Á kjördegi 2014

Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Munið efitr að hafa með ykkur skilríki.
Ef þig vantar akstur á kjörstað hringdu í síma 866-9376.
Kosningavaka Íbúahreyfingarinnar verður á Ásláki og hefst kl. 21.30. Allir eru velkomnir!
Við minnum á að algengasta ástæðan fyrir því að kjörseðlar eru ógildir er sú að fólk merkir við einn lista en strikar svo frambjóðanda út á öðrum lista. Þó að mikil umræða hafi verið um persónukjör hefur engum lögum verið breytt í þá átt og því má fólk bara kjósa einn lista og heimilt er að strika út af honum. Svo segir í lögum um kosningar til sveitarstjórna:
▪ 58. gr. Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru.
▪ Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
▪ Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
▪ 59. gr. Atkvæðagreiðsla við óbundnar kosningar fer fram með þeim hætti að kjósandi skrifar í kjörklefa á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna.
▪ Á þann hluta seðilsins sem ætlaður er fyrir kjör varamanna skal hann rita nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð sem hann kýs að þeir taki sæti allt að þeirri tölu sem kjósa á.
▪ 60. gr. Kjósandi gætir þess, hvernig sem hann kýs, að gera engin merki á kjörseðilinn fram yfir það sem segir í lögum þessum.
▪ 61. gr. Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð.

Kosning utan kjörstaðar í fullum gangi

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú kosið utan kjörstaðar í Laugardagshöllinni ALLA daga kl. 10.00-22.00. Íbúahreyfingin hvetur þá sem ekki verða heima á kjördag til að nýta tækifærið og kjósa í Laugardalshöllinni.

Hvert atkvæði telur og stundum getur munað 1 atkvæði á frambjóðendum í kosningum.

X við M og Íbúahreyfingin gerir sitt til að kippa Mosfellsbæ inn í 21. öldina.

Athugasemd við frétt

xm_mjuktÍ hádegisfréttum RÚV þann 20. maí var sagt frá brotthvarfi Jóns Jósefs Bjarnasonar af lista Íbúahreyfingarinnar. Við sendum eftirfarandi athugasemd við fréttina:

Ágæta fréttastofa.

Í hádegisfréttum RÚV í dag var sagt frá því að óskum fyrrum frambjóðanda Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ, Jóns Jósefs Bjarnasonar um að vera tekinn af lista hefði ekki verið sinnt.  Hið rétta er að Jón skrifaði undir yfirlýsingu um framboð hinn 8. maí og var framboðslistum svo skilað inn til kjörstjórnar hinn 10. maí eins og lög gera ráð fyrir. Ósk Jóns um að hætta við að taka sæti á lista kom fram hinn 14. maí. Kjörstjórn hafnaði óskum Íbúahreyfingarinnar um að taka Jón af listanum þar sem lög gera því miður ekki ráð fyrir slíkum breytingum eftir að framboðsfrestur rennur út.

Okkur þykir eftirsjá af Jóni en virðum að sjálfsögðu óskir hans um að hverfa af vettvangi stjórnmálanna.  Íbúahreyfingin hefur eftir sem áður yfir að búa samhentum hópi fólks sem óskar eftir umboði til að efla samfélag sitt og vinna að hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar að höfðu auknu samráði við þá.

Okkar helstu áherslur fyrir komandi kosningar eru þær sömu og áður hefur verið og aðal áherslan er á að vinna að auknu gagnsæi stjórnsýslunnar og lýðræðisumbætur í sveitarstjórninni. Um aðrar áherslur okkar í komandi kosningum má lesa í blaði Íbúahreyfingarinnar sem borið verður í hús fyrir helgi og hægt er að nálgast á á netinu: http:ibuahreyfingin.is/wp-content/uploads/2014/05/ibuablad_fin_rett_rod.pdf.

Með virðingu og vinsemd,

Birta Jóhannesdóttir, formaður Íbúahreyfingarinnar

Hello world!

Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start blogging!

Pin It on Pinterest