Af því bara ekki reglur um styrki

Skv. upplýsingum sem Íbúahreyfingin óskaði eftir á síðasta bæjarráðsfundi eru reglur um úthlutun styrkja af skornum skammti í Mosfellsbæ. Engar almennar reglur eru í gildi og regluraðeins 2 fagnefndir hafa samið sér reglur og viðmið um styrkveitingar.
Nú er það svo að sveitarfélaginu berast ógrynni af styrkbeiðnum af ýmsum toga árið um kring og sama gildir um önnur sveitarfélög. Til að auðvelda vinnslu umsókna hafa mörg hver komið sér um skipulagi, þ.e. samið viðmið og útbúið sérstök eyðublöð sem auðvelt er að lesa úr. Það gefur auga leið að ákveðin umgjörð utan um umsóknarferlið auðveldar alla úrvinnslu og ekki að ástæðulausu að ríki og fjöldamörg sveitarfélög hafi unnið að því að bæta verklagið.
En á því máli eru fulltrúar D- og V-lista í Mosfellsbæ ekki og felldu þeir því þá tillögu Íbúahreyfingarinnar að sveitarfélagið mótaði reglur um úthlutun styrkja. Rökin sem meirihlutinn færði fyrir því voru í aðalatriðum að það væri ómögulegt að semja reglur um alla hluti og þær reglur sem um þessar tvær nefndir giltu væru bara alveg nóg.
Það kom svo strax í ljós í máli oddvita D-lista að rökin stóðust ekki skoðun þegar hann sagði að ómögulegt væri t.d. að gera sér grein fyrir til hvaða nefndar hefði átt að senda styrkumsóknina sem var til afgreiðslu. Eins og Íbúahreyfingin benti honum réttilega á hefði besta leiðin til að greiða úr þeim vanda verið að styðjast við umræddar verklagsreglur. Svo einfalt er það.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar snýst ekki síst um að tryggja jafnræði umsækjenda og koma í veg fyrir handahóf og vildarvinapólitík við úthlutun styrkja. Það þarf að standa lýðræðislega að úthlutun og því mikilvægt að fagnefndir, ekki einstöku aðilar sjái um afgreiðslu styrkja.

Snúast góðir stjórnarhættir ekki einmitt um þetta:  trúverðugleika, jafnræði og fagmennsku þegar kemur að úthlutun fjár úr sameiginlegum sjóðum Mosfellsbæjar?

Eins og að ofan greinir felldu D- og V-listi tillöguna en S-listi sat hjá.

Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær fari að dæmi Reykjavíkurborgar o.fl. og móti almennar reglur um úthlutun styrkja, auk þess sem fagnefndum verði falið að gera slíkt hið sama á grundvelli þeirra.
Á síðasta bæjarráðsfundi spurðist ég fyrir um reglur Mosfellsbæjar um úthlutun styrkja. Svar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs bendir til að þar sé úrbóta þörf.
Í þessu máli er framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afgreiða styrkbeiðni án samráðs við fagnefnd eða úthlutunarnefnd sem reyndar þyrfti að stofna til að búa styrkveitingum rétta umgjörð.
Sá sem hér óskar eftir styrk er vel að honum kominn eftir allt það sjálfboðaliðastarf sem hann hefur unnið í þágu barna í Mosfellsbæ.
Að mati Íbúahreyfingarinnar verður engu að síður að gæta jafnræðis og skapa styrkveitingum trúverðuga umgjörð sem tekur af öll tvímæli um handahóf og vildarvinapólitík.

Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar

Tenglar á styrki sem D- og V-listi minntust á í bókun:

Reglur um Lista- og menningarsjóð 

Reglur um Þróunar- og nýsköpunarverðlaun Mosfellsbæjar

Á kjördegi 2014

Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Munið efitr að hafa með ykkur skilríki.
Ef þig vantar akstur á kjörstað hringdu í síma 866-9376.
Kosningavaka Íbúahreyfingarinnar verður á Ásláki og hefst kl. 21.30. Allir eru velkomnir!
Við minnum á að algengasta ástæðan fyrir því að kjörseðlar eru ógildir er sú að fólk merkir við einn lista en strikar svo frambjóðanda út á öðrum lista. Þó að mikil umræða hafi verið um persónukjör hefur engum lögum verið breytt í þá átt og því má fólk bara kjósa einn lista og heimilt er að strika út af honum. Svo segir í lögum um kosningar til sveitarstjórna:
▪ 58. gr. Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru.
▪ Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
▪ Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
▪ 59. gr. Atkvæðagreiðsla við óbundnar kosningar fer fram með þeim hætti að kjósandi skrifar í kjörklefa á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna.
▪ Á þann hluta seðilsins sem ætlaður er fyrir kjör varamanna skal hann rita nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð sem hann kýs að þeir taki sæti allt að þeirri tölu sem kjósa á.
▪ 60. gr. Kjósandi gætir þess, hvernig sem hann kýs, að gera engin merki á kjörseðilinn fram yfir það sem segir í lögum þessum.
▪ 61. gr. Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð.

Mosfellsk menning

Í hvernig bæ viljum við Mosfellingar búa? Ætlum við að vera úthverfi í Reykjavík eða sjálfstætt bæjarfélag með sterkan staðarbrag? Hingað til hefur slagorðinu „Sveit í borg“ og hugmyndinni um heilsueflingarbæinn verið haldið á lofti. En hvað blasir við ferðalöngum sem keyra í gegnum bæinn okkar? Jú, helstu kennileitin eru firmamerki skyndibitastaða og bensínstöðva.
Mikil gróska er í listalífi Mosfellsbæjar, umhverfið veitir innblástur og tækifæri til listsköpunar eru fjölmörg. Þetta þekki ég af eigin raun en ég hef búið og starfað í bænum í tvo áratugi. Ég hef komið að ýmsum menningarviðburðum og á síðasta kjörtímabili var ég varafulltrúi Íbúahreyfingarinnar í menningarmálanefnd og kynntist menningarmálunum frá þeirri hlið.
Það styrkir ímynd sveitafélagsins að inntak sköpunar spretti úr því félagslega umhverfi sem við hrærumst í ásamt náttúru þess og sögulegri arfleið. Til að efla hinn félagslega þátt þarf að hafa stað til að vera á. Einn slíkur er Bókasafn Mosfellsbæjar en þar er hægt að hitta sveitunga, setjast niður við borð, fá sér kaffisopa og lesa blöð eða bækur. Listunnendur geta einnig notið listar í Listasalnum og öll höfum við tækifæri til þess að spjalla við starfsfólk um daginn og veginn. Íbúahreyfingin leggur áherslu á að þetta góða starf verði stutt enn frekar í framtíðinni enda menningarperla í þjónustukjarnanum.
Hins vegar vantar sameiginlegan vettvang þar sem hægt er að skapa list og menningu, vettvang þar sem félagsskapur og sköpun tengjast. Við í Íbúahreyfingunni viljum öflugra samráð við íbúa um menningarmál og nú þegar leigusamningur staðarhaldara Hlégarðs verður ekki framlengdur er tækifæri til að finna nýtt hlutverk fyrir félagsheimili Mosfellinga. Íbúahreyfingin hefur lagt til að íbúar hafi beinni aðgang að Hlégarði. Okkar hugmynd er setja saman vinnuhóp til að fara yfir hugmyndir um nýtingu Hlégarðs og efna síðan til íbúasamráðs og jafnvel kosninga um framtíðarhlutverk hans.
Þá eru húsnæðismál tónlistarskólans ekki frágengin eftir að leigusamningur um húsnæði í Þverholti rennur út og við í Íbúahreyfingunni teljum heppilegt að færa tónlistarkennslu nær grunnskólunum og tengja hana þannig betur skóladegi nemenda. Þá má benda á að reglulega koma fram efnilegir tónlistarmenn í bænum en æfingahúsnæði sárvantar fyrir fyrir þá.
Íbúahreyfingin leggur áherslu á að styrkjaumhverfi menningarmála sé endurskoðað og framlag til þeirra aukið. Við teljum að menningarlíf Mosfellsbæjar bjóði upp á fjöldamörg sóknarfæri sem myndu, ef þau eru nýtt, gera bæinn okkar bæði betri og skemmtilegi. Slík þróun gæti líka stuðlað að menningartengdri atvinnusköpun í bæjarfélaginu.

Hildur Margrétardóttir

Allt upp á borð – Kjósum X-M

Íbúahreyfingin tók sæti í fulltrúaráði Eirar haustið 2010. Eitt af því fyrsta sem Guðbjörg Pétursdóttir fulltrúi okkar gerði var að óska eftir því að fá að sjá fundargerðir stjórnar Eirar. Hún bað líka um að fá í hendur ársreikningana. Þessu var hafnað.
Nú upphófst mikið argaþras sem að lokum leiddi til þess að nokkrir fulltrúar tóku sig saman og upplýstu fjölmiðla um stjórnarhætti á Eir. Þá grunaði ekki að búið væri að veðsetja íbúðir íbúðarétthafa í öryggisíbúðum upp í rjáfur án þeirra vitneskju.
Það má geta þess að fulltrúi Sjálfstæðisflokks Mosfellsbæjar í stjórn Eirar, Hafsteinn Pálsson, staðhæfði við Guðbjörgu að þetta væri nú bara elliheimili þar sem allt væri í lagi. Annað koma á daginn.
Þetta dæmi sýnir að ekkert er mikilvægara en gegnsæi í rekstri og það skiptir máli hverjir stjórna.
Þessi greinarstúfur er prentaður í dreifiriti Íbúahreyfingarinnar, Framboð með framtíð.

Pin It on Pinterest