Vaxtarverkir í skólamálum

Vaxtarverkir í skólamálum

Fátt er okkur mikilvægara en að börnin okkar njóti góðrar menntunar og að þeim líði vel í skólanum en skólar í Mosfellsbæ njóta almennt virðingar. Leikskólarnir eru orðnir sjö, grunnskólarnir eru þrír og sá fjórði í byggingu í Helgafellslandi. Ör og óreglulegur vöxtur sveitarfélagsins hefur gert það að verkum að erfitt hefur reynst að áætla fjölda nemenda fyrirfram.

Varmárskóli er sá skóli sem liggur landfræðilega næst hverfunum sem eru í uppbyggingu. Fyrir vikið er Varmárskóli nú einn fjölmennasti grunnskóli landsins og stefnir fjöldinn hraðbyr í yfir níuhundruð nemendur. Mjög hefur þrengt að skólastarfinu og hafa foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum og kallað eftir fundum með skólastjórnendum og bæjaryfirvöldum.

Fyrir utan fjölda nemenda eru aðrir þættir sem þarf að taka á. Skólinn hef- ur mælst undir landsmeðaltali í samræmdum prófum í stöku greinum og aldurshópum og kvartað hefur verið undan agaleysi og einelti. Skortur er einnig á sérfræðiaðstoð og stoðkennslu fyrir börn með sérþarfir. Þessi atriði þarf að taka föstum tökum. Húsnæði skólans er komið til ára sinna og hefur heyrst að úttekt verkfræðistofu, sem ekki hefur skilað sér til fræðslu- nefndar, bendi til þess að mögulega þurfi að gera umfangsmiklar viðgerðir á skólabyggingum. Frekari skoðunar er þörf á aðbúnaði í Varmárskóla og býður það verkefni nýrrar bæjarstjórnar.

Fleira hefur sett svip sinn á skólastarf í Mosfellsbæ. Borið hefur á því að líðan barna og ungmenna fari versnandi í grunnskólum. Skólar í Mosfellsbæ hafa einnig komið misjafnlega vel út í könnunum PISA. Stærri sveitarfélög eins og Reykjavík hafa leitað eftir aðstoð erlendra sérfræðinga og mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands í þeim tilgangi að kryfja orsakir versnandi gengis grunnskóla á Íslandi í PISA og móta nýja menntastefnu. En ekkert verður gert án kennara! Óánægja grunnskólakennara með kjarasamninga, sem nú eru aftur opnir, leiddi til þess að skólar á landsvísu ákváðu að gera könnun á starfsumhverfi kennara, ásamt aðgerðaráætlun, svokallaðan Vegvísi. Sú vinna er ennþá í fullum gangi og mikið í húfi að vel takist til því atgervisflótti er í kennarastétt og lítil nýliðun í kennaranámi.

Í Mosfellsbæ er nauðsynlegt að endurskoða skólastefnu og gera áætlanir um uppbyggingu og viðhald skólamannvirkja og takast á við við þau vandamál sem nú eru til staðar. Okkur er ekki til setunnar boðið. Íbúahreyfingin og Píratar munu beita sér fyrir endurbótum á nýju kjörtímabili fái framboðið umboð kjósenda til að sitja áfram í bæjarstjórn.

Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Íbúahreyfingin og Píratar í Mosfellsbæ bjóða alla velkomna á opinn íbúafund í Hlégarði fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00-22:00.

Við fáum góða gesti til að halda erindi á fundinum og Sigrún H. Pálsdóttir oddviti Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata fer yfir stöðu mála í Mosfellsbæ að þeim loknum.

Fundarstjóri er Benedikt Erlingsson, leikstjóri, sem skipar 5. sæti á lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata.

Dagskrá:

Geta allir búið á Íslandi? Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Gegnsæi og ábyrg stjórnsýsla. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.

Hver er samfélagsleg skylda sveitarfélaga í velferðarmálum? Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.

Höfum hátt og hvað svo? Er þöggunarmenningin á undanhaldi? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

Hver er staða fatlaðs fólks á Íslandi?Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Pírata í Reykjavík.

Við hvetjum til umræðu og fyrirspurna.

Allir eru velkomnir!

Prenta: Dagskrá Íbúafundur Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Náttúruvernd er okkar hjartans mál

Náttúruvernd er okkar hjartans mál

Náttúruvernd er eitt mikilvægasta málefni mannkynsins nú og í framtíðinni. Okkur ber að hlúa að vistkerfum jarðar og sjá til þess að þau virki áfram okkur í hag. Án heilbrigðra vistkerfa þrífst ekkert líf á jörðinni. Til að vernda náttúrugæði er nauðsynlegt að þekkja vel lögmál náttúrunnar.

En hvað er náttúra? Hún er það sem þróaðist á jörðinni án tilstilli mannsins og er í sífelldri þróun. Það er ekkert lokastig til í náttúrunni. Náttúran er allt í kringum okkur, hún vex, dafnar og deyr. Hún er lífið. Hún er síbreytileg og þróast á eigin forsendum. Hún er sjálfbær. Hún getur verið ofurviðkvæm en einnig alveg ótrúlega seig og hörð af sér. Náttúran er flókið samspil allra lífvera, lofts, vatns, jarðvegs og bergs. Lífverurnar eru allt frá því að vera örverur sem sjást ekki með berum augum til stórra og voldugra lífvera á borð við spendýr og fíla.

Án heilbrigðra og vel starfandi vist- kerfa lifum við ekki af. En mennirnir hafa alltaf haft tilhneigingu til að breyta og „bæta“ náttúruna svo að hún þjóni okkur sem best. Þannig höfum við af fávisku eða skammtímagróðahyggju gegnum tíðina eyðilagt það sem okkur er lífsnauðsynlegt og við gerum enn. Í landi Mosfellsbæjar eigum við talsvert eftir af dýrmætum náttúrusvæðum. Við höfum aðgang að lágreistum fjöllum, skóglendi, ám, vötnum og dásamlegri strandlengju. Sum svæðin eru í mikilli hættu og sem dæmi má nefna þau mýrlendi sem enn standa óhögguð. En sérstaklega verður mér hugsað til Varmár sem verður reglulega fyrir mengunarslysum. Fyrirbyggjandi náttúruvernd mun borga sig margfalt í framtíðinni. Uppbygging náttúrusvæða sem hafa hnignað og orðið fyrir alvarlegum skemmdum er mjög kostnaðarsöm og tekur langan tíma. Leyfum náttúrunni að njóta vafans og pössum hana vel þannig að hún geti áfram veitt okkur þá þjónustu sem við þurfum.

Stefna Í-lista í náttúruverndarmálum er að:

  • Auka framlög til náttúruverndar.
  • Kortleggja bæjarlandið með tilliti til náttúrugæða.
  • Vakta svæðin sem við viljum vernda reglulega og skrá allar breytingar þannig að hægt sé að grípa inn í tæka tíð og fyrirbyggja alvarlegt tjón.
  • Hugsa langt fram í tímann í skipulagsmálunum þannig að unnt sé að byggja upp útivistarsvæði til frambúðar og leyfa skóglendunum að vaxa og dafna.
  • Móta stefnu um fræðslu í umhverfis- og náttúruverndarmálum og fá sem flesta til að hafa vistvænan lífstíl.
  • Auka umhverfismennt í skólum með útikennslu, góðu kennsluefni og vel menntuðum kennurum, því þar er lagður grunnurinn.
Í-listinn vinnur fyrir íbúa!

Í-listinn vinnur fyrir íbúa!

Íbúahreyfingin býður nú fram í þriðja sinn í Mosfellsbæ, að þessu sinni með liðsstyrk Pírata undir listabókstafnum Í. 

Fyrir kosningarnar 2014 gekk Sigrún H. Pálsdóttir til liðs við Íbúahreyfinguna og hefur hún staðið í ströngu á kjörtímabilinu, veitt meirihlutanum öflugt aðhald og lagt áherslu á að rjúfa kyrrstöðu sem ríkt hefur í málaflokkum sem skipta miklu fyrir Mosfellinga.

Gegnsæi og vinnubrögð

Lýðræðisleg vinnubrögð og vönduð stjórn- sýsla hafa verið eitt helsta baráttumál Íbúahreyfingarinnar. Á kjörtímabilinu sem er að líða höfum við ítrekað hvatt til þess að fagnefndirnar fái málefni sem þær varða inn á borð til sín. Á því hafa verið vanhöld. Til dæmis vakti Íbúahreyfingin athygli á því að ekki var gert ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Helgafellsskóla í upphaflegri þarfagreiningu og fór fram á að íþrótta- og tómstundanefnd fengi að fjalla um málið. Vegna þrýstings var íþróttahúsi bætt inn á uppdrátt en meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er enn á báðum áttum um hvort byggja skuli húsið. Íbúahreyfingin og Píratar vilja sjá íþróttahúsið rísa.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2015 lagði Íbúa- hreyfingin til að gerð yrði langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn vísuðu tillögunni frá. Einnig hefur Íbúahreyfingin ítrekað lagt til að bæjarráð, íbúar og fagnefndir komi með beinum hætti að gerð fjárhagsáætlunar og fái að hafa meiri áhrif á mótun nærumhverfisins. Íbúahreyfingin studdi því Okkar Mosó með ráðum og dáð. Það munu Íbúahreyfingin og Píratar gera áfram.

Lóðaúthlutanir

Íbúahreyfingin hefur ítrekaði óskað eftir því að betur sé staðið að auglýsingu lóða og útboðum á þeim hjá Mosfellsbæ. Í þágu gegnsæis höfum við lagt ríka áherslu á að lóðir sveitarfélagsins skuli ekki seldar sjóðum og skúffufyrirtækjum með óljóst eignarhald. Í-listi telur að um fasteignaviðskipti opinberra aðila eigi að ríkja gegnsæi og munum við beita okkur af afli fyrir því.

Skipulagsvaldið tekið alvarlega

Íbúahreyfingin hefur ennfremur hvatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til að taka það hlutverk sitt alvarlega að sveitarfélagið sé handhafi skipulagsvalds. Skipulag hefur endurtekið verið lagað að kröfum byggingaraðila, byggingarmagn margfaldað og gæði húsnæðis gefin eftir. Heildarsýn og samfélagslegir hagsmunir er það sem skipulag og uppbygging eiga að snúast um og fyrir það standa Íbúahreyfingin og Píratar.

Skógrækt, náttúra og fræðsla

Í-listinn vill veg skógræktar sem mestan og hefur Íbúahreyfingin lagt til að gert sé skógræktarskipulag fyrir Mosfellsbæ. Einnig að gerður verði þjónustusamningur við skógræktarfélagið um rekstur útivistarsvæðisins í Hamrahlíðarskógi. Uppeldi skiptir máli í skógrækt sem öðru. Þess vegna vill Í-listinn styðja við bakið á þeim aðilum sem bjóða upp á umhverfisfræðslu fyrir börn og fullorðna á sviði skógræktar. Hjartans mál Í-listans er náttúruvernd. Liður í henni er fræðsla. Að tillögu Íbúahreyfingarinnar hafa verið sett upp fræðsluskilti um fuglalíf á nokkrum stöðum við Leirvoginn.

Skólar og tónlist

Málefni tónlistarskólans hafa verið Íbúahreyfingunni hugleikin á kjörtímabilinu og við lagt áherslu á að fjölga kennurum og bætta aðstöðu til tónlistarkennslu í skólum. Lúðrasveitin fellur þar undir. Íbúahreyfingin og Píratar sjá fyrir sér byggingu menningarhúss með sal til tónleikahalds en þangað til verði Hlégarður nýttur sem félags- og menningarmiðstöð Mosfellinga. Íbúahreyfingin hefur stutt kjarabaráttu kennara og kallað eftir því að hlustað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Í-listinn leggur áherslu á bætt starfsumhverfi kennara, sérfræðiaðstoð og þjónustu við börn með sérþarfir í leik- og grunnskólum. Íbúahreyfingin hefur talað fyrir því að skólayfirvöld taki mark á áhyggjum foreldra skólabarna í Mosfellsbæ. Á kjörtímabilinu lögðum við til að bæjarráð fengi árlega afhenta skýrslu um einelti í skólum og á vinnustöðum sveitarfélags- ins. Íbúðahreyfingin hefur einnig talað fyrir lækkun leikskólagjalda og Í-listinn vill gera enn betur í því í framtíðinni.

Hækkun fjárhagsaðstoðar

Íbúahreyfingin lætur sé annt um þá sem minna mega sín og hefur ítrekað borið upp tillögur um að fjárhagsaðstoð verði hækk- uð. Tekin hafa verið hænuskref í þá átt. Upphæðin er þó svo lág að fólk getur ekki framfleytt sér. Úr því vilja Íbúahreyfingin og Píratar bæta.

Húsnæði fyrir unga og efnaminni

Í húsnæðismálum hefur Íbúahreyfingin látið til sín taka og lagði til að þak yrði sett á leiguverð í væntanlegum leiguíbúðum við Þverholt. Við því var ekki orðið. Íbúahreyfingin hefur talað fyrir samningum við byggingarsamvinnu- og íbúðafélög sem starfa án hagnaðarmarkmiða, og lagt til að Mosfellsbær úthluti lóðum til að byggja leiguheimili til að lækka húsnæðis- verð. Íbúahreyfingin og Píratar vilja að mótuð verði stefna um að byggja íbúðir á viðráðanlegu verði, bæði til leigu og kaupa í Mosfellsbæ. Íbúahreyfingunni og Pírötum þykir mál til komið að rjúfa kyrrstöðu í mikilvægum málaflokk- um í Mosfellsbæ og erum við er tilbúin til að ganga í það verk af heiðarleika og festu eftir kosningar.

Umhverfið, náttúran og skógrækt

Umhverfið, náttúran og skógrækt

Umhverfisvernd og náttúruvernd eru ekki sama hugtakið. Umhverfið er allt það sem er umhverfis okkur, bæði manngert og náttúrulegt. Náttúran hins vegar hefur sín eigin lögmál, óháð mönnum. Þannig að þegar við tölum um náttúruvernd þá þýðir það að vernda svæði sem eru mest upprunaleg og urðu til án afskipta manna. Slík svæði eru orðin fágæt því í gegnum tímans tönn höfum við alltaf viljað breyta, bæta og nýta. Mýrlendi til dæmis hafa þótt einskis virði og voru þurrkuð upp í stórum stíl með skurðgreftri. Fuglategundir sem lifðu þar þurftu að finna önnur vistsvæði. En slíkur hugsunarháttur er sem betur fer að breytast. Nú vitum við að mýrarnar geyma kolefnisforða sem fer ekki út í andrúmsloftið á meðan þær haldast blautar. Við uppþornun losna gróðurhúsalofttegundir sem hafa áhrif á hlýnun jarðar og þar með á framtíðarhorfur okkar allra hér á jörðu. Mýrar okkar í Mosfellssveit eru búsvæði margra fuglategunda og eru náttúruleg vistkerfi sem ber að vernda samkvæmt lögum.

Skóglendi er einnig verðmætt. Víkingunum sem settust að hér á landi tókst að eyða að mestu náttúrulegum birkiskógi sem fyrirfannst við landnám. Í byrjun 20. aldar voru einungis örfá skógar- og kjarrsvæði. En á rúmlega 100 árum hefur nær gerst kraftaverk. Menn byrjuðu að rækta skóg og friða birkikjarr fyrir sauðfjárbeit þannig að skógurinn sótti aftur á. Náttúran er sterk og nær sér fljótt á strik þegar hún fær að vera í friði. Í dag eru flestir á einu máli um að skóglendi geri okkur gott og veiti margskonar vistfræðilega þjónustu: Binda kolefni, jafna vatnsrennsli og draga þar með úr flóðum, veita skjól, hvetja til útivistar og vellíðunar, framleiða næringar- og byggingarefni og margt fleira.

Hér í Mosfellsbænum hafa áhugasamir íbúar ræktað skóg í rúmlega 60 ár í sjálfboðavinnu. Þrátt fyrir að flestir skógar í bæjarlandinu séu manngerðir komast þeir sumstaðar mjög nálægt því að vera upprunaleg náttúra. Eldri skógarsvæðin þar sem trén eru farin að mynda fræ gætu þroskast og dreift sér á eigin forsendum ef það er leyft. En hér í þessu manngerða umhverfi viljum við auðvitað stýra því hvernig skógurinn vex, hvar hann vex og hvernig hann á að líta út.

Skógrækt í þéttbýli þarf að skipuleggja vel og vandlega. Sum svæði ættu að vera áfram opin og leyfa útsýni á fjöll, vötn og sjó. En annarsstaðar viljum við skjól og tækifæri til hreyfingar og leikja. Og varla er til betra svæði en skóglendi til að fullnægja þessum þörfum. Okkar elstu skógarsvæði draga að fjölmenni og búið er að opna fallegar leiðir með grisjun og stígagerð. Hægt væri að gera enn betur með því að búa til einföld leiktæki og hlaupabrautir úr því efni sem fellur til í skóginum til að hvetja til hollrar og skemmtilegrar hreyfingar. En þetta kostar vinnu og fjármagn. Vonandi er að næsta bæjarstjórn – hvernig sem hún verður skipuð –  hlúi að og styrki skógræktina með myndarlegum framlögum.

Úrsúla Jünemann er í 6. sæti á Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata

Pin It on Pinterest