringum okkar laða að alveg eins og skóglendin. Fjórar fallegar ár renna í gegnum bæjarlandið eða rétt hjá. Þar eru fossar og frábærar gönguleiðir.
En svo er ein perla í landi Mosfellsbæjar sem ég vil nefna sérlega: Strandlengjan við Leiruvoginn. Innst í voginum er friðlandið við Varmárósa. Það er nýbúið að stækka þetta svæði og er það gott.
Æskilegt væri að Leiruvogurinn, sem hefur verið lengi á náttúruminjaskrá, væri einnig friðlýstur í heild. Reykjavíkurborg hefur stigið skrefið til fulls og nýlega friðlýst sína strandlengju frá Blikastaðarkró og vestur úr. Hvers vegna gátu mosfellsku yfirvöldin ekki verið í samfloti í þessu til að skapa eina heild?

Margæs í Leiruvogi
Margæs og stelkur leita sér að æti á leirunum í Leiruvogi.


Leirurnar í voginum eru sérstakar og mjög dýrmætt lífríki. Þær eru ákaflega frjósamar og þar þrífst urmull af smádýrum sem gefa hundruðum jafnvel þúsundum fugla fæði allt árið í kring. Í leirurnar leita vetrarfuglar þegar lítt annað er að fá í gogginn. Svæðið er líka afar mikilvægt fyrir umferðarfugla sem stoppa hér á leiðinni til að birgja sig upp áður en þeir halda áfram. Má þar nefna margæs, rauðbrysting og fleiri tegundir.
Útivistarfólk í Mosfellsbænum og reyndar líka í Reykjavík vilja væntanlega varðveita þessa strandlengju og vernda hana. Það á við alla þá sem njóta einstakrar náttúru við sjóinn: göngufólk, skokkarar, hestamenn, hjólreiðafólk og golfarar. Að fara meðfram strandlengjunni jafnt að sumri sem vetri er alltaf sérstök upplifun.

Úrsúla Jünemann

Greinin birtist 1. apríl í Mosfellingi

Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við

Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við

Lítið hefur farið fyrir umræðu um þau nátt­úru­verð­mæti og úti­vist­ar­svæði sem í húfi eru í tengslum við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Sam­kvæmt þeim til­lögum sem haldið hefur verið á lofti á í sparn­að­ar­skyni að leggja hrað­braut­ina á land­fyll­ingum með lít­illi brú yfir Leiru­vog­inn í Mos­fells­bæ, frá Geld­inga­nesi yfir í Gunnu­nes. Í ljósi nátt­úru­vernd­ar­laga, alþjóð­legra skuld­bind­inga og þýð­ingar svæð­is­ins fyrir Mos­fell­inga vekur furðu að sú útfærsla skuli tek­inn fram yfir aðra val­kosti án nokk­urs fyr­ir­vara um vernd­ar­gildi og úti­vist­ar­hags­mun­i. 

Það er ástæða fyrir því að Vest­ur­lands­veg­ur­inn liggur þar sem hann er. Þegar aðal­skipu­lag Mos­fells­bæjar var upp­haf­lega unnið átti með því að hlífa sjáv­ar­síð­unni.

Yfirlitskort frá Gufunesi, Eiðsvík, Geldinganesi, Blikastaðakró, Gunnunesi og Leiruvogi.

Umhverf­is­mat ekki klárað 

Umhverf­is­mat fyrir þann áfanga Sunda­brautar sem snýr að Leiru­vogi og Mos­fellsbæ hefur aldrei verið klárað. Frum­mats­skýrsla fyrir alla fram­kvæmd­ina er heldur ekki til­bú­in. Hún er í athugun skv. vef Skipu­lags­stofn­unar en þar feng­ust þær upp­lýs­ingar að engin vinna væri í gangi í tengslum við verk­efnið hjá þeim. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra er þrátt fyrir skort á þessum veiga­miklu upp­lýs­ingum og til­heyr­andi sam­ráðs­ferli þó byrj­aður að reka áróður fyrir þess­ari útfærslu þar sem kostn­aður við hana er minnstur í krónum talið. Í ljósi ber­sýni­legra nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­hags­muna íbúa við strand­lengj­una sætir fyr­ir­vara­leysi ráð­herr­ans furðu. Sunda­braut er risa­vaxið verk­efni og án nokk­urs vafa stærsta umhverf­is­vernd­ar­mál síð­ari tíma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það ætti því að vera í fyr­ir­rúmi að vanda til verka.

Aðstæður í Leiru­vogi breyst

Sunda­braut hefur lengi verið í píp­unum og er henni ætlað að greiða leið út úr höf­uð­borg­inni og eru það gild rök. Í lok síð­ustu aldar hófst síðan und­ir­bún­ingur að lagn­ing­unni. Á þeim tíma voru vist­fræð­ingar í Háskóla Íslands fengnir til að taka saman rann­sóknir á líf­ríki Leiru­vogs og úr varð stutt sam­an­tekt. Megin efni hennar eru rann­sóknir sem gerðar voru á 20-30 ára tíma­bili á seinni hluta 20. ald­ar. Í sam­an­tekt­inni (1999) kom m.a. fram að vist­kerfi Leiru­vogs hefði lengi verið undir miklu álagi vegna þess að öllu skólpi frá Mos­fellsbæ var veitt óhreins­uðu í vog­inn. 

Á þessu varð þó breyt­ing 2004-2006 þegar skolplagnir Mos­fell­inga voru tengdar við dælu­stöð sem teng­ist frá­veitu Reykja­vík­ur­borg­ar. 15 árum síðar eru því allt aðrar vist­fræði­legar for­sendur en þær sem uppi voru á rann­sókn­ar­tím­anum og því ekki hægt að byggja mat á nátt­úru­vernd­ar­hag­munum á þeim. 

Aðrar rann­sóknir

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Kjós­ar­svæðis hefur reglu­lega gefið út skýrslur um mengun í vog­inum en einnig í Varmá og Köldu­kvísl sem báðar renna í Leiru­vog. Þessar mæl­ingar stað­festa að mikil breyt­ing til batn­aðar hafi orðið á en enn má þó gera bet­ur, sér­stak­lega hvað við­kemur Varmá. 

Staðbundnar rann­sóknir á fugla­lífi og fisk­gengd við ósana hafa líka verið gerðar í tengslum við fram­kvæmd­ir, s.s. lagn­ingu Tungu­veg­ar, sem lagður var frá Skeið­holti yfir ósa­svæði Varmár og Köldu­kvíslar í Leir­vogs­tungu. Nið­ur­stöður þeirra gáfu sterk­lega til kynna að líf­ríkið við Leiru­vog sé bæði dýr­mætt og fjöl­skrúð­ug­t. 

Engin heild­stæð rann­sókn hefur verið gerð á líf­ríki Leiru­vogs en það hlýtur að vera for­senda þess að unnið sé umhverf­is­mat fyrir fram­kvæmd sem lík­leg er til að hafa mikil og skað­leg umhverf­is­á­hrif. Ýmis­legt er þó almennt vitað um líf­rík­ið, s.s. að leirur hafa stóru hlut­verki að gegna í bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og fæðu­öflun fugla. Vernd­ar­gildi þeirra er því mjög hátt.

Á leirum lifir urmull smádýra sem farfuglar m.a. nærast á til að safna kröftum fyrir flug heimshlutanna á milli.

Leirur grund­völlur fæðu­öfl­unar fugla og ‘stór­virkir kolefn­is­svelgir’

Í upp­lýsandi grein sem vist­fræð­ing­ur­inn Tómas G. Gunn­ars­son skrif­aði undir yfir­skrift­inni „Frá kennslu að kolefn­is­bind­inguog birti í Morg­un­blað­inu 2007 er fjallað um leirur og mik­il­vægi þeirra fyrir líf­rík­ið. 

En gefum honum orð­ið: „Leirur eru eitt mik­il­væg­asta búsvæði margra fugla­teg­unda sem sækja í mergð hrygg­leys­ingja, einkum orma, smá­vaxin skel­dýr og mýflugulirf­ur. Þétt­leiki fugla á leirum er með því mesta sem ger­ist, miðað við önnur búsvæði, en miklar árs­tíða­sveiflur eru í fjölda. Flestir fuglar fara um á far­tíma vor og haust og á sumum leirum er lítið að ger­ast fyrir utan þennan mik­il­væga tíma.” 

Og Tómas heldur áfram: „Leirur eru ekki bara mik­il­vægar fyrir þær líf­verur sem dvelja á og í þeim, því þær eru líka stór­virkir kolefn­is­svelg­ir. Þær binda gróð­ur­húsa­loft­teg­undir og bind­ing á flat­ar­ein­ingu er mik­il. Leirur eru það sjald­gæfar og mik­il­vægar að forð­ast ætti í lengstu lög að eyði­leggja meira af þeim en þegar hefur verið gert.”

Rús­ínan í pylsu­end­an­um: „Það að leirur og þétt­býli mynd­ast oft á sömu stöð­unum þýðir að árekstrar eru tíð­ir. Land­fyll­ingar virð­ast freista, og þverun víkna og voga með vega­gerð hefur spillt mörgum leir­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu einu hefur mörgum af frjósöm­ustu leirum lands­ins verið spillt. Leiru Elliða­vogs var spillt með upp­fyll­ingu sem er hunda­kló­sett og kall­ast í dag­legu tali Geirs­nef. Hval­eyr­ar­lón í Hafn­ar­firði hefur mátt þola þreng­ingar úr öllum áttum og eftir situr lít­ill blett­ur. Gufu­nes­vík var fyllt af sorpi og Arn­ar­nes­vogur er nær horf­inn.”

Það fer því ekki á milli mála að sú útfærsla að leggja Sunda­braut á land­fyll­ingum mun ógna nátt­úru­legu líf­ríki Leiru­vogs. Skað­semin er óum­deild meðal vist­fræð­inga og fórn­ar­kostn­aður því mik­ill, ef ekki með öllu óásætt­an­leg­ur. Afköstin við að binda gróð­ur­húsa­loft­teg­undir ættu  á tímum lofts­lags­breyt­inga ein og sér að nægja stjórn­völdum til að staldra við.

Blikastaðaland með útsýni yfir sundin blá. Á milli Geldinganess og Gunnuness sést móta fyrir Snæfellsjökuli í fjarska.

‘Heil­brigð nátt­úra fyrir heil­brigða þjóð’

Í hinum vest­ræna heimi hefur á und­an­förnum ára­tugum orðið mikil vit­und­ar­vakn­ing í umhverf­is­mál­um. Innan ESB er til dæmis ekki lengur talið ásætt­an­legt að fara út í stór­felldar og skað­legar fram­kvæmdir í nátt­úr­unni nema með full­tingi stofn­ana á sviði nátt­úru­verndar og sér­fræð­inga sem búa yfir fag­legri þekk­ingu á vist­kerf­unum sem um ræð­ir. 

Aðgengi að úti­vist­ar­svæðum í þétt­býli, góð heilsa og vellíðan eru í því sam­bandi metin til mik­illa verð­mæta. Skamm­tíma­hags­munir eins og kostn­aður á fram­kvæmda­tíma ráða því ekki lengur úrslitum þegar teknar eru ákvarð­anir um verk­efni sem mögu­lega spilla þessum gæð­um.

Ýmis­legt hefur verið gert til að festa í sessi fag­leg vinnu­brögð og þar skipta máli alþjóð­legir samn­ingar eins og Bern­ar­samn­ing­ur­inn. 

Íslend­ingar full­giltu Bern­ar­samn­ing­inn sem er samn­ingur um verndun villtra plantna og dýra og líf­s­væða í Evr­ópu árið 1993. Sam­kvæmt ákvæðum hans erum við bein­línis alþjóð­lega skuld­bundin til að vernda Leiru­vog­inn. 

Leir­urnar iða af fugla­lífi og eru einkar mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla sem eiga líf sitt undir því að geta sótt sér nær­ingu á leir­un­um. Lönd heims þurfa vegna flökku­eðlis margra fugla­teg­unda að vera í alþjóð­legu sam­starfi um verndun fugla og búsvæða þeirra. Við berum t.d. ábyrgð á að margæsin geti hvílt sig og nestað á leir­unum fyrir flugið yfir kaldan og gróð­ur­snauðan Græn­lands­jökul til Kanada. 

Leir­urnar gegna auk þess því veiga­mikla hlut­verki að tryggja þeim fugla­teg­undum sem ekki lifa við sjó­inn fæðu þegar snjór þekur jörð.

Árið 2019 átti Bern­ar­samn­ing­ur­inn 40 ára afmæli og að því til­efni var vakin athygli á mark­miðum hans með slag­orð­inu „Heil­brigð nátt­úra fyrir heil­brigða Evr­ópu­búa”. Með því var und­ir­strikað að hags­munir manns og nátt­úru fara sam­an. 

Leiru­vog­ur­inn er auk þess skil­greindur sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði. Sér­stök vist­kerfi eins og leirur og sjáv­ar­fitjar njóta líka sér­stakrar verndar sam­kvæmt 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga.

Leir­urnar eru því bæði með belti og axla­bönd þegar litið er til alþjóð­legra skuld­bind­inga og íslenskra laga. 

Eða svo skyldum við ætla. Raunin er sú að stjórn­völd láta sig vist­fræði­lega þátt­inn litlu varða. Það virð­ist eiga að nota gömlu ‘góðu’ aðferða­fræð­ina og kýla á’etta.

Öll nátt­úru­vernd­ar­svæði í Mos­fellsbæ með teng­ingu við Leiru­vog

Öll frið­lýst nátt­úru­vætti og svæði á nátt­úru­minja­skrá í Mos­fellsbæ eru með beina teng­ingu við Leiru­vog. Það má segja að hann sé bæði upp­haf og endir vernd­ar­svæð­anna því fisk­ur­inn leitar þaðan upp í árn­ar. Fyrir vatns­föllin sem renna um far­vegi, fossa og flúðir í Mos­fellsbæ er vog­ur­inn aftur á móti við­tak­inn. Sú hætta er raun­veru­leg að fram­burður ánna setj­ist smám saman fyrir í vog­inum ef af land­fyll­ingu verð­ur. 

Leiru­vog­ur­inn sjálfur er á nátt­úru­minja­skrá (nr. 131) og bíður því frið­lýs­ing­ar. Nátt­úru­vernd­ar­stofnun hefur hvatt til þess að það verði klárað. Allar ár í Mos­fellsbæ renna í vog­inn, þ.e. Úlf­arsá/Korpa, Var­má, Kalda­kvísl/­Suð­urá og Leir­vogsá. Ósar Varmár eru frið­lýstir og áin sjálf á nátt­úru­minja­skrá. Hinar árnar eru ýmist á nátt­úru­minja­skrá og/eða njóta hverf­is­vernd­ar. Í ánum eru síðan fossar sem ýmist eru frið­lýstir eða á nátt­úru­minja­skrá. 

Það eru því stór­kost­legir nátt­úru­vernd­ar­hags­munir í húfi fyrir Mos­fell­inga. Öll frið­lýst nátt­úru­vætti og svæði á nátt­úru­minja­skrá í sveit­ar­fé­lag­inu munu ‘lit sínum glata’. Ef litið er til þeirra verð­mæta sem tap­ast við það að leggja hrað­braut­ina á brúm og land­fyll­ingu eftir endi­langri strand­lengj­unni er aðeins ein leið fær, sú að leggja Sunda­braut í stokk.

Úti­vist og nátt­úra við Leiru­vog 

Þeir sem ganga, hjóla og stunda golf og hesta­mennsku sér til heilsu­bótar í Mos­fellsbæ vita að Leiru­vogur er ein­stök nátt­úrupara­dís. Leir­urnar iða bók­staf­lega af lífi. Þar eru fuglar ýmist stakir eða í hópum sem stinga nef­inu í sand­inn eftir nær­ingu, kvaka eða hvíla sig. Frið­sældin og heil­næmt sjáv­ar­loftið eru engu lík við vog­inn. Hví­lík and­leg nær­ing! 

Vegstæði Sundabrautar, Geldinganes og Gunnunes séð frá Vesturlandsvegi.

Útsýni við sundin blá

Það er fleira sem ein­kennir Leiru­vog. Í heið­ríkju er sól­ar­lagið óvíða fal­legra. Á góð­viðr­is­dögum heldur útsýnið yfir Faxa­flóa og til fjalla fólki föngnu. Jök­ull­inn í fjarska og  Esjan gera líka sitt. Á björtum síð­kvöldum eiga Norð­ur­ljósin það til að stíga dans við Vetr­ar­braut­ina. Oft­ast yfir Faxa­fló­an­um, fyrir mynni Hval­fjarð­ar. Hví­lík lífs­gæði að eiga kost á svo óvið­jafn­an­legu útsýni í þétt­býl­in­u! 

Hraðbraut eftir strand­lengj­unni endi­langri truflar þessa dýr­mætu nátt­úru­upp­lifun og við tekur umferð­ar­há­vaði, sjón-, loft- og ljós­meng­un. Heilsu­efl­ing og heims­mark­mið fara fyrir lít­ið. Mos­fells­bær sem áunnið hefur sér sess sem heilsu­efl­andi úti­vistar- og nátt­úrupara­dís umbreyt­ist í hávaða­sama eyju á milli tveggja stofn­brauta sem verða innan sjón­máls hvor frá annarri og kall­ast á. 

Hví­líka skamm­sýni og sóun á sam­fé­lags­legum verð­mætum er vart hægt að hugsa sér.

Sunda­braut í stokk

Eins og sjá má verða lífs­gæðin sem við í dag getum sótt í Leiru­vog ekki mæld í pen­ingum á fram­kvæmda­tíma, heldur í þeim ávinn­ingi sem íbúar í ‘heilsu­efl­andi’ sam­fé­lagi og heil­brigð­is­kerfið allt verða aðnjót­andi tak­ist að vernda þessi nátt­úru­verð­mæti. Fyrsta skrefið í þá átt ætti að vera að kanna af þunga og alvöru að leggja Sunda­braut í stokk. 

Loka­orð

Það vekur ugg að engin opin­ber umræða skuli hafa farið fram um skugga­hliðar Sunda­braut­ar. Í nýlegri kynn­ingu starfs­hóps sam­göngu­ráð­herra um Sunda­braut er ekki minnst einu orði á nátt­úru- og úti­vist­ar­hags­muni, hvað þá áhrifin á heilsu og vellíð­an. Rétt eins og sú stefna að kom­ast með bíl á sem skjótastan hátt á milli A og B sé öllu öðru yfir­sterk­ari. 

Göngu- og hjóla­stígur með­fram hrað­braut­inni er á teikni­borð­inu. En til hvers? Hrað­braut er ekki það umhverfi sem fólk sæk­ist eftir til úti­vist­ar.

Stöldrum því við. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa 2/3 hlutar þjóð­ar­inn­ar. Það þjónar lang­tíma­hags­munum fólks­ins sem þar býr að vanda til verka. Ekk­ert hefur reynst okkur jafn dýr­keypt í skipu­lags­málum og flýti­með­ferð­ir. Er ekki tíma­bært að segja þeim kafla í Íslands­sög­unni lok­ið?

Sigrún H Pálsdóttir, leið­sögu­maður og fyrrum bæj­ar­full­trúi.

Greinin birtist í Kjarnanum 1. apríl sl.

Pin It on Pinterest